kr.4.900
Description
Langar þig að búa til nammi sem inniheldur næringarrík hráefni?
Matreiðslunámskeið heima í eldhúsinu þínu.
Hvernig væri að eiga notalega stund heima og fylla nokkur box af ljúffengum sætindum?
Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti ásamt zoom link nokkrum dögum fyrir námskeið.
Það er frábær hugmynd að bjóða maka, börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum að taka þátt með þér.
Það sem við búum til:
Karamellukökubitar
Próteinboltar
Sætir og stökkir döðluklattar
Súkkalaðiplata eftir eigin höfði
Dagsetning og tími:
Fimmtudaginn 16.mars kl. 18.00-20.00
Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan.
Nammið er sætt með döðlum, eitt með hlynsírópi og kókospálmasykri og svo notum við líka dökkt súkkulaði.
Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.
Námskeiðið verður tekið upp og því hægt að horfa síðar á upptökuna ef tíminn hentar þér ekki. Upptakan verður send daginn eftir.
Sjáumst 🙂
Published by