Fastir liðir eins og venjulega þegar nóvember nálgast eru nammi námskeiðin sem hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin. Jafnvel þó engar fjöldatakmarkanir séu í gildi verða nammi námskeiðin rafræn í ár eins og síðustu tvö árin. Ástæðan er einfaldlega sú að það hefur reynst svo frábærlega vel og þá skiptir búseta heldur ekki máli og allir geta verið með.

Námskeiðin í ár verða haldin miðvikudaginn 16.nóvember og miðvikudaginn 30.nóvember
Að auki verður eitt eftirréttar námskeið 8. desember þar sem við búum til Tíramísu (eða súkkulaði) tertu, ís og Snickers bita úr næringarríkum hráefnum.

Ef þig langar á bæði námskeiðin er hægt að bóka það saman og þá færðu 20 % afslátt af báðum námskeiðinum.
Smelltu hér til að bóka námskeið: https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-namskeid/
Námskeiðin eru haldin í gegnum zoom. Nokkrum dögum fyrir námskeið færðu sendan innkaupalista, uppskriftir og undirbúningsplan þar sem kemur t.d. fram hvaða áhöld þú þarft að hafa tilbúin. Að morgni námskeiðisdags færðu sendan zoomlink til að komast inn á námskeiðið. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel hingað til og þau sem hafa prófað að koma á námskeið og hinsvegar sækja rafrænt námskeið eru öll sammála því að þetta rafræna stendur upp úr. Það er bara svo þægilegt að geta verið heima í sínu eldhúsi á námskeiði. Þú þarft ekki að fara út í kuldann, redda barnapössun eða keyra langar vegalengdir. Á móti geturðu boðið fjölskyldunni að taka þátt með þér og átt svo allt gotteríið sjálf/ur þegar námskeiðinu lýkur.
Að lokum má nefna það að allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan. Alltaf er hægt að nota eitthvað annað en hnetur í uppskriftir ef þú vilt búa til hnetulaust nammi. Við notum mest döðlur til að sæta en í einstaka tilfellum hlynsíróp eða kókospálmasykur. Eini hvíti sykurinn gæti mögulega leynst í dökka súkkulaðinu.
Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.
Öll námskeiðin verða tekin upp og því hægt að horfa síðar á upptökuna ef tíminn hentar þér ekki.
Í nóvember eru nokkrar dagar lausir fyrir hópa- og fyrirtækja námskeið. En það að búa til nammi saman er einmitt frábær samvera og hópefli. Til að fá upplýsingar um lausar dagsetningar og verð fyrir hópinn þinn sendu fyrirspurn á heilsumamman@gmail.com
Hlakka til að sjá þig ná namminámskeiði
Published by