Ljúffengur súkkulaðiís (mjólkurlaus)

Hér kemur uppskrift af einföldum mjólkurlausum súkkulaðiís sem er mjög vinsæll á þessu heimili.  Ég bý oftast til súkkulaðiís þar sem meira kókosbragð verður áberandi af vanilluísnum og ekki öllum sem þykir það gott.   Kosturinn við þennan ís er líka sá að engin hvítur viðbættur sykur er í honum heldur er hann sættur með döðlum sem gefa jafnframt góða mjúka áferð.

ís

Hráefni: 

  • 1 dós kókosmjólk (ath. best ef hún inniheldur 70-80 % kókos)
  • 1,5 dl döðlur
  • 2 msk hreint kakó duft
  • örlítið af hreinni vanillu og pínku pons salt
  • Það má bæta út í ísinn gotteríi eftir smekk og tilefni.  Það er gott að hafa hann eintómann með sósu en spari ísinn gæti innihaldið mulið oreo kex, appelsínusúkkulaði eða fyllt piparmyntu súkkulaði.  (Þá er sykurmagnið auðvitað orðið meira en hér er hægt að ráða ferðinni).

Aðferð: 

  1. Setjið allt í blandara og blandið vel.
  2. Bætið saman við ísinn súkkulaði eða öðru sem þið viljið hafa í stórum bitum.
  3. Hellið ísnum í box og setjið í frysti.
  4. Gott að taka hann út 20 mín áður en á að snæða hann.


ís

Ef blandarinn ykkar er ekki sá kraftmesti er gott að nota fersku mjúku döðlurnar (munið bara að taka steininn úr).

Ef þið notið þurrkaðar döðlur er góð hugmynd að leggja þær í bleyti í klukkutíma áður en þið hefjist handa svo þær mýkist.

Hér er uppskrift af góðri súkkulaðisósu sem  harðnar

Þetta er dæmi um mjög bragðgóða kókosmjólk 🙂

kókosmjólk

Hún er reyndar ekki lífræn en innhaldslýsingin er svona:  Hún fæst t.d. í Nettó og Fjarðarkaup og kostar í kringum 230-250 kr dósin.

kókosmjólk

 

Verði ykkur að góðu 🙂

ís

Dásamlegur berjaís

Dásamlega góður ís sem var Eurovision ísinn í gærkvöldi.  Þessi uppskrift er virkilega einföld og bragðgóð.

berjaís

Hráefni:

  • 10 dl af frosnum ávöxtum (ég notaði bláber, hindber og mangó)
  • 5 dl þykk kókosmjólk
  • 4 stórar mjúkardöðlur eða 8-10 litlar
  • 1/2 tsk hreint vanilluduft

 

Aðferð:

  1. Allt sett í blandara og blandað vel.  Það fer eftir blöndurum hversu vel gengur, það gæti borgað sig að taka ávextina út aðeins áður svo þeir séu ekki gall frosnir þegar þið byrjið.  Það gæti líka þurft að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður meðfram hliðunum.

berjaís

 

berjaís

2.  Sett í box og inn í frysti í  1-4 klst (það fer eftir því hversu forsnir ávextirnir eru þegar þið búið til blönduna.

IMG_2004

Borin fram með gúmmilaði að eigin vali.  Þennan daginn voru það fersk bláber, mórber og kókosflögur sem urðu fyrir valinu.

berjaís

Verði ykkur að góðu 🙂

Mjúki mjólkurlausi súkkulaðiísinn

Ég trúi því varla að þessi uppskrift sé ekki inni á vefnum mínum, nú þarf ég sko að fara að skoða hvaða uppskriftir eru komnar og hverjar ekki.  Þetta er nú ein af mínum uppáhalds ís uppskriftum.  Þessa uppskrift gaf ég upp sem matgæðingur Vikunnar í vor.  Það sem er svo dásamlegt við þennan ís er að döðlurnar gera hann svo mjúkann og gefa honum svona ekta ís áferð. Ég lofa því að þið verðið ekki svikinn af þessum 😉

IMG_0967

Hráefni: 

  • 1 dl döðlur
  • 5 dl kókosmjólk (ekki lite)
  • 4 msk kakó
  • 5 dropar stevía

(Að sjálfsögðu má bæta fleiru við ísinn, td. vanillukornum frá Rapunzel, piparmyntudropum eða súkkulaðibitum)

Aðferð: 

Sjóðið döðlurnar í nokkrar mínútur í 1 dl af kókosmjólk. Maukið í blandara þangað til blandan er orðin silkimjúk (mjög mikilvægt nema þið viljið hafa döðlubita í ísnum).  Bætið 4 dl af kókosmjólk, stevíu og kakói út í. Hellið í mót og setjið inn í frysti. Gott er að hræra öðru hverju meðan hann er að frjósa.  Takið hann út um það bil 15 mínútum áður en þið ætlið að borða hann.

