Happy Calm Focused…HCF

Ég er í hóp á Facebook sem heitir „ADHD mataræði og aðrar heildrænar lausnir“  þar sem eru reglulegar umræður um það hvað virki vel fyrir þá sem hafa verið greindir eða eiga börn með ADHD eða aðrar skyldar raskanir.  Þetta getur verið mjög gagnlegt til að fylgjast með hvað er að gerast í hinum stóra heimi en líka bara hvað hefur virkað í næsta húsi.

Fyrir tveim vikum síðan setti ég inn pistil um nýjustu tilraun heimilisins.  Það er vítamín sem ég keypti í heilsubúð hér í bæ sem gjörsamlega breytti heimilislífinu svo um munaði.  Pistillinn sem ég skrifaði vakti svo mikla athygli að ég frétti að blessaða vítamínið seldist nánast upp á landinu.  Já hvorki meira né minna.  Það hafa einhverjir verið að spyrja mig um þetta svo ég ákvað að setja það sem ég skrifaði hérna inn líka.

Hér kemur pistillinn í heild sinni:

„Ég má til með að segja ykkur frá nýjustu tilraun heimilisins. Ég er alltaf að prófa eitthvað og lesa eitthvað sem gæti gagnast.  Dóttirin sem er 9 ára er með greindan kvíða sem brýst oft út sem hegðunarvandi hér heima fyrir en reyndar aldrei nokkurn tíma í skólanum. Hún á það til að verða mjög neikvæð og næstum þunglynd. Við þurfum að passa mjög vel upp á mataræði, svefn og allt sem fylgir til að halda jafnvæginu.

Fyrir rúmum mánuði rakst ég á nýtt vítamín sem var svo til glænýtt hér á landinu. Ég þurfti ekkert mikla kynningu til að verða áhugsöm því innihaldslýsingin passaði mjög vel við allt sem ég hef lesið mér til um, þetta inniheldur mikið af B-vítamínum, Zinki og svo til viðbótar Amínósýrur sem eru alger snilld og ég hef haft góða reynslu af.

Eftir 2 daga sáum við mjög mikinn mun, en vorum ekki viss hvort það gæti verið vítamínið eða bara tilviljun. En þá tók hún sig til og settist niður og kláraði heimalærdóminn sinn sama dag og hún fékk hann, en yfirleitt er þetta barátta alla vikuna og ekki tekst alltaf að skila á réttum tíma.

Við foreldrarnir höfum séð ótrúlegan mun á þessum mánuði, ég ákvað að segja ekki neitt strax heldur leyfa tímanum að líða. Á þessum mánuði erum við búin að fara í sumarbústað með vinum og borða „allskonar“. Gista hjá vinkonum og borða „allskonar“. Búið að vera álag og rólegheit, semsagt bara allskonar. Hún virðist þola miklu miklu betur þó mataræðið raskist aðeins eða svefninn. Heimanámið gengur margfalt betur, einbeitingin er mun betri. Best þykir okkur þó hvað hún er margfalt glaðari, hún brosir meira, hlær meira og finnst lífið bara skemmtilegra. Það gengur betur að sofna á kvöldin og vakna á morgnanna. Barnið sem dró sængina upp fyrir haus því hún fékk hausverk af ljósinu á morgnana er farin að vakna sjálf klukkan sjö og fara í sturtu – því það er svo hressandi 😉 Já við höfum bara stundum verið gapandi síðustu vikurnar.

Vona svo sannarlega að þetta haldi áfram að virka en langaði að deila með ykkur ef þetta gæti hjálpað einhverjum fleirum 🙂

Ég veit að það fæst bæði í Heilsutorginu hjá Blómaval (keypti mitt þar) og hef séð það líka hjá Lifandi Markaði. Fæst örugglega á fleiri stöðum!

Bara svo það komi fram þá kem ekki að þessu vítamíni á nokkurn hátt, keypti það sjálf og græði ekkert á því hvort þið kaupið ykkur dollu eða ekki!

Það væri fróðlegt að vita hvort einhverjir fleiri hafa prófað og fundið svona mikinn mun.“

Hér kemur svo mynd af vítamíninu:

hcf

Eftir að ég skrifaði þennan póst og vítamínið seldist allstaðar upp fór það svo að hún tók ekki neitt vítamín í tæpa 10 daga  og að var ótrúlegt að sjá gömlu taktana koma fram, stríðni við systkini sín, erfitt að sitja kyrr, og mjög margt fleira sem ég ætla svo sem ekkert að telja upp sem byrjaði aftur.  Núna er vítamínið loksins komið aftur í búðir og hún byrjaði aftur í morgun eftir 10 daga pásu.

Ég hef ekki verið að „auglýsa“ nein vítamín eða fæðubótaefni hér á síðunni en í þessu tilfelli þá bara gat ég ekki setið á mér.  Munurinn er svo ótrúlegur, það þýðir þó ekki að það hafi sömu áhrif á næsta barn eða næsta mann.  Þetta er bara mín upplifun en vonandi að þetta hafi svona góð áhrif á fleiri.

Eigið góðan dag,

Kveðja,

Oddrún

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Happy Calm Focused…HCF

 1. Hæ hæ.
  Frábært að heyra hversu góð áhrif þetta vítamín/bætiefni hefur haft á dóttur þína!
  Mér var bent á það um daginn og fór strax að googla, sit nú með eina dollu í höndunum að reyna að ákveða hvort ég eigi að prufa hana fyrst áður en ég læt son minn prufa. Hann er 9 ára og með kvíða og kjörþögli, og því fylgir depurð inná milli. Gefur þú dóttur þinni fullan skammt (3 hylki) eða færri á dag?

  Með fyrirfram þökk.
  Auður.

  • Sæl, fyrirgefðu hvað ég svara seint, pósturinn fór eitthvað fram hjá mér 😦
   Já þetta virðist vera að gera góða hluti hjá mjög mörgum. Ég mæli með þessu við alla að prófa að minnsta kosti. Þetta hefur breytt alveg ótrúlega miklu fyrir okkur.
   Ég byrjaði á því að gefa minni dóttur 1 hylki og fann strax smá mun. Ég prófaði svo að gefa henni 2 töflur og þá fann ég strax mun meiri mun.
   Þannig að hún er að taka flesta daga 2 hylki en öðru hverju 1 stk inn á milli.
   Ég veit líka um margar mömmur sem hafa prófað að taka og upplifað mikinn mun, til dæmis betri einbeitingu, meiri gleði, minna stress, betri svefn ofl.
   Gangi ykkur vel 🙂
   Kveðja,
   Oddrún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s