Það er allt að komast í rútínu hjá flestum eftir gott sumar. Eins og sumarið er notalegt með öllum sýnum lystisemdum er alltaf ákveðið gott þegar allt er komið í fastari skorður. Yfirleitt leyfum við okkur meira yfir sumarið en þegar fer að hausta viljum við velja hollari kost. En stundum gengur það mis vel, það getur verið vegna þess að þarmaflóran er farin úr jafnvægi og öskri á áframhaldandi sykur og sukk eða bragðlaukarnir okkar eru bara orðnir svo góðu vanir að þeir kalla á áframhaldandi gotterí. Ef þú tengir við þetta sjáumst við vonandi á næsta Gott start námskeiði.
Heilsan okkar ætti ekki að vera átak heldur lífstíll og það er löngu sannað að skyndilausnir hjálpa ekki til. Það ætti að vera takmark hjá okkur öllum að borða almennt næringarríkan mat dagsdaglega þannig að þó að við förum í frí eða erum undir álagi erum við samt innan hins gullna meðalvegar. Námskeiðið Gott start á 4 vikum hefur hjálpað mörg hundruð einstaklingum síðustu 2 árin að bæta við rútínuna sína næringarríkum réttum og góðum venjum í þessum tilgangi. Á því námskeiði erum við ekki að einblína á það sem við viljum borða minna af – heldur fer athyglin öll á það sem við viljum borða meira af. Litríkt grænmeti, nægt prótein og góð grunnnæring. Matur sem er góður fyrir þarmaflóruna og blóðsykurinn.
Næsta Gott start námskeið verður haldið í október, 3.október – 1.nóvember, og hægt er að bóka það hér: https://heilsumamman.com/product/gott-start-oktober-2023/
Smelltu á linkinn til að lesa meira um námskeiðið og athugaðu að þeir sem bóka snemma fá smá afslátt svo ekki missa af því. Í nóvember verður boðið upp á Gott start – framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja áframhaldandi fræðslu og stuðning.

En margir hafa þegar farið í gegnum Gott start prógrammið og langar bara að fá bara smá pepp. Aðrir eru ekki alveg til í svona mikla bindingu; sýnikennslur í hverri viku og póstar á hverjum degi. Kannski er einfaldlega of mikið að gera. Þess vegna er ég mjög spennt fyrir nýjasta námskeiðinu- Gott start eftir sumarið – 3ja vikna áskorun sem hefst 11.september og stendur yfir í þrjár vikur. Áskorunin felst í því að búa til eitthvað næringarríkt á hverjum degi og í hverri viku koma nokkrar nýjar uppskriftir til að velja úr; salat, súpa, grautur, drykkir eða sætindi. Léttir, fljótlegir og einfaldir réttir.
Þetta er ekki nein skyndilausn heldur bara smá spark í rassinn eftir sumarfríið til að halda áfram að næra sig vel í vetur.
Hér er hægt að lesa meira um og bóka sig í áskorunina: https://heilsumamman.com/product/gott-start-eftir-sumarid-3ja-vikna-askorun/
Þeir sem hafa komið áður á Gott start námskeið fá áskorunina á smá afslætti, svo ef þú hefur komið áður en ert ekki inni í áframhalds FB hópnum sendu mér þá línu á messenger eða póst á heilsumamman@gmail.com og þú færð sendan afsláttarkóða til að nýta þér.

Það er svo gott að næra sig vel og nauðsynlegt fyrir alla til þess að líða vel í eigin skinni, hafa næga orku og minnka líkur á lífstílssjúkdómum. Góð næring snýst ekki um kíló og útlit heldur um það að hugsa vel um eina líkamann sem við eigum þannig að hann virki vel og okkur líði vel.
En svo er nú varla hægt að fara í gegnum lífið án sætinda og því verða nammi námskeiðin á sínum stað – en þau verða auglýst síðar.
Ég er þegar farin að bóka fyrirtækja- og hópa nammi námskeið fyrir haustið svo ef það er eitthvað sem þér líst vel á fyrir þinn hóp eða fyrirtæki sendu mér þá línu á heilsumamman@gmail.com eða línu á messenger fyrir verð og lausa daga.

Ég hlakka til að hafa þig með á námskeiði í haust.
Hér eru nokkur ummæli þátttakenda eftir Gott start námskeiðin.







