Nammigerð

Það er aldeilis búið að vera heilmikið fjör á nammi námskeiðunum undanfarið.  Hér koma nokkrar myndir frá síðasta námskeiði 🙂

namminamskeidfim

Það er svo mikil snilld að búa til sitt eigið nammi.  Úr hráefnum sem byggja kroppinn upp.  Í hnetum og fræjum fáum við prótein, trefjar og góða fitu.  Svo ekki sé minnst á vítamín og steinefni sem eru góð fyrir bein, húð, hár og margt fleira.  Það er líka frábært að mörg þessara hráefna sem við notum bæta geð og almenna líðan.

 

Hér sjáið þið aðeins hvaða hráefni við höfum verið að nota:

Fínmalað möndlumjöl og hlynsýróp fyrir marsípan sem er 90 % möndlur og 10 % sykur en ekki 10 % möndlur og 90 % sykur eins og venjan er.

IMG_1667

Við notuðum Biona kókosolíu, hlynsýróp og kakósmjörið frá the raw chocolate co til að búa til súkkulaði.

IMG_1663

Hér er mynd af “ofurorkukúlu” stöðinni.

IMG_1665

Brúnu bréfpokarnir sem þið sjáið á myndinni eru nýju vörurnar frá Kaja Organic.  Hágæða lífrænum vörum sem pakkað er á Akranesi og seldar í Lifandi Markaði.  Ég hef sjaldan orðið jafn skotin í nýju merki eins og þessu og það hjálpar líka til að verðið er hagstætt.  Umbúðirnar eru ódýrar og því þarf ekki að bæta þeim inn í vöruverðið.  Allt sem ég hef prófað hingað til er svo gott og t.d. hef ég aldrei smakkað jafn góðar kókosflögur eins og frá þeim.  Ég hreinlega vissi ekki að kókosflögur gætu verið svona bragðgóðar.

12309221_10205601075329343_645206261_n

IMG_1664

Og svo vinsælasti parturinn….smakki smakk 🙂

12309260_10205601076409370_64334736_n

Það eru örfá námskeið eftir,  á fimmtudaginn næsta verð ég á Akranesi,  þann 9.des verð ég Selfossi og síðast en ekki síst er búið að bæta við einu enn í lokin… ég set auglýsingu um það í kvöld.  En föstudaginn 11.des kl. 17.00 – 20.00 ætlum við að vera með eitt svona dekur námskeið.  Börnin verða skilin eftir heima þann daginn og það verður boðið upp á glas af lífrænu rauðvíni með súkkulaði smakkinu.  Sannkölluð saumaklúbbastemming og tilvalið fyrir vinkonurnar að skella sér saman.

En til að gleðja ykkur sem komist ekki á námskeið hef ég tekið saman uppskrifirnar, ásamt nokkrum í viðbót og útbúið rafbók.  Hún er aaaaalveg að verða tilbúin og verður komin í sölu núna í lok vikunnar.

 

nammibok

Til að skrá ykkur á námskeið eða panta bók sendið þið mér línu á heilsumamman@gmail.com

Hlakka til að  heyra í ykkur og hitta 🙂

 

 

Published by

Leave a Reply