Vor námskeiðin

Ég elska maí mánuð.  Það er farið að hlýna úti, fötin farin að verða léttari og allt svo miklu einfaldara og skemmtilegra.  Þannig upplifi ég amk. vorið.  Þvílík dásemdar tilfinning að ganga frá þykku vetrar úlpunum í geymsluna og gera jafnvel extra fínt á heimilinu.  Hugurinn er farin að reika til sumarsins og þar er nú margt til að hlakka til.

Yfirleitt er mjög mikil ásókn í námskeið í Maí, það er klárlega gott að hreinsa aðeins til í mataræðinu fyrir sumarið til að vera svolítið frísklegri í sumar.  Fá góðar hugmyndir fyrir ferðalögin, fjallgöngurnar og grillveislurnar.  Það er oft þannig að mikið er um freistingar á sumrin sem er auðvitað hið besta mál en fínt að snúa vörn í sókn með einhverju nýju og spennandi til að halda góðu jafnvægi.

 

Hér eru námskeiðin sem eru í boði fyrir sumarfrí:

10 daga hreint mataræði – byrjar á miðvikudaginn.  Þetta er námskeið sem Margrét Leifsdóttir Heilsumarkþjálfi er með en ég sé um matreiðslunámskeiðin.  Frábær vorhreingerning á kroppnum fyrir sumarið.

 

Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti – Í Heilsuborg miðvikudaginn 8.maí kl. 17.30-20.30

 • Austurlenskar kínóabollur með masala sósu
 • Sumarlegt Kínósalat
 • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
 • Svartbaunaborgarar með hnetusósu og marineruðum rauðlauk
 • Meðlæti fyrir sumarið
 • Sætkartöflusnittur með pestó og spírum

10.900 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

Morgunmatur og millimál Í Heilsuborg miðvikudaginn 22.maí kl. 17.30-20.30

 • Avókadó morgunverðarskál
 • Epla nachos
 • Grænn smoothie og frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
 • Heimagert múslí
 • Heimatilbúið frækex
 • Mismunandi morgungrautar
 • Nærandi múslíkúlur
 • Pestó og hummus

9900 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

Sumarleg sætindi – eftirréttir og nestisbitar í Heilsuborg, miðvikudaginn 5.júní kl. 17.30-20.30

 • Límónu-hindberja “ís” kaka
 • Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
 • Ávextir með hnetumylsnu og Vanillukremi
 • Brjálæðislega góður berjaís
 • Orkubitar í ferðalögin
 • Próteinbitar í fjallgöngurnar
 • Sumarlegar sítrónukúlur

8900 kr  –  börn (10-18 ára)  greiða 50 %

Hægt er að smella á heitin á námskeiðunum til að fara yfir á greiðslusíðu Heilsuborgar.  Ef þið lendið í einhverjum vandræðum eða eruð eitthvað óviss sendið mér þá póst á heilsumamman@gmail.com  og ég svara ykkur um hæl.

 

Athugið að flest stéttafélög taka þátt í kostnaði við matreiðslunámskeiðin og endurgreiða allt að 50 % tilbaka. 

 

Fyrirtæki og hópar 

Það eru ennþá 3 dagsetningar lausar í maí fyrir fyrirtækjanámskeið ef ykkur langar að hrista aðeins upp í mataræðinu hjá starfsfólkinu og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni.  Það að elda saman er nefnilega virkilega gott hópefli.  Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um dagsetningar og verð fyrir fyrirtæki og hópa sendu mér þá póst á heilsumamman@gmail.com

 

Published by

One thought on “Vor námskeiðin

Leave a Reply