Nammi námskeið

Langar þig að læra að búa til sælgæti sem er næringarríkara en það sem fæst í nammihillunum ? Sætindi sem eru dásamleg á bragðið en skjóta blóðsykrinum ekki upp í hæstu hæðir. Á namminámskeiðunum búum við til allskonar nammi, bæði súperhollar ofurkúlur en líka djúsí nammi fyrir hörðustu sælkera.
Við skoðum líka mismunandi sykur og sætuefni og hvernig hægt er að gera bakstur og sætindi næringarríkari.

namminamskeid

Dagssetningar:

Fimmtudagur, 19.nóvember  kl. 18.00-20.30

Laugardagur, 21.nóvember  kl. 11.00-13.30
Staðsetning: Lifandi Markaður, Borgartúni 24 neðri hæð
Verð: 5900 kr, börn eru velkomin með og borga 1000 kr ( 8-18 ára)

Þetta verða lifandi námskeið þar sem allir fá að spreyta sig og allir hjálpast að að búa til dásemdirnar.

 

Fimmtudagur, 3.des kl. 18.30-21.00

Matarbúr – Kaja Organic, Akranesi

Verð: 5900 kr , Þetta námskeið verður sýnikennslu námskeið og ath. að það er takmarkað sætapláss.

Það er ekkki reiknað með að börnin komi með á þetta námskeið.

 

Miðvikudagur, 9.des Kl. 18.00-21.00 – Selfoss

Hjarðarból, gistiheimili, miðja vegu á milli Selfoss og Hveragerðis

Verð 5900 kr,  börn 8-18 velkomin með og greiða 1000 kr.
Skráning á öll námskeið:heilsumamman@gmail.com
Innifalið er nóg af smakki, uppskriftir og svo fara allir með smá gotterí með sér heim.

Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.

Fyrirtækjanámskeiðin eru vinsæl, þá annaðhvort kem ég í fyrirtækið og við höldum námskeiðið í matsalnum eða þið komið í salinn í Lifandi Markaði.  Það eru örfáar dagsetningar lausar.  Ef fyrirtækið eða starfsmannafélagið hefur áhuga sendið þá fyrirspurn um verð og lausar dagsetningar á heilsumamman@gmail.com

Published by

Leave a Reply