Gott start fyrir sumarið

Það er komið að næsta Gott start námskeiði. Þetta verður þriðja námskeiðið á þessu ári. Í janúar og mars var mjög svipaður matseðill þar sem áherslan var öll á svolítið vetrarlegan mat, súpur, pottréttir og fleira í þeim dúr. Að þessu sinni verður áherslan á sumar og sól, sumarlegan mat, góð salöt, gott meðlæti með grillmatnum og góðar hugmyndir fyrir sumarfríið.

Það sem við ætlum að gera í þessar 3 vikur:

Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, kínóa og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu. Öll áherslan á þessu námskeiði er að bæta inn góðum hlutum. Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate.

Hvernig ætlum við að gera þetta ?

Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að nokkrum dögum áður og 3 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessar 3 vikur en einnig ræða sykurþörf, blóðsykur, venjur, heilbrigt samband við mat og hinn gullna meðalveg. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Tvisvar til þrisvar í viku er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Á sunnudeginum fyrir fyrstu vikuna verður undirbúningsdagur þar sem við vinnum okkur aðeins í haginn fyrir vikuna. Hinar sýnikennslurnar eru flestar á kvöldmatartíma en nánari listi yfir sýnikennslurnar koma fljótlega. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn eða næsta dag þegar það hentar þér betur.

Upphafsfyrirlestur verður aðgengilegur frá og með 19. maí, preppdagurinn okkar verður sunnudaginn 22.maí og svo byrjum við mánudaginn 23.maí til og með sunnudagsins 12.júní og að lokum verður loka fyrirlestur þriðjudaginn 14.júní.

Ef þessi tími hentar ekki nógu vel en mig langar mikið að vera með ?

Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 2 mánuði eftir að námskeiði lýkur.

Hvað kostar og hvað er innifalið ?
– Uppskriftahefti með 65 uppskriftum
– Innkaupalisti
– Rafbókin „Sumarlegar uppskriftir”
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.Tölvuóstur á hverjum morgni þessa viku með fróðleik fyrir daginn.
– 7 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir 3 vikur (30-60 mín hvert skipti) en undirbúningsdagurinn mun þó taka 2 klst.

– Að þessu sinni fylgir líka aðgangur að sumarlegu nammi námskeiði miðvikudaginn 15.júní (ef dagur hentar ekki verður hægt að fá upptöku)
– Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.

Námskeiðið kostar 17.800 kr.

Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Hvernig skrái ég mig?

Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-i-thrjar-vikur-mai-2022/

Ef þú ert ekki alveg viss um hvort þetta sé fyrir þig geturðu rent yfir hvað þáttakendur á fyrri námskeiðum hafa um námskeiðið að segja:

Betri melting og meiri orka

Leið andlega og líkamlega betur. Maturinn var næringagóður og góður á bragðið.

Notalegur kennari og allt sem gert var eitthvað svo einfalt og þægilegt. Engin pressa með neitt. Leið mjög vel á þessu námskeiði.

Ég er að mestu leyti vegan þannig að ég var ekki að breyta mataræðinu heldur frekar að auka þekkingu mína og færni. Mín bætta líðan er bara að geta og kunna meira, einnig fannst mér mjög mikilvægt að koma mér af stað í að skipuleggja vikuna það hjálpar mér mjög mikið í mínu lífi.

Bætt blóðsykurstjórnun og betri melting. Svo var alveg ótrúlega gaman á námskeiðinu og mikil tilhlökkun á hverjum degi að prófa eitthvað nýtt, hollt og bragðgott.

Jafnari orka, minni sætindaþörf og þörf fyrir kvöldnarti. Maðurinn minn talaði um betri og dýpri svefn

Vera laus við sykurlöngunina, aukin orka

Betri svefngæði, minni bjúgur, almenn líðan mun betri.

Þó ég hafi ekki getað fylgt námskeiðinu alveg og getað gert uppskriftirnar (mun gera þær með tíð og tíma) þá myndi ég segja að bætt líðan hjá mér var í formi meira öryggi og þekkingu í átt að betra matarræði.

Hlakka til að sjá ykkur í sumarfíling á maí námskeiðinu 🙂

Namminámskeið 2021

Jæja, tíminn flýgur og ég trúi því varla sjálf að það sé kominn nóvember strax. Það þýðir að namminámskeiðin taka völdin!

Ég hef verið með sama námskeiðið í gangi í nokkur ár, oft hugsað um að breyta en málið er bara að það námskeið finnst mér vera hið fullkomna nammi námskeið og það er ástæðan fyrir því að það er búið að ganga svona lengi. Þáttakendur læra að búa til æðislegar súkkulaði húðaðar konfektkúlur búnar til úr möndlumjöli og gráfíkjum eða trönuberjum, ilmandi karamellunammi þar sem við notum kókosmjólk, kókospálmasykur og hlynsýróp til að sæta og svo poppum við upp dökkt súkkulaði svo um munar. Hér má sjá afrakstur af einu slíku námskeiði í fyrra.

Aðeins eitt svona námskeið verður haldið í haust og það verður miðvikudaginn 24.nóvember kl. 18.00-20.00

En þar sem ég hef haldið þetta námskeið svo OFT langaði mig að búa til nýjar uppskriftir, einnig fyrir alla þá sem hafa þegar komið og langar að fá nýjar hugmyndir. Nýja námskeiðið verður haldið 16.nóvember (kl. 18.00-20.00) en hver veit nema ég bæti við annarri dagsetningu við í byrjun desember.

Á þessu námskeiði ætlum við að búa til nokkra geggjaða hluti sem sjást hér: Karamellurís, Dekur döðlur, Kókos kasjú trufflur og Snickers eða Lakkrís próteintrufflur. Ég held að það sé eitthvað fyrir alla til að njóta eftir þessa kvöldstund.

