Í tilefni af Veganúar tók ég saman nokkrar uppáhalds Vegan uppskriftir á síðunni
Mexíkóskur pottréttur með sætum og svörtum baunum
Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum
Mjúki mjólkurlausi súkkulaðiísinn
Poppuðu Amaranth nammi kúlurnar
Og reyndar telst nánast allt nammið á síðunni undir Vegan…
Það er gaman að taka þátt í svona áskorunum, fara aðeins út fyrir kassann og prófa nýja hluti sem koma manni oft á óvart. Þó að þú takir ekki þátt 100 % er gaman að vera með og minnka meðvitað neyslu á dýraafurðum í mánuðinum. Ef þér finnst tilhugsunin erfið væri hægt að borða Vegan nokkra daga í viku til að byrja með t.d. mán- fim/föst eða hvað sem hentar hverjum og einum.
Góða skemmtun í Veganúar 🙂
Published by