Einfaldasta gerð af heimagerðu morgunkorni

Þetta er einfaldasta morgunkornið sem ég útbý fyrir fjölskylduna.  Þetta er það einfalt að það er varla hægt að kalla eldamennsku, frekar blöndun 🙂

Þetta bragðast mjög vel saman og góð leið til að koma sólblómafræjum í litla kroppa.  Þar sem ég hef notað glúteinlausar Sollu kornflögur í stað erfðabreytts Keloggs Cornflakes er það í dýrara lagi.  Ég hef því notað þetta morgunkorn út á þykkan smoothie til að fá frekari fyllingu.

Hráefni:

 • 6 dl kornflögur
 • 2 dl kókosflögur
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl smátt saxaðar möndlur
 • 1 dl þurrkaðir ávextir (rúsínur, trönuber, saxaðar döðlur)

morgunkorn

Sólblómafræ eru svo dásamlega holl, þau eru gríðarlega rík af E-vítamíni, magnesíum, selen, B1,B6, fosfóri og fólinsýru. Semsagt góð fyrir húðina, taugakerfið, hafa bólgueyðandi áhrif og góð fyrir kólesterólið

Suðrænn Chia grautur

Þessi morgunmatur er mjög frískandi og skemmtilegur.  Ég hef sjeikinn nokkuð þykkan og hann er borðaður úr skál og með múslí.

 • 1 mango eða 3-4 dl af frosnu
 • 3-4 dl ananas (frosin)
 • 3 msk chia fræ (búin að liggja í bleyti yfir nótt)
 • 2,5 dl kókosvatn
 • 2-3 msk kókosmjöl
 • 2 msk kókosolía
 • 3 msk hveitikím
 • 1-2 msk hunang

Allt sett í blandarann og blandað þangað til silkimjúkt.

Ef þið viljið hafa hann þynnri, þá bara slepppið þið kókosmjölinu og setjið meiri vökva.

Ef ykkur finnst hann ekki nógu sætur þá getið þið bætt nokkrum dropum af Steviu við (2-4 dropa).

Suðrænn Chia grautur

Brauð

Brauð er dæmi um það hvað hægt er að gera einfaldan hlut flókin.  Hvað þarf til að baka brauð?  Mjöl, vatn og lyftiefni, jú og kannski smá salt og gott að hafa fræ, það þýðir uþb. 5 innihaldsefni.  En hafið þið lesið utan á stórmarkaðsbrauðið?  Það eru allt upp í 20 innihaldsefni.  Allskonar lyftiefni, meðhöndlunarefni, rotvarnarefni osv.fr.

Það er mjög einfalt mál að baka brauð sjálfur.  En reyndar er það svo að ofninn sem ég á núna getur bara alls ekki bakað brauð, amk. kenni ég ofninum um það en ekki mér, því að á gamla staðnum fór ég létt með það.  En ég bjarga mér með því að búa til deig og baka svo bara bollur eða smábrauð 🙂 Það er líka voða þægilegt að frysta það svoleiðis og kippa svo út einni og einni bollu.

Hér er uppskrift af uppáhalds brauðbollunum mínum, en það kemur aðallega til af því hvað þær eru fljótlegar 😉  Uppskriftin er upprunarlega annaðhvort frá Sollu eða Sigrúnu (cafesigrun).  Ég er búin að baka þessar bollur svo oft að ég er löngu hætt að vigta og mæla, þetta er bara eitthvað slump.  Farið frekar eftir tilfinningu heldur en eftir nákvæmu máli í uppskriftinni.  Ef það er of þurrt verða bollurnar of þurrar.  Ef það er alltof blautt/þunnt verða bollurnar blautar.

 • 600 gr spelt (fínt og gróft)
 • 2 msk vínsteinslyftiduft
 • skvetta af sítrónusafa
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk himalayjasalt
 • 3-5 msk fræ eftir smekk (ég set oftast sólblómafræ og sesmafræ)
 • 5 dl vökvi (vatn/ rísmjólk/ ab mjólk)

Hrærið öllu saman.  Deigið á að vera of lint til að hnoða en samt hanga saman, svipað og mjög þykkur hafragrautur.  Setjið litlar bollur með skeið á bökunarplötu og inn í ofn. Bakið í ca 30 mín v/ 170°c

Brauð

Mangósmoothie í dulargervi

Þessi smoothie var gerður einn seinnpartinn og var alls ekki gerður í nógu stóru upplagi því það var mikið kvartað þegar hann kláraðist.

1 stórt mango (eða stór bolli af frosnu)

1 epli

1 grænkálsblað

3 msk hveitíkím

1 lúka mulberry ber (Flokkast undir Ofurfæði, eru mjög bragðgóð og mjög C-vítamínrík)

1 msk kókosolía

mangosmoothie

Berjagleði

Þessi drykkur var búin til í tilefni þess að allir fjölskyldumeðlimir sem voru heima þá stundina voru með kvef.  Algert ofur og líka mjög bragðgóður.

2,5 dl bláber

2,5 dl jarðaber

Stórt blað af grænkáli

1 lúka Goji ber

1 lúka Mulberry ber (mjög C-vítamín rík)

300 ml kókosvatn
Allt sett í blandarann og blandað þangað til silkimjúkt. Ef hann er of þykkur þá bara setjið þið meiri vökva.

Berjagleði