Nasl og nesti í sumar – sumarlegt namminámskeið

kr.4.900

Category:

Description

Viltu fá frábærar hugmyndir af sætum bitum fyrir útilegurnar, fjallgöngurnar, útiveruna og sumarbústaðaferðirnar.

Það sem við gerum:

• Karamellurís
• Múslíkúlur
• Hnetustangir með súkkulaði
• Sumarlegar sítrónukúlur

Þú færð sendan innkaupalista og undirbúningsplan, uppskriftahefti og hittumst svo í gegnum Zoom forritið og eldum saman.
Allir verða í sínu eldhúsi, með sínar græjur og þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að fylla ísskápinn af allskyns góðgæti sem þú getur notið næstu daga.

Miðvikudaginn 15.júní
Námskeiðið byrjar kl. 18.00 og því lýkur kl. 20.00.
Námskeiðið verður tekið upp og hægt að horfa á upptökuna þegar þér hentar innan mánaðar.

Verðið er 4900 kr og þú getur boðið maka, börnum eða barnabörnum að vera með þér á námskeiðinu.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina. Flest nammið er aðeins sætt með döðlum en hnetustangirnar innihalda kókospálmasykur. Einnig er er notað dökkt súkkulaði en þið veljið hvaða tegund og þar af leiðandi sykurinnihaldinu.

Hægt að er sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Published by