Ljúffengur súkkulaðiís (mjólkurlaus)

Hér kemur uppskrift af einföldum mjólkurlausum súkkulaðiís sem er mjög vinsæll á þessu heimili.  Ég bý oftast til súkkulaðiís þar sem meira kókosbragð verður áberandi af vanilluísnum og ekki öllum sem þykir það gott.   Kosturinn við þennan ís er líka sá að engin hvítur viðbættur sykur er í honum heldur er hann sættur með döðlum sem gefa jafnframt góða mjúka áferð.

ís

Hráefni: 

 • 1 dós kókosmjólk (ath. best ef hún inniheldur 70-80 % kókos)
 • 1,5 dl döðlur
 • 2 msk hreint kakó duft
 • örlítið af hreinni vanillu og pínku pons salt
 • Það má bæta út í ísinn gotteríi eftir smekk og tilefni.  Það er gott að hafa hann eintómann með sósu en spari ísinn gæti innihaldið mulið oreo kex, appelsínusúkkulaði eða fyllt piparmyntu súkkulaði.  (Þá er sykurmagnið auðvitað orðið meira en hér er hægt að ráða ferðinni).

Aðferð: 

 1. Setjið allt í blandara og blandið vel.
 2. Bætið saman við ísinn súkkulaði eða öðru sem þið viljið hafa í stórum bitum.
 3. Hellið ísnum í box og setjið í frysti.
 4. Gott að taka hann út 20 mín áður en á að snæða hann.


ís

Ef blandarinn ykkar er ekki sá kraftmesti er gott að nota fersku mjúku döðlurnar (munið bara að taka steininn úr).

Ef þið notið þurrkaðar döðlur er góð hugmynd að leggja þær í bleyti í klukkutíma áður en þið hefjist handa svo þær mýkist.

Hér er uppskrift af góðri súkkulaðisósu sem  harðnar

Þetta er dæmi um mjög bragðgóða kókosmjólk 🙂

kókosmjólk

Hún er reyndar ekki lífræn en innhaldslýsingin er svona:  Hún fæst t.d. í Nettó og Fjarðarkaup og kostar í kringum 230-250 kr dósin.

kókosmjólk

 

Verði ykkur að góðu 🙂

ís

Kanil latte

Ég er svo spennt að setja þessa uppskrift inn því ég hef verið að missa mig yfir þessum drykk á hverjum morgni síðustu vikuna.  Ég hef ekki gert hann eins á hverjum degi því ég hef verið að prófa mig áfram með mismunandi hráefni svo bollinn er spennandi á hverjum morgni.

Sú sem ber ábyrgð á þessu nýja æði mínu er Sigurbjörg einkaþjálfari í World class.  Í síðustu viku hittumst við til að undirbúa nammi námskeið sem ég hélt fyrir hópinn hennar.  Hún bauð mér upp á drykk og þar með fór boltinn að rúlla.  Hennar drykkur innihélt reyndar ennþá meira ofurfæði og sérstakt te en ég er búin að einfalda uppskriftina aðeins og ég mun hér gefa ykkur mína uppskrift eins og ég hef gert hann síðustu vikuna.

Hugmyndin er í raun sára einföld og ótrúlegt að mér hafi aldrei dottið í hug að gera þetta.  Ég hef stundum búið til Bulletproof kaffi með því að blanda saman kókosolíu, smjöri og kaffi í blandaranum en aldrei dottið í hug að gera það sama við te. Kannski er Kanil latte ekki besta orðið því það er hvorki kaffi né mjólk í drykknum en mér fannst það styttra og einfaldara en Kryddaður og krassandi vetrardrykkur 😉

kanil-latte

Hráefni:

 • Uppáhellt te, 1 stór bolli,  ég hef notað Star Anis and Chinnamon frá Pukka sem er í algeru uppáhaldi
 • 1 msk kókosolía
 • 1 msk möndlusmjör
 • 1/2 tsk kanill
 • dash af hreinni vanillu, ceyenne pipar og himalayjasalti
 • Sjá hugmyndir hér að neðan af fleira gotteríi sem má bæta við drykkinn.

Aðferð:

 1. Setjið í blandara  og blandið þangað til drykkurinn er flottur og freyðandi
 2. Það eina sem þið þurfið aðeins að hugsa um er hvort blandarinn ykkar þoli heitt vatn.  Ég hef látið teið standa í allt að 10 mín svo það sé ekki alveg sjóðandi heitt.

