Þeyttur kókosrjómi

Þetta er frábær hugmynd. Bæði fyrir þá sem eru með mjólkuróþol og líka alla hina.  Reyndar er það þannig að margir sem eru með mjólkuróþol þola samt rjóma og smjör í litlum skömmtum.  Það er vegna þess að þessar afurðir innihalda minna af mjólkurpróteinum og eru líka minna unnar.

Ég verð nú samt að koma því að hér að ég elska rjóma og finnst það eitt það besta í veröldinni 🙂  En það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt 🙂

En aftur að kókosrjómanum.

Setjið kókosmjólk inn í ísskáp í ca 1 klst eða í frysti í styttri tíma. Ekki nota Light útgáfu það er bara meira vatn í henni og því ekki alveg að virka þegar við ætlum að nota “rjómann”

IMG_3464

Opnið dósina og takið það sem er búið að harðna.  Setjið í skál og þeytið í smástund, það er nóg að nota pískara.

IMG_3465

IMG_3468

Það er gott að bragðbæta með smá vanilludufti og/eða smá hlynsýrópi.

Vökvann sem verður afgangs má geyma í ísskápnum og frábært að nota t.d. í smoothie.

IMG_3466

Það er hægt að leika sér með þetta og bæta við t.d. jarðaberjum eða hráu kakói og aðeins meiri sætu og búa þannig til kökukrem eða bara jarðaberjarjóma/ súkkulaðirjóma.

Hér gerði ég t.d. döðlukökuna hennar Ebbu Guðnýjar og setti á hana jarðaberjakrem úr kókosrjóma.

IMG_3478

Byrjaði á því að þeyta rjómann, setti frosin jarðaber í litlu matvinnsluvélina, bætti við hlynsýrópi  og hrærði svo allt saman.

IMG_3467

IMG_3469

Ég gef ekki upp nein  hlutföll því það er eiginlega bara smekksatriði, um að gera að prufa sig áfram 🙂

Ég fæ ekki leið á því  að hvetja ykkur til að lesa aftan á dósirnar/fernurnar þegar þið kaupið kókosmjólk.  Kókosmjólk og kókosmjólk er nefnilega alls ekki það sama.  Það er líka hægt að kaupa lífræna í heilsubúðum 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂

Að fá öðruvísi mat en hinir !

Þegar maður er 6 ára og með fæðuóþol eða svona óþolandi eins og hún sjálf kallar það stundum, getur verið heilmikil áskorun að þurfa að fá eitthvað annað en hinir.  Oft er það bara tímabundið sem þarf að sleppa ákveðnum fæðutegundum en samt sem áður getur það verið mikil áskorun.

Hér er ein skemmtileg leið og það er að fá sér lítið fallegt mót og bera matinn fram í því.

Ég keypti þetta sæta mót í Tiger um daginn á 600 kr og þvílík hamingja á bænum.

hjartaform

Eins og þið sjáið þá er hennar matur miklu eftirsóknarverðari heldur en hinn í ómerkilega eldfasta mótinu 😉  Hún spurði mig á hverjum degi í nokkra daga: ætlarðu ekki að fara drífa þig að elda einhvern mjólkur/glútein mat ?

IMG_2848

Þennan daginn gerði ég Kjúklinga-pastarétt frá www.gulurraudurgraennogsalt.com  og hafði glúteinlaust pasta og sleppti ostinum og hún var í skýjunum.

Nokkrum dögum seinna gerði ég geggjaða berjaköku úr nýju bókinni hennar Ebbu Guðnýjar og hafði kókosolíu og glúteinlaust mjöl í hennar en í hinni spelt og smjör.  Enn og aftur þvílík hamingja, spáði ekki einu sinni í því hvernig hin kakan smakkaðist.

hjartaform

IMG_2893

Eigið góðan dag 🙂

Ávaxtanammi

Það er engin sem segir að nammi þurfi að vera búið til úr sykri, litarefnum og aukaefnum.  Ávaxtanammi er hið fínasta nammi yfir bíómynd, spili eða á kósýkvöldi.  Það er okkar hlutverk að segja börnunum að þetta sé nammi, en ef okkur finnst það ekki þá er ekki líklegt að þeim finnist það heldur.

ávaxtanammi

Um síðustu helgi tók ég þessa mynd en þá fengu litlu gormarnir á heimilinu svona skál yfir föstudags-bíómyndinni og það voru allir svo ánægðir og allir vildu meira.  Mér finnst geggjað að fá mér svona skál yfir bíómynd og svo líður manni svo vel á eftir.  Pabbinn á heimilinu er reyndar ekki alveg að kaupa hugmyndina og heldur sér við bjór/kók og snakk.  🙂

Það má nota hvaða ávexti sem er en gaman að nota ávexti sem maður er ekki alltaf að kaupa eða leyfir sér frekar að kaupa um helgar og með því að setja pínu lítið súkkulaði og kókosflögur verður þetta meira spari og öðruvísi en morgun ávaxtahressingin.

