Staðan eftir fyrstu vikuna – febrúar sparnaðaráskorun !

Jæja, þá er fyrsta vikan í „febrúar-700 kr á dag á mann-sparnaðarátakinu búin“.   Ég hélt mig við matarplanið að mestu leyti, skipti reyndar aðeins dögum, eggjakakan var á mánudeginum og hnetubuffin á miðvikudaginn og einhverjar svona smá breytingar.   En það var drukkinn heilsudrykkur á hverjum degi, grænir, bleikir og fjólubláir.  Fullt af grænmeti á hverjum degi og engin leið skort á nokkurn hátt.  Bakaði glúteinlausar og mjólkurlausar smákökur í miðri viku til að gleðja yngstu kynslóðina og pizzuveisla um  helgina.

Ég bjó líka til dásamlegt mexíkóskt baunasalat á mánudeginum sem ég borðaði 2x í kvöldmat (mán og þri) og 2x í hádegismat.  Hnetubuffin dugðu 2x í hádegismat líka og ég uppgvötaði frábæra útfærslu á þessum góðu buffum.   Vefja þau inn í tortillu ásamt spínati, rauðri papriku og gúrku relish (frá íslensku grænmeti- það er reyndar smá sykur en þetta var alveg geðveikt saman)  Auðvitað voru bæði síminn og myndavélin með stæla og því gat ég ekki tekið neina mynd en það kemur seinna því þetta verður borðað aftur 🙂

Það tókst ekki að fara bara í búð 2x í vikunni eins og markmiðið var heldur var farið í búð ALLA dagana….ég gerði aldrei stór innkaup heldur var alltaf í því að versla akkúrat það sem vantaði.  Þetta gengur vonandi betur næst, þá verð ég ennþá skipulagðari!

Það sem skekkti aðeins myndina núna voru 2 atriði, annars vegar það að Nettó skyldi vera með 25 % afslátt af allri heilsuvöru svo ég fór á sunnudaginn (síðasta daginn) og keypti uppáhalds kókosmjólkina fyrir næsta mánuðinn amk.  og sitthvað fleira fékk að fljóta með þar.  Og svo keypti ég  nautahakk fyrir 6000 kr af syni vinnufélaga míns sem var með fjáröflun. En það mun duga í nokkrar vikur.  En þetta tvennt varð til þess að ég fór yfir 25.000 kallinn eins og planið var Buuuuhuuuuuu…….

  • Sunnudagur,  Nettó:  7.361.-
  • Mánudagur,  Bónus: 1.390.-
  • Þriðjudagur, Hagkaup: 2.340.-
  • Miðvikudagur, Bónus: 3.537
  • Miðvikudagur, Kökulist, 2 brauð:  1240 (uppáhaldsbrauðin, spelt súrdeigsbrauð)
  • Fimmtudagur, Bónus: 650.-
  • Fjáröflun, nautahakk: 6000.-
  • Föstudagur: 7030.-
  • Laguardagur: 2011.-
  • Samtals: 31.559.- 

6559.- kr yfir áætlun sem þýðir að næsta vika verður að vera í kringum 20.000 kr ….

Fyrst 1.febrúar  var á sunnudegi verða vikurnar hjá mér sunnudagur – laugardags sem er öðruvísi en ég hef alltaf gert, en það verður bara að koma í ljós hvernig það gengur.

Nettó karfan, síðasti séns að versla á 25 % afslætti…

IMG_1880

 

Bónus í miðri viku…

IMG_1901

 

IMG_1891

Ég fer öðru hverju í Hagkaup til að kaupa Daiyja mjólkurlausa ostinn.   Kannski ekki alveg eins og venjulegur ostur en stelpan mín er í skýjunum með hann.  Stórhættulegt að fara í þá búð því það er alltaf eitthvað girnilegt sem maður sér.  Ofan í körfuna læddist Biscotti búið til á íslandi úr alvöru hráefnum, engin duft og neitt. Mátti til með að prufa, rosalega gott en kannski full sætt.  Færi nú á hausinn ef ég myndi kaupa marga svona poka á 500 kall pokann svo það er nú alveg spurningin að finna einhverja góða uppskrift og græja svona heima í vikunni.

Published by

2 thoughts on “Staðan eftir fyrstu vikuna – febrúar sparnaðaráskorun !

    1. Ohhh hvað ég er sammála þér, ég geymi yfirleitt innkaupapoka (fjölnota) í bílnum en einstaka sinnum gleymi ég að fara með þá út í bíl og kaupi einn og einn poka og dauðskammast mín í hvert skipti! Fjölnota pokar eru málið 🙂

      Takk fyrir að fylgjast með 🙂
      Kv,
      Oddrún

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply