Kanil latte

Ég er svo spennt að setja þessa uppskrift inn því ég hef verið að missa mig yfir þessum drykk á hverjum morgni síðustu vikuna.  Ég hef ekki gert hann eins á hverjum degi því ég hef verið að prófa mig áfram með mismunandi hráefni svo bollinn er spennandi á hverjum morgni.

Sú sem ber ábyrgð á þessu nýja æði mínu er Sigurbjörg einkaþjálfari í World class.  Í síðustu viku hittumst við til að undirbúa nammi námskeið sem ég hélt fyrir hópinn hennar.  Hún bauð mér upp á drykk og þar með fór boltinn að rúlla.  Hennar drykkur innihélt reyndar ennþá meira ofurfæði og sérstakt te en ég er búin að einfalda uppskriftina aðeins og ég mun hér gefa ykkur mína uppskrift eins og ég hef gert hann síðustu vikuna.

Hugmyndin er í raun sára einföld og ótrúlegt að mér hafi aldrei dottið í hug að gera þetta.  Ég hef stundum búið til Bulletproof kaffi með því að blanda saman kókosolíu, smjöri og kaffi í blandaranum en aldrei dottið í hug að gera það sama við te. Kannski er Kanil latte ekki besta orðið því það er hvorki kaffi né mjólk í drykknum en mér fannst það styttra og einfaldara en Kryddaður og krassandi vetrardrykkur 😉

kanil-latte

Hráefni:

  • Uppáhellt te, 1 stór bolli,  ég hef notað Star Anis and Chinnamon frá Pukka sem er í algeru uppáhaldi
  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk möndlusmjör
  • 1/2 tsk kanill
  • dash af hreinni vanillu, ceyenne pipar og himalayjasalti
  • Sjá hugmyndir hér að neðan af fleira gotteríi sem má bæta við drykkinn.

Aðferð:

  1. Setjið í blandara  og blandið þangað til drykkurinn er flottur og freyðandi
  2. Það eina sem þið þurfið aðeins að hugsa um er hvort blandarinn ykkar þoli heitt vatn.  Ég hef látið teið standa í allt að 10 mín svo það sé ekki alveg sjóðandi heitt.

 

En til að hafa smá tilbreytingu í þessu ætla ég að segja ykkur hverju ég hef bætt saman við og það hefur allt komið ótrúlega vel út. (Samt kannski ekki allt í einu en prófið ykkur áfram til að finna ykkar bragð 🙂 )

 

Að bæta 1 tsk af kakói út í blandarann er ótrúlega gott.

 

Kanil latte

Að bæta einum litlum bita af kakósmjöri út í blandarann gefur líka ótrúlega gott súkkulaðibragð.

Kanil latte

Ég hef bæði prófað að setja út í 1 tsk af Lucuma dufti og eins hef ég prófað að setja 1 tsk af Baobab dufti saman við. Hvoru tveggja mjög gott.  Hvoru tveggja telst undir ofurfæði.

Kanil latte

Ég átti þessar fínu lífrænu olíur, annarsvegar heslihnetuolíu og hinsvegar valhnetuolíu.  Ég prófaði að setja þær í staðinn fyrir kókosolíuna.  Það kom virkilega vel út.

img_0089

Það má bæta við nokkrum dropum af stevíu ef þið viljið fá smá sætu en ég hef alveg sleppt því og finnst það ekki þurfa.

En af hverju er þessi drykkur svona frábær?  Fyrir utan þá staðreynd auðvitað að hann er mjög bragðgóður.

Teið inniheldur góðar jurtir (mismunandi áhrif eftir hvaða te er notað),  kókosolían hefur góð áhrif á meltinguna og húðina, möndlusmjörið inniheldur góða fitu og prótein sem gefa seddu tilfinningu í langan tíma.  Kanillinn hefur góð áhrif á blóðsykurinn, styrkir ónæmiskerfið auk þess að vera hjálpsamur í baráttunni við krónískar sveppasýkingar.  Cayenne piparinn er talin vera ein af bestu lækningajurtum í heiminum, hann eykur brennsluna og dregur úr bólgnum.  Nú er bara að skottast inn í eldhús og byrja að blanda.

Að lokum er hér ein af okkur stöllum sem tekin var á námskeiðinu í nóvember.

Kanil latte

 

Verði ykkur að góðu og það væri gaman að heyra frá ykkur ef þið prófið uppskriftina

Kveðja,

Oddrún