Þessi samsetning er í uppáhaldi á þessum bæ.

mango (verður að vera þroskað)
rauð vínber
epli eða  pera
70 % súkkulaði (eða 56 %) smátt brytjað
kókosflögur
gott að setja mulberry ber, kasjuhnetur eða valhnetur

Ég steingleymdi að taka mynd af mínu gúmmílaði en þess má geta að það bragðast ennþá betur ef það er borðað úr fallegri skál/glasi 🙂

Læt svo fylgja með mynd af ávaxtahressingunni síðasta sunnudagsmorgun.  Þá voru veikindi á bænum og nauðsynlegt að hressa liðið við.  Gerðum þennan sæta broddgölt sem vakti mikla lukku.

ávaxtanammi

Góða ávaxta-helgi 🙂

 

 

 

 

Hvernig á að halda Guacamole fersku og grænu !

Kannist þið við það að búa til ótrúlega gott og ferskt Guacamole en síðan daginn eftir þegar maður ætlar að gæða sér á afgangnum er það orðið brúnt ?  (Allavegna á yfirborðinu)

Steinninn úr Avacadóinu virkar sem náttúruleg rotvörn og því er besta ráðið að henda honum ekki þegar maukið er búið til, heldur geyma og stinga honum svo í skálina og geyma með í ísskápnum.

Þrælvirkar alveg 🙂

Guacamole

Kókosolíukrukkur í nýju hlutverki

Miðað við hvað kókosolía er holl ættu allir að eiga nokkrar stórar kókosolíu krukkur inni í skáp eða ef þið eruð búin að henda þeim ættuð þið vera fljót að safna nýjum.

Stóru Kókosolíu krukkurnar úr Sollu hillunni eru alveg frábærar til að geyma fræ, korn, baunir, kókosflögur, rúsínur og annað góðgæti.  Það er betra að geyma matinn í glerílátum en plasti auk þess sem þetta kemur góðu lagi á skipulagið.

Ef þið eruð ekki vön að kaupa kókosolíu þá hvet ég ykkur til þess, meðal annars vegna þess að:

“Kókosolían styrkir ónæmiskerfið og veitir þannig vörn gegn ýmsum sýkingum og er talin geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma. Hún eykur upptöku og nýtingu af Omega 3 og 6 fitusýrum og hefur góð áhrif á húð og hár, gefur hvorutveggja aukinn gljáa, eins vinnur hún gegn flösu og er sérstaklega góð á exem, ásamt öðrum húðkvillum. Er góð fyrir líkamann, bæði innvortis og útvortis.” (tekið af www.heilsubankinn.is)

“Kókosolía inniheldur um 50% lauric-sýru sem er sjaldgæf miðlungslöng fitusýrukeðja. Hún finnst einnig í móðurmjólk og stuðlar að eðlilegum efnaskiptum líkamans. Vegna þessarar fitusýru innihalda barnaformúlur oft og tíðum hreinar kókosolíur. Olían hefur einnig verið mikið rannsökuð vegna sinnar einstöku sveppa- og bakteríueyðandi eiginleika. Vísindamenn telja að lauric-sýra muni verða eins þekkt í framtíðinni og omega-3 fitusýrur eru í dag.” (tekið af www.heilsubot.is)

Semsagt góð fyrir útlitið, heilann, ónæmiskerfið og almenna starfsemi líkamans.

Kókosolían er besta olían til að nota til steikingar/baksturs því hún er mjög hitaþolin og missir því ekki sína góðu eiginlega við mikinn hita.  Þar sem hún er mettuð breytist hún heldur ekki í transfitusýrur við mikinn hita.

Athugið að Kalpressuð lífræn kókosolía er ekki það sama og kókosfeiti sem fæst við hliðina á smjörlíki í stórmörkuðum.  Kaldpressuð kókosolía er í sínu upprunalega formi og ekki búið að eiga við á neinn hátt með hita eða efnum.

Margir nota Kókosolíu í staðinn fyrir augnfarðahreinsi, sem líkamskrem eða djúpnæringu í hárið. Möguleikarnir eru endalausir.

Margir hafa í gegnum tíðina kvartað yfir því að þeim finnist kókosolían verða bragðvond en til þess að forðast það þarf að passa að olían sé ekki að bráðna og storkna aftur og aftur í krukkunni. Ef ykkur vantar fljótandi olíu er best að setja magnið í bolla og bollan í heitt vatn.

Ég vona að nú séuð þið sannfærð um ágæti kókosolíunnar, krukkurnar eigi eftir að hrannast upp hjá ykkur og þessi hugmynd eigi því eftir að koma sér vel 🙂

Kókosolía

krukkur

kókosolíukrukkur

kókosolíukrukkur

Döðlumauk

Ég veit eiginlega ekki hvort þetta teljist sem uppskrift eða hugmynd.  En að gera dölumauk er mjög góð leið til að minnka sykurneysluna.

Látið döðlur (best að setja heilan poka) liggja í bleyti í ca.30 mín og maukið svo í matvinnsluvél.  Má líka setja í pott, setja vatn svo fljóti yfir og sjóða í ca10 mín, kæla og setja í matvinnsluvél.  Fyrri aðferðin er einfaldari og þægilegri en seinni aðferðinina er gott að nota ef maður er í tímaþröng.

Best að setja í stóra glerkrukku og nota svo í staðinn fyrir sykur.

Döðlumauk