Leitin að besta heilsunamminu

Lifandi Markaður og Kaja Organic leita nú að besta heilsunamminu.   Þetta er spennandi keppni því verðlaunin eru virkilega eftirsóknarverð.  Vinningshafinn fær hvorki meira né minna en gjafakörfu að verðmæti 15.000 kr frá Kaja Organic ásamt matarkorti að verðmæti 40.000 í Lifandi Markaði.  Ekki nóg með það heldur mun uppskriftin sem vinnur verða framleidd á Lifandi Markaði og seld þar í desember.

Ég er auðvitað voðalega spennt yfir þessu öllu saman því heppna ég fæ að smakka á öllu saman.  Ég verð dómari ásamt Kareni framkvæmdastjóra Kaja Organic og Guðmundi matreiðslumeistara á Lifandi Markaði.

Nú er bara að bretta upp ermarnar og útbúa ykkur uppáhalds gúmmilaði.  Það þarf að senda uppskrift og mynd á lifandimarkadur@lifandimarkadur.is og koma með sýnishorn (nokkur stykki)  í Lifandi Markað fyrir 25.nóvember.

Vinningshafinn verður tilkynntur á Konukvöldi Lifandi Markaðar sem verður haldið 26.nóvember kl. 17.00-20.00 og munu gestir og gangandi geta bragðað á vinningsnamminu þá um kvöldið.

 

Fyrir þá sem ekki vita þá eru vörurnar frá Kaja Organic hágæða lífrænar vörur á hagstæðu verði.  Vörunum er pakkað á Akranesi og þær eru dásamlega góðar á bragðið.  Mikið úrval er í verslun Lifandi Markaðar.

Ef þið hafið smakkað súpergott heilsunammi hjá vinum og kunningjum hvetjið þau þá líka til að taka þátt 🙂

Gangi ykkur vel <3

Published by

Leave a Reply