Um mig

Velkomin á heimasíðuna mína,

Hér finnur þú næringarríkar og bragðgóðar uppskriftir.  Uppskriftirnar sem ég set inn eru í flestum tilfellum fljótlegar, einfaldar og þægilegar.  Áherslan hjá mér er ekki á veislumat heldur frekar eitthvað sem er gott að grípa til í annríki hversdagsleikans.

Ætlunin er líka að safna efni á síðuna sem tengist mataræði og líðan barna en ástæðan fyrir því að við fjölskyldan breyttum mataræðinu er sú að elstu dótturinni leið ekki nógu vel.  Hún var alltaf lasin, þreytt, oft með eyrnarbólgur og með exem sem hafði þau áhrif að henni leið bara alls ekki vel.   Þetta gjörbreyttist með því að taka út mjólkurvörur, litarefni og önnur aukaefni, hvítt hveiti, sykur og hafa fæðuna bara sem hreinasta og næringarríkasta.  Auk þess að breyta mataræðinu lögðum við áherslu á vítamín, góðar olíur og margt fleira.  Öll fjölskyldan hefur svo sannarlega grætt á þessari breytingu.

Það að sjá hversu mataræðið skiptir miklu máli varð til þess að ég dreif mig í nám í Heilsumarkþjálfun og útskrifaðist vorið 2013 frá Institute for Intergrative nutrition, NY.  Síðan þá hef ég haldið fjöldan allan af matreiðslunámskeiðum.  Ég nýt þess að hjálpa fleirum að bæta mataræði sitt og fjölskyldunnar og undir flipanum “námskeið” getið þið séð hvað er í boði hverju sinni.

Þetta matarblogg hjálpar mér að halda utan um uppáhalds uppskriftirnar og halda utan um það sem ég prufa nýtt og kemur vel út.  Vonandi geta þessar uppskriftir nýst fleirum.

Kveðja,

Oddrún

 Oddrun 10612_T

14 thoughts on “Um mig

 1. Sæl Hafdís heiti ég og þakka þér fyrir þessi skrif miki vildi ég að læknar á Íslandi færu að spá meirra í lactos og glúten óþol barna á landinu og ég get sagt þér að mjólkuróþol og hveitióþor er víðtækt og ógreint vandamál á Íslandi. Ég nokkur börn og þegar ein af dætrum mínum sem bjó í Svíþjóð eignaðist son sem greindist með mjólkuróþol fórum við að spá í þetta, Hún hefur sennilega verið með samskonar óþol alla ævi og eldi systir hennar var alltaf veik þegar hún var lítil flutti síðan til Svíþjóðar og fór eingöngu að neyta lactosfríar mjólkurvöru og glútenlausa vörum þá loksins komin á fertugsaldurinn fór henni að líða vel. Vildi líka benda á síður þar sem hægt er að fá glútenfrítt brauð og kökur http://www.facebook.com/HveitilausGodgaeti?fref=ts og sænska síðu þar sem byggt er á LCHF fæði en það er hveitilaust fæði sem gæti nýst þér að einhverju leiti, http://vardagfest.blogspot.se/ Takk fyrir að vekja athyggli á þessu vandamáli og deila uppskriftum.

  1. Sæl Hafdís,
   Takk fyrir þína sögu. Það var einmitt ástæðan fyrir því að mig langaði að vekja athygli á þessu, það virðist mjög lítið vera spáð í þetta. Ég hef margoft farið með mína stelpu til læknis en það hefur aldrei verið nokkru orði minnst á mataræði. Það er vonandi að heilbrigðisstarfsfólk fari að gefa fæðuóþoli meiri gaum. Takk fyrir að deila með okkur linkunum, ég kannast við íslensku síðuna en hef aldrei séð þá sænsku. Það var einmitt næsta skref á eftir mjólkurleysinu að taka glúteinið út líka.

   Takk fyrir að lesa 🙂
   Kær kveðja,
   Oddrún

 2. Til hamingju með þessa síðu Oddrún. Frábært framtak hjá þér. Þetta er alveg að mínu skapi 🙂 Hlakka til að prófa uppskriftirnar þínar.
  Kær kveðja
  Alma María

  1. Takk kærlega fyrir Alma 🙂
   Gaman að fá hrós frá svona heilsuskvísu eins og þér 😉
   Vonandi líka þér uppskriftirnar,
   Kær kveðja,
   Oddrún

 3. Sæl Oddrún
  Þetta er alveg frábær síða hjá þér.
  Á mínu heimili er einn sem er bæði með sykursýki og glutein óþol. Ég hef verið að prufa mig áfram síðustu ár að bæði baka og elda mat sem höfða til allra á heimilinu og svo gerist það sem ég held að allir lenda í að maður festist í að gera það sama aftur og aftur. Þess vegna varð ég ánægð að finna þessa síðu hjá þér. Nú get ég farið að brjóta upp munstrið og prufað eitthvað nýtt.
  Er með sjálf með nokkrar uppskriftir af glútenlausum brauðum og kökum sem eru alveg sjúklega góðar.
  Takk enn og aftur fyrir frábæra síðu.

  1. Sæl Dísa og takk fyrir,

   Alltaf svo gaman að heyra frá þeim sem eru að skoða síðuna 🙂
   Það væri frábært ef þú myndir vilja deila þessum uppskriftum, sjúklega góð glúteinlaus brauð og kökur hljómar mjög vel 🙂 Þú mátt senda mér á heilsumamman@gmail.com þá get ég prufað og birt þær svo á síðunni 😉
   Kær kveðja,
   Oddrún

 4. Gaman að rekast á síðuna þína Oddrún – á klárlega eftir að koma mikið við hér – snilld 🙂
  Kveðja, Arna Skúla – gamla skólasystir

 5. Gaman að lesa bloggið þitt Oddrún mín og ég hlakka til að prófa uppskriftirnar þínar 😉
  Kv. Imba (gömul skólasystir)

 6. Gaman að skoða uppskriftirnar hjá þér og þær gefa manni fullt af hugmyndum um hollustu fyrir fjölskylduna 😉
  En …… þar sem það er hnetu og möndlu ofnæmi og einnig óþol fyrir allskonar fræjum – hvað get ég notað í staðin fyrir t.d hnetusmjör ?
  kv Steinunn

  1. Sæl og takk fyrir 🙂
   Þá vandast málið ef þú getur ekki heldur notað möndlusmjör 🙁 Það fer sennilega eftir hvaða uppskrift þú ert að hugsa um ?

Leave a Reply