Í síðustu viku póstaði ég uppskrift af poppuðum amaranth kúlum. Þetta nammi er í algeru uppáhaldi hjá mér og hér kemur ein ný útfærsla. Hér eru þessar kúlur komnar í konfektbúning.
Hráefni:
- 2,5 dl poppað amaranth
- 8 vænar msk kasjúsmjör (Ég var með H-Berg)
- 1-2 vænar msk hunang
- 1 dl kurlaðar döðlur og fíkjur. (hægt að kurla í blandara eða saxa mjög smátt með hníf)
- örlítið sjávarsalt
- ½ tsk hreint vanilluduft
Nokkrir dropar af hindberjabragðefni frá Natali (þið getið líka notað aðra dropa sem þið eigið og ykkur finnst góðir) - 100 g brætt dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Blandið öllu í eina skál, hnoðið saman og búið til kúlur.
- Frystið í 10 mín.
- Bræðið súkkulaði og húðið kúlurnar.
- Ég skreytti þær með örlitlum bita af goji berjum svo þær myndu ekki ruglast saman við kramellukúlurnar.
Amaranth fæst bæði ópoppað og tilbúið poppað í Lifandi Markaði. Og nýjustu fréttir eru þær að það er hægt að fá það ópoppað í Fjarðarkaup.
Verði ykkur að góðu 🙂
Takk fyrir samfylgdina á árinu, hlakka til að vera með ykkur á næsta ári 🙂
Kveðja,
Oddrún
Published by