 

En til að hafa smá tilbreytingu í þessu ætla ég að segja ykkur hverju ég hef bætt saman við og það hefur allt komið ótrúlega vel út. (Samt kannski ekki allt í einu en prófið ykkur áfram til að finna ykkar bragð 🙂 )

 

Að bæta 1 tsk af kakói út í blandarann er ótrúlega gott.

 

Kanil latte

Að bæta einum litlum bita af kakósmjöri út í blandarann gefur líka ótrúlega gott súkkulaðibragð.

Kanil latte

Ég hef bæði prófað að setja út í 1 tsk af Lucuma dufti og eins hef ég prófað að setja 1 tsk af Baobab dufti saman við. Hvoru tveggja mjög gott.  Hvoru tveggja telst undir ofurfæði.

Kanil latte

Ég átti þessar fínu lífrænu olíur, annarsvegar heslihnetuolíu og hinsvegar valhnetuolíu.  Ég prófaði að setja þær í staðinn fyrir kókosolíuna.  Það kom virkilega vel út.

img_0089

Það má bæta við nokkrum dropum af stevíu ef þið viljið fá smá sætu en ég hef alveg sleppt því og finnst það ekki þurfa.

En af hverju er þessi drykkur svona frábær?  Fyrir utan þá staðreynd auðvitað að hann er mjög bragðgóður.

Teið inniheldur góðar jurtir (mismunandi áhrif eftir hvaða te er notað),  kókosolían hefur góð áhrif á meltinguna og húðina, möndlusmjörið inniheldur góða fitu og prótein sem gefa seddu tilfinningu í langan tíma.  Kanillinn hefur góð áhrif á blóðsykurinn, styrkir ónæmiskerfið auk þess að vera hjálpsamur í baráttunni við krónískar sveppasýkingar.  Cayenne piparinn er talin vera ein af bestu lækningajurtum í heiminum, hann eykur brennsluna og dregur úr bólgnum.  Nú er bara að skottast inn í eldhús og byrja að blanda.

Að lokum er hér ein af okkur stöllum sem tekin var á námskeiðinu í nóvember.

Kanil latte

 

Verði ykkur að góðu og það væri gaman að heyra frá ykkur ef þið prófið uppskriftina

Kveðja,

Oddrún

 

 

Karmellurís í nýjum útfærslum

Um daginn fór gömul nammiuppskrift á flug. Henni var deilt eins og vindurinn enda stendur hún svo sannarlega fyrir sínu þrátt fyrir að hafa verið lengi á vefnum.  Það var nokkkuð langt síðan ég hafði búið nammið til og ákvað því að gera smá tilraunir með annað hráefni en það sem var notað í upprunalegu uppskriftinni.  Eftir að ég byrjaði að nota vörurnar frá Kaju Organic hef ég nefnilega notað mikið Blásnu hýðishrísgrjónin á namminámskeiðunum og eins langaði mig að sjá hvort poppaða amarantið sem ég hef líka verið að nota á námskeiðunum gæti gengið í þessa uppskrift.

IMG_1822

 

Þetta var alvöru tilraunaverkefni:  3 mismunandi gerðir til að kanna hver kæmi best út.

IMG_1810

Hráefni:

 • 80 gr kókosolía
 • 40 gr kókospálmasykur
 • 170 gr döðlur
 • 2 dl blásin hrísgrjón, poppað amarant eða kornflex
 • 1 dl möndlur
 • 1 dl sesamfræ
 • smá salt
 • smá hreint vanilluduft
 • 100 g brætt 70 % súkkulaði eða heimatilbúið súkkulaði til að setja yfir í lokin.

 

Aðferð:

 1. Setjið döðlur, kókosolíu og sykur í pott og hitið saman við lágan hita.
 2. Maukið með töfrasprota.
 3. Hrærið öllu gúmmilaðinu saman við döðlumaukið og blandið öllu vel saman.
 4. Setjið í mót (klæddu bökunarpappír) og inn í frysti í smástund.
 5. Takið úr frysti og hellið brædda súkkulaðinu yfir og setjið inn í frysti aftur í smástund.
 6. Skerið í litla bita og geymið í ísskáp.

 

Hér sést hvernig poppað amarant lítur út, það er bæði hægt að poppa sjálfur eða kaupa poppað frá Kaju Organics, það fæst að minnsta kosti í Fjarðarkaup, en ég veit ekki með aðrar verslanir.

