Næringarrík sætindi – 30. mars – Lifandi markaður

Langar þig að læra að búa til næringarríkara sælgæti ?  Fá fullt af hugmyndum af gotteríi sem nærir, hressir og bætir í stað þess að gera þig þreytta/an og slappan/n.  Framundan eru páskarnir þar sem sælgæti og súkkulaði flæðir út um allt og frábært að snúa vörn í sókn með næringarríkum sætindum. fyrirtaekinammi Við gerum súkkulaði og útfærum það á ýmsa vegu, gerum ofur orkukúlur sem eru frábærar í hversdagsleikanum þegar okkur vantar smá orkubita, karamellukubba sem allir krakkar elska (og fullorðnir líka) og einnig fínasta konfekt og hráköku sem sómir sér á hvaða veisluborði sem er.

Mánudagur 30.mars kl.18.00-20.30 – Lifandi Markaði, Borgartúni 24 (salur á neðri hæð)

Verð: 5900 kr Innifalið er:  Uppskriftir og fullt af gómsætu smakki.

Börn á aldrinum 8-18 ára eru velkomin á þetta námskeið með foreldri og borga aðeins 1000 kr.

Einnig fylgir með Rafrænt Uppskriftarhefti með fullt af girnilegum nammi- uppskriftum, Skráning á: heilsumamman@gmail.com  eða í gegnum facebook síðu heilsumömmunar

Ath. Munið að stéttafélög greiða allt að helming af námskeiðisgjöldum !

Published by

Leave a Reply