Námskeið á vorönn 2020

Jæja, ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að vera ferlega löt fyrstu vikur ársins.  Allar þessar vetrarlægðir ýta bara undir kósýstundir með kertaljósum, bókalestri og huggulegheitum.  En nú er komin tíma til að girða sig í brók, bretta upp ermarnar og spýta í lófana.   Það er fullt af flottum námskeiðum á dagskrá og bókanir komnar í fullan gang á vefnum hjá Heilsuborg.

Ef þig langar að fá fleiri hugmyndir af hollu og næringarríku mataræði sem er einfalt, fljótlegt, ekki dýrt og umfram allt bragðgott þá skaltu halda áfram að lesa…

En hér kemur yfirlit yfir þau námskeið sem verða í boði í Heilsuborg næstu 3 mánuði:

 

Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti – Í Heilsuborg

12. febrúar kl.17.30 – 20.30 (miðvikudagur)

22.apríl  kl.17.30 – 20.30 (miðvikudagur)

Námskeið sem hentar bæði þeim sem vilja bara bæta meira grænmeti í lífið og elda meira frá grunni en hentar líka frábærlega grænmetisætum og vegan sem vilja fá meiri fjölbreytni og vilja búa meira til frá grunni.

  • Austurlenskar kínóabollur með masala sósu
  • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
  • Linsubaunapottréttur sem bragð er af
  • Svartbaunabuff með chili mayo og marineruðum rauðlauk
  • Næringarríkt meðlæti í öllum regnbogans litum

11.300 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

 

Morgunmatur og millimál Í Heilsuborg

11.mars   kl. 17.30-20.30 (miðvikudagur)

29.apríl   kl. 17.30-20.30 (miðvikudagur)

Frábærar hugmyndir af morgunverði,  millimálum og nesti sem henta fyrir alla.  Frábært fyrir foreldara ungra barna en líka frábært fyrir unglinga að koma með foreldri og eiga skemmtilega stund saman í leiðinni.  Hreint mataræði búið til frá grunni.  Allt mjólkurlaust, glúteinlaust og vegan.

  • Avókadó morgunverðarskál
  • Epla nachos
  • Grænn smoothie og frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
  • Heimagert múslí á tvo mismunandi vegu
  • Heimatilbúið frækex á tvo mismunandi vegu
  • Morgungrautur
  • Nærandi múslíkúlur
  • Pestó og hummus

10.200 kr – börn (10-18 ára)  greiða 50 %

 

Að lokum verða 2 nammi námskeið fyrir nammi grísi sem vilja hreint og næringarríkt nammi.

19. febrúar kl. 17.30-20.30

18.mars kl. 17.30-.20.30

9200 kr en börn (10-18 ára)  greiða 3600 kr

Namminámskeiðin hafa einnig verið mjög vinsæl hjá starfsmannafélögum og vinkonuhópum.     En ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um það er best að senda tölvupóst á mig: heilsumamman@gmail.com og þá fáið þið upplýsingar um verð og lausar dagsetningar.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Published by

One thought on “Námskeið á vorönn 2020

Leave a Reply