Tertur, ís og eftirréttir – 8.desember

kr.4.900

Category:

Description

Skemmtilegt námskeið þar sem við búum til næringarríkar tertur og eftirrétti.

Matseðillinn:
Tíramísú terta (hægt að gera súkkulaði ef þú elskar ekki kaffi)
ÍS – val um að gera súkkulaði eða vanillu
Snickers bitar

Fimmtudaginn 8.desember kl. 18.00-20.00

Námskeiðinu fylgja uppskriftir af fleiri eftiréttum sem þið getið dúllast við heima.
Við förum yfir hráefnin, trixin og hvernig þið getum breytt og bætt til að fullkomna ykkar útgáfu.

Námskeiðið kosta öll 4900 kr skiptið en athugið að ef keypt er nammi námskeið líka er gefin afsláttur.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.
Við notum mest döðlur til að sæta en í nokkrum uppskriftum er notast við hlynsýróp eða kókospálmasykur. Þar sem hver verslar fyrir sig er auðvelt að aðlaga þetta að þeirri sætu sem þið viljið nota.

Námskeiðið verður tekið upp og því hægt að horfa síðar á upptökuna ef tíminn hentar þér ekki.
Upptakan verður send til ykkar daginn eftir námskeiðið.

Sjáumst 🙂

Published by