Gott start – Brot af því besta í 7 daga

kr.15.800

Category:

Description

Það er komið að því að taka saman 7 daga á hreinu og næringarríku fæði. Þetta er ekki hreinsun eða detox, bara alvöru matur og fullt af grænmeti og annarri gleði.
Þetta námskeið hentar öllum sem vilja aðeins bretta upp ermarnar og bæta mataræðið sitt og allrar fjölskyldunnar. Langar þig kannski til að skipuleggja þig aðeins betur í eldhúsinu til að einfalda matreiðsluna án þess að gefa afslátt af hollustunni.

Þú færð sendann Innkaupalista og uppskriftahefti áður en við hefjumst handa. 1 sinni á dag er live útsending í lokaða FB hópnum sem þið fáið aðgang að og við möllum saman. Þetta er ýmist kvöldmatur, morgunverður eða nasl ásamt smá laugardagsnammi. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn þegar það hentar þér betur. Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í mánuð eftir að námskeiði lýkur.

Allar uppskriftirnar eru án glúteins, mjólkur og sykurs. Þú ræður hvort þú ferð algjörlega eftir matarskipulaginu eða að hluta til. En námskeiðið snýst allt um það að bæta inn góðum venjum, hugmyndum og uppskriftum til frambúðar. Uppskriftirnar innihalda bæði grænmeti, fisk, kjúkling og lambakjöt. Þú aðlagar matarplanið að því hvort þú borðir fisk og kjöt eða ekki. Allar sýniskennslurnar innihalda ekki nein dýraprótein og henta því þeim sem eru vegan.

Innifalið í námskeiðisgjaldinu:
Uppskriftahefti með 45 uppskriftum
Innkaupalisti
Rafbókin Sumarlegar uppskriftir
Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
6 lítil matreiðslunámskeið sem dreifast yfir vikuna. Þau eru mislöng, við byrjum á 1,5 klst „prepp“ degi en hin eru styttri.
Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.
Að þessu sinni fylgir líka aðgangur að námskeiðinu „Sumarleg sætindi“ sem verður haldið þann 9.júní á zoom.

Námskeiðið fer fram 30.maí – 6.júní en upphafsfyrirlestur og FB hópur eru aðgengilegir frá 27.maí. Aðgangur að Facebook hópnum og þar með talið öllum sýnikennslum og fyrirlestum er svo til lok júní.

Námskeiðið kostar 15.800 kr

Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Published by