IMG_1813

 

Blásnu hýðisgrjónin frá Kaju, alger snilld í nammi gerðina

IMG_1814

Nammið með blásnu grjónunum

IMG_1822

Amrant útgáfan:  Ég var ekki nógu þolinmóð og hellti súkkulaðinu yfir áður en blandan fraus þannig að súkkulaðið lak í gegnum allt og settist á botninn en það kom bara mjög skemmtilega út 🙂

IMG_1831  IMG_1836

Niðurstaða þessara tilrauna var sú að það er bæði betra.  Bara mismunandi gott.  Ég gerði líka þriðju tilraunina og ákvað að sleppa sykrinum alveg og niðurstaðan var sú að bitarnir eru alveg nógu sætir án sykurs en áferðin verður allt önnur þegar sykurinn er notaður.  Bitarnir verða stökkir og tja það verður bara að segjast, margfalt betri, ég hefði eiginlega ekki trúað því að það yrði svona mikill munar á ekki meira magni en þetta, var með 40 g í uppskriftinni.  Bitarnir sem voru með engum sykri urðu seigari og mýkri.

Þetta nammi verður klárlega gert nokkrum sinnum í sumar því ég ég lofað ykkur 🙂

Gangi ykkur vel að prófa ykkur áfram

 

Sjúklega góð súkkulaðiplata

Dökkt súkkulaði…er til eitthvað betra, ég bara spyr?

Ég hef notast nokkuð lengi við súkkulaðiuppskrift bæði heima og á namminámskeiðunum en mig langar oft í dekkra súkkulaði og svo er jú alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.  Oftast kaupi ég 70-85 % súkkulaði og finnst bara vanta allt súkkulaðibragð af því sem er ljósara.

Hér kemur mjög bragðgóð uppskrift af heimatilbúnu dökku súkkulaði sem ég hvet ykkur til að prófa.

heimagert súkkulaði

Hráefni:

 • 1,5 dl bráðið kakósmjör (bræðið við mjög lágan hita eða í vatnsbaði)
 • 1,5 dl kakó
 • 0,5-0,75 dl hlynsýróp
 • örlítið gott salt
 • örlítið vanilluduft
 • 1,5 dl gotterí ofan á plötuna eftir smekk, á myndunum er ég með goji ber, trönuber, mórber pekan hnetur og brasilíhnetur (aðrar góðar hugmyndir eru saxaðar möndlur, graskersfræ og kókosflögur)

Aðferð:

 1. Blandið súkkulaði hráefninu saman og leyfið blöndunni að kólna aðeins svo hún þykkni.
 2. Setjið blönduna í sílíkonmót eða hellið yfir bökunarpappír.
 3. Stráið yfir blönduna gotteríinu sem þið viljið nota.
 4. Stingið í ísskáp í ca. 30 mín eða í frysti í ca. 10 mín.
 5. Brjótið í litla (eða stóra) bita og setjið í skál og njótið í botn 🙂

 

Það er mjög þægilegt að nota sílíkonmót:

heimagert súkkulaði

Svo er bara að setja í fallega skál og njóta…..

heimatilbúið súkkulaði

Verði ykkur að góðu….

Dásamlegur kaldur kaffidrykkur

Á ferðalögum erlendis verð ég alltaf að koma við og fá mér að minnsta kosti einn frappuccino á Starbucks.  Ég er alveg laus við löngunina hér heima en sennilega eru það allar utanlandspælingarnar þessa dagana sem komu þessari löngun af stað.  Þar fyrir utan skein sólin hátt á lofti og hitastigið var alveg komið upp í 5 gráður og hægt að fara út á peysunni vhúúúhúúú 🙂   Ég skellti í hollari útgáfu af köldum kaffidrykk og útkomin var dásamleg.  Þetta á eftir að vera gert oft í sumar skal ég segja ykkur.

 

 

frappó

 

Hráefni:

 • 2 dl kalt sterkt kaffi
 • 2 dl vatn
 • 1/2 dl möndlur
 • 4-6 litlar döðlur (magn eftir smekk)
 • nokkrir karamelludropar frá Natali (ca svona 1/2 tsk)
 • 2 dl klaki
 • Rifið súkkulaði ofan á til skrauts (Þarf ekki)

 

Aðferð:

 1. Setjið allt í blandarann og blandið vel.
 2. Það er nauðsynlegt að láta blandarann ganga það lengi að möndlurnar blandist alveg og séu ekki í flygsum í drykknum.
 3. Hellið í stórt glas og drekkið… helst úti í sólinni 🙂

frappó

OK, ég veit það að venjulegur Frappoccino er með þeyttum rjóma, yfirleitt karamellu eða súkkulaðisósu en þessi dugar fínt fyrir mig enda var tilgangurinn að búa til hollan kaffidrykk.   Ég raspaði 85 % súkkulaði yfir til að gera drykkinn aðeins meira “djúsí” og það kom vel út.

