Lok febrúar

JæJa síðasta vikan búin í sparnaðarátakinu….

Vikan gekk svona aldeilis glimmrandi vel,  það var ýmislegt látið vanta en kom þó ekki að sök en þrátt fyrir það var ég örlítið yfir takmarkinu…bara smá!   Það var auðvelt að spara um helgina því við hjónin skelltum okkur á æðislega árshátíð og sendum börnin bara í önnur hús að borða á meðan 🙂 hihi

Ein ástæðan fyrir því að það var erfitt að halda kostnaðinum niðri er sú að ég er á kafi að útbúa nýtt hefti sem ég mun gefa út rafrænt eftir örfáar vikur.  Stútfullt af barnvænum mat 🙂   Þetta hefti er gert í tengslum við námskeiðið sem ég er með núna á fimmtudaginn í Lifandi Markaði og vonandi verða fleiri slík námskeið á næstunni.  Það má búast við því að allar uppskriftirnar í þessu hefti verði mjög hagkvæmar 😉

  • Sunnudagur, Bónus: 6269.-
  • Ecospíra, spírur: 1100.-
  • Mánudagur, Bónus: 8970.-
  • Þriðjudagur, Bónus: 4936.-
  • Miðvikudagur, Krónan: 2158.-
  • Miðvikudagur, Fjarðarkaup: 2306.-
  • Fimmtudagur, Bónus: 2119.-

Samtals: 27.858.-

Ég keypti í fyrsta skipti spírur beint frá Ecospíra í vikunni, og svo aftur í þessari viku… og ég get sagt ykkur það að þið eigið eftir að heyra meira um það síðar… bara eitt um það að segja í bili: Alger snilld 🙂

 

Published by

Leave a Reply