Dásamlegur berjaís

Dásamlega góður ís sem var Eurovision ísinn í gærkvöldi.  Þessi uppskrift er virkilega einföld og bragðgóð.

berjaís

Hráefni:

  • 10 dl af frosnum ávöxtum (ég notaði bláber, hindber og mangó)
  • 5 dl þykk kókosmjólk
  • 4 stórar mjúkardöðlur eða 8-10 litlar
  • 1/2 tsk hreint vanilluduft

 

Aðferð:

  1. Allt sett í blandara og blandað vel.  Það fer eftir blöndurum hversu vel gengur, það gæti borgað sig að taka ávextina út aðeins áður svo þeir séu ekki gall frosnir þegar þið byrjið.  Það gæti líka þurft að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður meðfram hliðunum.

berjaís

 

berjaís

2.  Sett í box og inn í frysti í  1-4 klst (það fer eftir því hversu forsnir ávextirnir eru þegar þið búið til blönduna.

IMG_2004

Borin fram með gúmmilaði að eigin vali.  Þennan daginn voru það fersk bláber, mórber og kókosflögur sem urðu fyrir valinu.

berjaís

Verði ykkur að góðu 🙂

Posted in Ís

Published by

Leave a Reply