Sumarlegt nesti og nammi

Jæja, þá er komið að síðasta námskeiðinu fyrir sumarið.

Að þessu sinni verðum við Margrét Leifsdóttir saman og búum til með ykkur sumarlegt nesti og nammi fyrir útilegurnar, ferðalögin, fjallgöngurnar og sportið.

Það er svo gott að geta búið til bragðgott nesti sem er líka næringarríkt.

Það sem er á dagskránni er til dæmis:

  • Múslí og súkkulaðimúslí
  • Ferðablandan
  • Kökudeigskúlur
  • Próteinkúlur
  • Súkkulaðikakaka sem ekki þarf að baka
  • Súkkulaðimúslíklattar og hnetuklattar
  • Múslístöng

Þetta verður semsagt alger veisla.

Námskeiðið verður á Zoom sem þýðir að allir eru í sínu eldhúsi og þegar námskeiðið er búið eigið þið til allt góðgætið til að gæða ykkur á.

Námskeiðið verður þriðjudaginn 16.júní kl. 18.00-21.00

Verð  4900 kr

Skráning hér: https://forms.gle/Q8816gXZVLJgRvTq8

 

 

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Kveðja,

Oddrún

 

 

 

 

 

Published by

Leave a Reply