Matreiðslunámskeið á Selfossi

Undanfarin 2 vetur hef ég komið með nammi námskeið austur fyrir fjall og alltaf hefur komið upp sú umræða hvenær það komi matreiðslunámskeið þar sem við sleppum namminu (svona að mestu leyti) en einbeitum okkur að góðri fæðu sem hentar frá morgni til kvölds.

Nú er komið að því 🙂

Þriðjudaginn næsta (bara eftir 4 daga) verður námskeiðið

Við ætlum að hittast og eiga góðan seinnipart saman þar sem við lærum að búa til allskonar góða rétti sem henta frá morgni til kvölds. Við búum til næringarríkan, einfaldan og bragðgóðan mat sem passar frábærlega vel í sumar.

Þetta námskeið hentar fyrir alla sem vilja bæta meiri næringu inn í daglegt líf og hentar jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bættum lífstíl og líka lengra komnum.

Við vinnum á nokkrum stöðvum og það fara allir á allar stöðvar. Hluti af námskeiðinu er þó sýnikennsla. Það á eftir að koma þér á óvart hversu einfalt það getur verið að búa sjálfur til ofurhollt frá grunni.

Matseðillinn er eftirfarandi:

Möndlumjólk
Hamp Chia morgungrautur
Avakadójógúrt með fíkjumúslí
Grænn smoothie og frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
Svartbaunaborgari með hnetusósu og marineruðum rauðlauk
Kínóasalat með möndlukurli
Heimagert frækex
Pestó og hummus
Nærandi múslíkúlur
Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka

Verð: 8900 kr

Skráning hér: https://forms.gle/EQsvks4aMSc5vJBp9

*Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi.

 

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Published by

Leave a Reply