En þetta er ekki allt því síðasta vetur bjó ég til nýtt námskeið sem heitir “Næringarríkar tertur, eftirréttir og ís” og verður einnig bara eitt þannig námskeið 2.desember (sami tími 18.00-20.00)

Á þessu námskeiði ætlum við að búa til Tíramísú tertu (hægt að gera súkkulaði ef þú elskar ekki kaffi)
ÍS – val um að gera súkkulaði eða vanillu og Snickers bita.

En einnig fylgja með auka uppskriftir af fleiri tertum sem hægt er að gera síðar.

Hér er hægt að bóka pláss á námskeiðin en eins og sjá má er afsláttur ef bókuð eru fleiri en 1 námskeið 😉

https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-namskeid/

Öll námskeiðin eru haldin í gegnum zoom. Nokkrum dögum fyrir námskeið færðu sendan innkaupalista, uppsrkriftir og undirbúningsplan þar sem kemur t.d. fram hvaða áhöld þú þarft að hafa tilbúin. Að morgni námskeiðisdags færðu sendan zoomlink til að smella á þegar komið er að námskeiðinu. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel hingað til og þau sem hafa prófað að koma á námskeið og hinsvegar sækja rafrænt námskeið eru öll sammála því að þetta rafræna stendur upp úr. Það er bara svo þægilegt að geta verið heima í sínu eldhúsi á námskeiði. Þú þarft ekki að fara út í kuldann, redda barnapössun eða keyra langar vegalengdir. Á móti geturðu boðið fjölskyldunni að taka þátt með þér og átt svo allt gotteríið sjálf/ur þegar námskeiðinu lýkur.

Að lokum má nefna það að allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan. Alltaf er hægt að nota eitthvað annað en hnetur í uppskriftir ef þú vilt búa til hnetulaust nammi. Við notum mest döðlur til að sæta en í einstaka tilfellum hlynsýróp eða kókospálmasykur. Eini hvíti sykurinn gæti mögulega leynst í dökka súkkulaðinu.

Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.

Öll námskeiðin verða tekin upp og því hægt að horfa síðar á upptökuna ef tíminn hentar þér ekki. Til þess að fá afrit af upptöku þarf að senda beiðni um það á heilsumamman@gmail.com

Hlakka til að sjá þig 🙂

Haust námskeið

Það er skemmtileg og fræðandi kvöldstund framundan þar sem við ætlum að búa til næringarríkan mat sem hentar frá morgni til kvölds. Það eru svo margar ástæður fyrir því að næra okkur vel. Maturinn sem við borðum getur haft áhrif á það hvernig okkur líður, hvernig við sofum, hvernig við lítum út og hvað við höfum mikla orku yfir daginn til að takast á við verkefnin sem bíða okkar.

Við leggjum áherslu á fjölbreyttan og næringarríkan mat sem fellur undir þessi skilyrði:
– Einfalt og fljótlegt
– bragðgott
– ekki of dýrt


Matseðillinn fyrir námskeiðið er eftirfarandi:

– Grænn haust þeytingur
– Hafra-chia jógúrt með hnetu-fíkju múslí
– Fræ kex með rauðu og grænu pestói
– Kryddmauk sem einfaldar matargerð frá grunni
– Regnboganúðlur ásamt kínóabollum austurlenskri sósu
– Litríkt kínósalat með klettasalati, granateplakjörnum og ristuðu möndlukurli
– Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
– lakkrískúlur og kryddað kanil latte

(Allt sem gert er á námskeiðinu er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar bæði fyrir þá sem aðhyllast vegan, grænmetisfæði eða Paleo).

Við vinnum á stöðvum og það fara allir á allar stöðvarnar. Það er svo miklu skemmtilegra að malla saman heldur en að horfa á sýnikennslu. Það á eftir að koma þér á óvart hversu einfalt það getur verið að búa sjálfur til ofurhollt frá grunni.

Námskeiðin eru haldin í Spírunni, Garðheimum og verða á eftirfarandi dögum:

Miðvikudagur 3.október  –  kl. 17.00 – 20.00

Miðvikudagur 10.október –  kl. 17.00 – 20.00

Verð: 9900 kr

Skráning hér: https://goo.gl/forms/VpTJFg3XvJ4L1ElQ2

Hjónaafsláttur: annar aðilinn greiðir 50 %
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með foreldrum sínum og greiða 3500 kr.

*Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi

Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum

Það er búið að vera ótrúlega mikið fjör í september.  Fullt af námskeiðum og allir æstir í að læra að búa til hollan mat á einfaldan hátt.  Það hafa verið 3 barnanámskeið í Lifandi Markaði sem öll hafa verið mjög skemmtileg.

Í vor breytti ég námskeiðunum hjá mér og í stað þess að ég talaði og sýndi fá þáttakandur að taka meiri þátt.  Það er svo miklu skemmtilegra og líku miklu auðveldara að læra og meðtaka þannig.  Í vor byrjuðum við líka á því að bjóða börnunum að koma með foreldrum á námskeið og það er ótrúlega gaman hvað það hefur fallið í góðan jarðveg og gengið vel.  Börnin eru svo áhugasöm, skemmtileg og hreinskilin, algerir snillingar 🙂

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu námskeiðum:

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

Heilsumömmunámskeið

 

Við erum búin að bæta við einu námskeiði í viðbót en það verður laugardaginn 17.október kl. 11.00 í Lifandi Markaði.  Ekki verða fleiri svona námskeið fyrir áramót en í Nóvember taka namminámskeiðin völdin 😉

Til að skrá ykkur þurfið þið að senda póst á heilsumamman@gmail.com og þá fáið þið tilbaka greiðslu-upplýsingar.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