Næringarríkt nammi – 22.nóvember

kr.4.900

Category: Tag:

Description

Nammi námskeið heima í eldhúsinu þínu.

Langar þig að læra að búa til næringarríkt nammi fyrir þig og þína?

Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti ásamt zoom link nokkrum dögum fyrir námskeið.
Það er frábær hugmynd að bjóða maka, börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum að taka þátt með þér.

Það sem við búum til:

Súkkulaðihúðaðar konfektkúlur
Dekurdöðlur
Snjóboltar
Súkkulaðiplata eftir eigin höfði

Dagsetning og tími:
Miðvikudaginn 22.nóvember kl. 18.00-20.00

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan.
Við notum mest döðlur til að sæta en í einni uppskrift er notast við hlynsýróp. Þar sem hver verslar fyrir sig er auðvelt að aðlaga þetta að þeirri sætu sem þið viljið nota.

Þátttökugjald: 4900 kr
Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.

Námskeiðið verður tekið upp og því hægt að horfa síðar á upptökuna ef tíminn hentar þér ekki.
Upptakan verður send til ykkar daginn eftir námskeiðið.

Sjáumst 🙂

Published by