Gott áframhald – framhaldsnámskeið Mars

kr.14.900

Category:

Description

Framhaldsnámskeiðið er fyrir alla sem hafa áður lokið Gott start námskeiði.

Námskeiðið verður 4 vikur! Við byrjum 1.Mars!

Námskeiðið er með svipuðu sniði og Grunn námskeiðið. Það verða sendir daglegir fræðslu/hvatningarpóstar. Efnið verður meðal annars um bólgur, bólgueyðandi fæðu, detox, lífræna fæðu, sogæðakerfið, heimatilbúnar hreingerningarvörur, öndun og margt fleira.

Upphafsspjall í byrjun og einnig ætlum við að skoða My Fitness pal sem verkfæri til þess að vita hvað við erum að borða núna og sjá hvort við erum að fá nægar trefjar og prótein.

Við ætlum að elda saman 3x (alltaf á þriðjudögum en auðvitað hægt að horfa síðar).
Aðaláherslan er á fljótlega rétti.

Í fyrstu vikunni koma inn nokkrar litlar sýnikennslur sem þið getið horft á þegar ykkur hentar. T.d. Bólgueyðandi túrmerik drykkur, poppað amarant og nammikúlur, næringarríkar smákökur og margt fleira.

Namminámskeið er innifalið í námskeiðinu; fimmtudaginn 16. mars. Námskeiðið er tekið upp svo það er möguleiki að horfa á upptökuna síðar ef þið náið ekki að vera með á rauntíma.
Rafbókin “Næringaríkt nammi” fylgir með.

Uppskriftahefti með nýjum uppskriftum.
Sýnikennslur eru aðgengilegar í 2 mánuði eftir að námskeiði lýkur svo það er ekkert stress þó að það náist ekki að fylgjast með öllu á rauntíma.

Verð 14.900 kr

Published by