Ég veit eiginlega ekki hvort þetta teljist sem uppskrift eða hugmynd. En að gera dölumauk er mjög góð leið til að minnka sykurneysluna.
Látið döðlur (best að setja heilan poka) liggja í bleyti í ca.30 mín og maukið svo í matvinnsluvél. Má líka setja í pott, setja vatn svo fljóti yfir og sjóða í ca10 mín, kæla og setja í matvinnsluvél. Fyrri aðferðin er einfaldari og þægilegri en seinni aðferðinina er gott að nota ef maður er í tímaþröng.
Best að setja í stóra glerkrukku og nota svo í staðinn fyrir sykur.