Hvað er IIN ?

Lengi hefur mig langað til að læra eitthvað í sambandi við næringu og mataræði en fann ekki alveg það sem ég var að leita að.  Þangað til dag einn fann ég þennan skóla á netinu.  Mér leist mjög vel á það sem ég las um hann en var ekki alveg sannfærð strax þar sem þetta var eitthvað alveg nýtt.  En eftir að ég var búin að ræða við nokkra útskrifaða nemendur hér á Íslandi að ég ákvað að skella mér.

IIN stendur fyrir Institute of Integrative Nutrition og skólinn er staðsettur í New York en bíður upp á fjarnám sem er mjög þægilegt.  Skólinn er einn stærsti og virtasti heilsuþjálfa/heilsumarkþjálfa skóli í heiminum og heimsfrægir sérfræðingar eru fyrirlesarar við skólann.  Námið er m.a. viðurkennt af AADP (American Association of Drugless Practitioners) og State University of New York – Purchase College.  Það sem gerir þennan skóla ólíkan öðrum er það að hann kennir ekki bara matarmarkmið viðurkennd af stjórnvöldum, heldur eru kenndar fleiri gerðir mataræðis (t.d. hráfæði, Ayurveda, Grænmetisfæði, lágkolvetnisfæði ofl.)  og gengið út frá því að sama mataræði henti ekki öllum.  Það er ekki bara kennd næringarfræði heldur líka þjálfunaraðferðir, hagnýt lífstílsþjálfun, markaðsetning og margt fleira skemmtilegt.

Ég er mjög ánægð að hafa drifið og mig nýt þess að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.  Ég hlakka til þess að geta starfað sem Heilsumarkþjálfi en þangað til er ég minn fyrsti viðskiptavinur og hlakka til að sjá árangurinn næstu mánuði J

Ef ykkur langar til að vita meira er heimasíðan: www.integrativenutrition.com

Leave a Reply