Námskeið

Það eru alltaf einhver skemmtileg námskeið á dagskránni. Það er misjafnt eftir árstíma hvað er vinsælast.

Öll námskeið bókast í gegnum vefverslunina og ef smellt er á hvert námskeið fyrir sig koma upplýsingar um hvað við búum til. Þegar þú hefur greitt námskeiðisgjaldið færðu senda kvittun tilbaka og í henni eru linkar á þau skjöl sem fylgja námskeiðinu. Til dæmis uppskriftahefti og innkaupalisti.

Öll námskeið eru rafræn í gegnum samskiptaforritið zoom. Zoomlinkur er sendur 1-2 dögum fyrir námskeiðið og við vinnum svo saman, hægt er að spyrja eða senda spurningar í gegnum spjallglugga á forritinu. Það er mat allra sem hafa bæði komið á námskeið sem er á staðnum og haft námskeið svona rafrænt heima í sínu eigin eldhúsi að það er mun betri kostur.

Ég býð einnig upp á námskeið fyrir fyrirtæki og hópa og fer verðið aðeins eftir stærð hópsins. Nammi námskeiðin hafa til dæmis verið mjög vinsæl hjá hópum. Til að fá upplýsingar um verð og lausar dagsetningar hafið samband í tölvupósti: heilsumamman@gmail.com