Nú er komið að því að fara út á land og í þetta sinn heimsæki ég Grundarfjörð. Þar sem leiðin er löng verður námskeiðið líka töluvert lengra en venjulega og við ætlum að búa til allskonar súperhollan og góðan mat fyrir alla fjölskylduna.
Þetta námskeið er sambland af “Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum” sem hefur verið mjög vinsælt hér í bænum og “Súperhollt – fyrir alla fjölskylduna” auk þess sem við búum líka til eitthvað rosalega gott nammi af nammi námskeiðinu.
Allur maturinn sem við búum til er næringarríkur og góður en hann á það líka sameiginlegt að vera glúteinlaus og mjólkurlaus. Einnig legg ég mikla áherslu á það að allt sem við gerum sé alveg ofur einfalt.
Þar sem þetta verður í heimilisfræðistofu verður nóg að gera hjá öllum við að malla og búa til mat og svo verður gætt sér á ölllu saman. Ég mun svo blanda inn fræðslu á undan, á eftir og meðan við gæðum okkur á dásemdunum.
Verð: 13.500 kr
Uppskriftir fylgja með
Skráning: heilsumamman@gmail.com
Lágmarksfjöldi á þetta námskeið er 10 manns en hámarksfjöldi 20.
Hlakka til að hitta ykkur, þetta verður fjör 🙂
Published by