Ljúffengt lambagúllas

Nú hefur heldur betur kólnað og veturinn mættur á svæðið.  Það kallar klárlega á heitan “mömmumat” eða “ömmumat”.   Eitthvað heitt og kryddað sem hlýjar okkur að innan.

Hér er einföld uppskrift af lambagúllasi.  Þó að það taki réttinn 1,5 klst að eldast þarf ekki að standa yfir pottunum og fínt að nota tímann á meðan maturinn eldast til að sinna börnum og búi ….tja eða bara leggja sig, lesa blaðið eða taka stutta hiit æfingu á eldhúsgólfinu…. hvað sem ykkur langar til að gera 🙂

 

 

 

(Uppskrift fyrir 5)

Hráefni: 

 • 1 msk hitaþolin steikingarolía
 • 500 g lambagúllas
 • 1 msk cumin
 • 1 msk paprikukrydd
 • 1 msk Villijurtir frá Pottagöldrum
 • 1 msk Karrý Madras eða Arabískar nætur (frá Pottagöldrum) eða önnur góð karrý kryddblanda
 • 3-4 gulrætur í sneiðum
 • 4-5 kartöflur í bitum
 •  Bætið við meira af grænmeti eftir smekk, t.d. kúrbít, sæta kartöflu eða brokkolí.
 • 5-6 dl vatn eða soð
 • 2 matskeiðar tómatmauk (paste)
 • 1 msk kókospálmasykur
 • 1-2 grænmetisteningar
 • 1/2  dl kókosmjólk eða rjómi
 • Smakkið til með salti og pipar

Aðferð: 

 1. Hitið olíu í potti.
 2. Setjið kjötið í pottinn ásamt kryddunum og steikið í smástund.
 3. Bætið við vatni/soði og grænmetisteningi ásamt tómatmauki og látið  malla við lágan hita í 1 klst.
 4.  Bætið grænmetinu saman við
 5.  Leyfið réttinum að malla rólega í 20 mín.
 6. Bætið kókosmjólk eða rjóma saman við og bragðbætið með salti og pipar.
 7.  Berið fram með soðnum hýðishrísgrjónum eða kínóa og fersku salati.

Published by

Leave a Reply