Hér er uppskriftin af íssósunni góðu 🙂

Góða helgi 🙂

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Suðrænn og sumarlegur ís

Þó að sólin láti lítið sjá sig þessa dagana er alveg löglegt að smella í þennan suðræna ís og vera bara í sumarskapi innandyra. Ég hef verið að prufa mig áfram með nýju íslensku Steviu dropana og nota þá í þessari uppskrift svo þetta er sykurlaus ís.  Ég var með nokkrar litlar skvísur um daginn í heimsókn þegar ég bjó til þennan ís síðast og leyfði þeim að smakka og spurði hvort það væri nógu mikill sykur. Þær játtu því að það væri sko alveg nóg af sykri í ísnum og fékk 5 stjörnur 😉 IMG_5201 Hráefni:

  • 4,5  dl frosin ananas
  • 4,5 dl frosin mangó
  • 3 dl kókosmjólk
  • 3 msk kókosolía
  • 14 dropar Stevía frá Via Health (Vanillu og Kókos)

Aðferð:

  1. Allt sett í blandarann og blandað vel.
  2. Sett í frysti og best er að hræra í blöndunni reglulega á meðan hann er að frjósa.

IMG_5514 Njótið hvort sem er í sól eða rigningu 🙂

Snickersís

Þvílíkt nammi ég segi ekki annað.  A.m.k. ef ykkur þykir Snickers gott 😉  Þetta er sko ís fyrir sælkera.

IMG_3908

Hráefni:

  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • 3 msk hlynsýróp (eða agave sýróp
  • 3 msk hnetusmjör (hreint, án sykurs)
  • 3 msk kakó
  • 2 msk kókosolía
  • 2 tsk vanilla (alvöru eða 1 msk af sýrópi)

Aðferð:

Allt sett í blender og blandað þangað til silkimjúkt.  Sett í box og fryst. Hrært í reglulega.  Má líka frysta í íspinnaboxum.

Þessi ís er algert nammi og ég tala nú ekki um með hinni fullkomnu súkkulaðisósu sem harðnar

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Hin fullkomna íssósa sem harðnar

Hér er hún mætt, hin fullkomna íssósa.  Það sem er svo fullkomið við hana, fyrir utan bragðið auðvitað er það að hún harðnar en er samt líka mjúk á sama tíma.  Málið er það að ef ísinn er mjög kaldur (eins og heimagerði ísinn er oft) þá harðnar hún ofan á ísnum, en þar sem hún liggur meðfram ísnum er hún mjúk.

IMG_3915

Þetta leysir líka vandamálið að bíða eftir að ísinn þiðni því heimagerði ísinn er oft vel frosin, því þar sem heit sósan lendir á ísnum mýkist hann miklu fyrr.

Þar fyrir utan er þessi íssósa er líka súper holl með engum gerviefnum og engum hvítum syrki.  Þetta er í raun uppskrift af heimagerðu súkkulaði sem er bara hellt yfir ísinn í stað þess að vera sett í mót og inn í kæli.

Hér er uppskriftin:

  • 2 msk  kakó
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk hlynsýróp/agave/akasíu hunang
  • 2 msk kakósmjör
  • örlítið salt og smá vanilla

Aðferð:

  1. Allt hitað rólega saman og hellt yfir ísinn.
  2. Ef það er afgangur (mjög ólíklegt) þá má setja hann í t.d. lítil sílíkonmót og inn í frysti

IMG_3904

 

Kakósmjör fæst t.d. í Bónus í Solluhillunni

IMG_3906

Ath. þar sem uppskriftin samanstendur af jafn miklu magni af öllum innihaldsefnunum er mjög auðvelt að gera hvaða magn sem er.  Ef uppskriftin er handa einum mætti nota 1 tsk af öllu.  Þessi uppskrift hér að ofan ætti að duga fyrir 4…en fer auðvitað eftir (súkkulaði)lyst 🙂

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