Hérna eru karamelludroparnir sem ég notaði, þeir eru lífrænir og án allra aukaefna og alveg einstaklega bragðgóðir:

Poppaðar amaranth nammikúlur

 

frappó

Verði ykkur að góðu 🙂

Hvíti chia grauturinn

Hæ aftur 🙂

Búin að vera í dásamlegu sumarfríi og bara búin að vera í fríi frá blogginu líka.   Við fjölskyldan nutum þess að vera í tæpar 3 vikur í Stokkhólmi og nágrenni.  Yndisleg borg sem ég mæli með að þið heimsækið.  Prófuðum í fyrsta skipti íbúðarskipti og ég á pottþétt eftir að segja ykkur meira frá því síðar.

photo 1 (1) photo 2 (1)

Í svona fríi er nú ýmislegt sem fer úr skorðum í mataræðinu en að mínu mati er tvennt sem skiptir máli.   Í fyrsta lagi er það að NJÓTA!   Njóta þess að borða góðan mat og njóta þess að vera til og ALLS EKKI vera með eitthvert samviskubit.  Í öðru lagi að horfa á heildarmyndina, ef við höldum nokkrum hlutum í góðu lagi, erum til dæmis með mikið af grænmeti með matnum, borðum mikið af ávöxtum og berjum, pössum að drekka mikið vatn, hreyfum okkur mikið og fáum meirii svefn en vananlega vinnur það á móti öllu hinu.

Það er tvennt sem ég gerði alla ferðina og fannst muna miklu og það er annars vegar sítrónuvatnið á morgnanna og hitt var chia grauturinn.  Chia fræin eru svo svakalega trefjarík og halda meltingunni í toppformi.  Mörgum finnst chia grauturinn svo ógirnilegur svona grár og ljótur og slepjulegur en þá er um að gera að prófa hvíta chia grautinn.  Topp útgáfan er að sjálfsögðu heimagerða möndlumjólkin en þar sem ég var ekki með aðgengi að blandara úti notaði ég keypta kókosmjólk en aðal dekrið var að setja þau út í jógúrt.  Þar sem 2 af börnunum eru nánast mjólkurlaus voru þau alveg vitlaus í mjólkurlausa jógúrtið frá Planti, fékkst í mörgum bragðtegundum og þeim fannst erfitt að velja hvað væri best, sennilega creamy vanilla.  Þessi jógúrt eru unnin úr óerfðabreyttu soja en þau eru að sjálfsögðu langt frá því að vera sykurlaus.  En þetta var skemmtileg tilbreyting.

En í dag ætla ég að gefa ykkur uppskriftina af hvíta chia grautnum með heimagerðu möndlumjólkinni.

Hvítur chiagrautur

Hráefni:

(handa einum)

 • 2 msk chia fræ
 • 200 ml vatn /möndlumjólk / jógúrt

Aðferð:

 1. Hrærið saman chia fræjum og vatni eða möndlumjólk.
 2. Látið liggja í ca. 10 mín.
 3. Bætið við ávöxtum t.d. epli, mangó eða berjum
 4. Ofaná er gott að setja mórber, kókosflögur, hnetur eða kanil

 

Heimagerða möndlumjólkin

Gerir uþb. 2 lítra

 • Möndlur 250gr
 • Vatn 1,5-2 litrar
 • 2 döðlur
 • 1/2 tsk hreint vanilluduft
 1. Leggjið möndlurnar í bleyti yfir nótt.
 2. Hellið vatninu af og skolið möndlurnar vel.
 3. Setjið nú í blandara, möndlurnar ásamt hreinu vatni. Það er gott að byrja á því að setja lítið meðan þær eru að maukast en bæta svo við meira vatni.
 4. Ég sigtaði mjólkina hér áður fyrr en er hætt því og hef hana bara nokkuð “grófa” til að hún sé næringarríkari. Hér getið þið líka hellt henni í gegnum sigti ef þið viljið hafa hana “fínni”.

Mjólkin geymist í um það bil 4 daga í ísskáp.

hvíti chia grauturinn

En svo er það líka þannig að allur matur bragðast betur utandyra í góðu veðri 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