Aukin einbeiting með HCF

Hér á heimasíðunni hef ég ekki gert mikið af því að auglýsa hina og þessa hluti þó að ýmis tækifæri hafi boðist.  Ég hef stundum fengið hluti gefins til að prófa en ekki séð ástæðu til að auglýsa þá.  Ekki af því að þeir séu endilega eitthvað slæmir,  ég vil bara ekki mæla með neinu nema ég sé  150 % ánægð

Fyrir þremur árum mælti ég með HCF vítamíninu því við höfðum séð ótrúlegan árangur með stelpuna okkar.  Þegar þetta vítamín kom á markað varð það strax mjög vinsælt fyrir þá sem eiga við einhverskonar raskanir eða erfiðleika að stríða, t.d ADHD, ADD, kvíða eða eitthvað annað.  Og það er í sjálfu sér ekkert skrýtið því það voru svo margir sem fundu mikinn mun á sjálfum sér eða börnum sínum.  Hins vegar er þetta vítamín fyrir alla,   þó að fólk hafi ekki neinar skammstafanir þá dílum við öll við lífið með öllum sínum blæbrigðum.
Fyrir um 2 mánuðum bauðst mér að fá vítamínið til að prófa sjálf.   Þannig að til að hafa alla hluti uppi á borðinu, fékk ég vítamínið gefins (bara svo það komi fram).  Eg ákvað að taka það sjálf og athuga hvort ég myndi finna einhvern mun og eins gerði maðurinn minn það sama.  Nú kemur niðurstaðan:
Vá !  Þvílíkur munur á einbeitingu, skipulagningu og innri ró.   Við höfum bæði fundið mikinn mun.  Við finnum bæði mikinn mun í vinnunni, gengur betur að komast yfir verkefni, byrjum hraðar á verkefnum og einbetingin bara miklu betri.
Við höfum líka verið miklu duglegri við að klára litlu leiðinlegu verkefnin sem fylgja almennu heimilishaldi og lífinu almennt, dæmi:  fara í Sorpu, með bílinn í skoðun,  fara yfir tryggingarnar,  hringja í tryggingarnar og reyna að semja um betra verð, græja hluti tengda fjármálum, gera skemmtilega hluti sem krefjast smá skipulagningar, panta tíma og fara krabbameinsskoðun, til tannlæknis ofl.  Við höfum gert og græjað ýmsa hluti sem við höfum oft talað um en aldrei komið í verk.  Við höfum líka tæklað hin ýmsu mál fyrr en áður og færri hlutum verið frestað sem þýðir færri hnútar í mallakút 🙂
Ég er í eðli mínu frekar mikil pllýanna svo ég hef kannski ekki fundið mikinn mun á gleðinni en ég er samt ekki frá því að ég sé heldur glaðari (sérstaklega miðað við skammdegið)  og svona spenntari yfir lífinu og litlu hlutunum.
Síðustu vikur hafa verið frekar mikill álagstími, nammi námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og voru 12 nammi námskeið á 5 vikna tímabili sem er töluvert meira en venjulega.  Ég er alveg handviss um að þetta hefði ekki gengið svona vel ef ég tæki ekki “bláu töflurnar” á morgnanna 😉
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur 🙂

Published by

Leave a Reply