Döðlumauk

Ég veit eiginlega ekki hvort þetta teljist sem uppskrift eða hugmynd.  En að gera dölumauk er mjög góð leið til að minnka sykurneysluna.

Látið döðlur (best að setja heilan poka) liggja í bleyti í ca.30 mín og maukið svo í matvinnsluvél.  Má líka setja í pott, setja vatn svo fljóti yfir og sjóða í ca10 mín, kæla og setja í matvinnsluvél.  Fyrri aðferðin er einfaldari og þægilegri en seinni aðferðinina er gott að nota ef maður er í tímaþröng.

Best að setja í stóra glerkrukku og nota svo í staðinn fyrir sykur.

Döðlumauk

Einfaldir og súper góðir íspinnar

Ótrúlega góðir íspinnar sem tekur ca 3 mín að gera.  Geri þetta stundum þegar tíminn er naumur.  Krökkunum finnst þetta virkilega gott og mér líka.  Lífrænt, engin aukaefni og engin viðbættur sykur.  Flaskan dugar í 14 stykki og kostar því íspinninn 42 kr.

íspinnar

Aðferð:  Opnið flöskuna og hellið í íspinnamót, frystið og borðið 🙂

Heslihnetukúlur

Einfalt og þægilegt laugardagsnammi eða bara mánudagsnammi því það er heilmikil næring í því.

 • 1 bolli heslihnetur
 • 2 bollar döðlur / rúsínur (gott að blanda saman)
 • 1 bolli sesamfræ
 • 2-3 msk chia fræ
 • 1 tsk vanilla
 • 3-4 msk kakóduft
 • nokkrir dropar stevia

Leggið  döðlurnar í bleyti í smástund svo þær verði mjúkar.  Hneturnar og sesamfræin sett í matvinnsluvélina og svo döðlunum/rúsínunum bætt rólega út í.  Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli, hreinu kakói eða hnetumulningi.  Mjög sniðugt verkefni fyrir litlar hendur 🙂

Hamp-nammi

Þetta er alveg hrikalega gott nammi og telst eiginlega bara sem vítamín nammi því það er svo hollt.  Fullt af próteinum, trefjum, góðum fitusýrum, kalki ofl. gæti örugglega skrifað heila blaðsíðu um það hvað það er hollt, en ætla að sleppa því og gefa ykkur bara uppskriftina.  Ég fann uppskriftina á www.greenkitchenstories.com sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég átti ekki allt sem átti að fara í uppskriftina svo ég neyddist til að breyta henni aðeins.  Það kom alveg ljómandi vel út svo ég hugsa að ég haldi mig við hana.

Hráefni:

 • 1/2 bolli graskersfræ
 • 1/2  bolli hampfræ (fást í Sollu-hillunni)
 • 1/2 bolli sesamfræ
 • 1 bolli kókosflögur/kókosmjöl
 • 1 bolli döðlur
 • 4 msk kókosolía
 • 2 msk hnetusmjör (hreint)
 • 4 msk hreint kakó
 • 1 tsk vanilla

Aðferð:

 1. Leggið döðlurnar í bleyti í kalt vatn í 20-30 mín eða hellið yfir þær heitu vatni og látið liggja í smástund.
 2. Setjið allt hráefnið nema kókosolíuna og döðlurnar  í matvinnsluvélina og blandið í smástund. Það má vera smá “crunchy”. / Eða ef þið eigið ekki matvinnsluvél, malið með töfrasprota.
 3. Setjið eina og eina döðlu í einu (nema þið séuð með mega túrbó matvinnsluvél sem ræður við allt í einu) og setjið svo kókosolíuna út í líka (ekki bræða hana, best að hún sé við stofuhita).  Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá má bara mauka döðlurnar með töfrasprota og blanda svo saman með sleif/höndum.
 4. Setjið deigið á smjörpappír, þjappið því og látið kólna. Skerið svo í bita og geymið inni í ísskáp.

 

Hampnammi