Hvernig líst þér á að næra þig extra vel í vetur með því að elda fallegan, litríkan og bragðgóðan mat sem þér líður vel af?
Vantar þig fleiri hugmyndir af meðlæti og millimáli?
Langar þig að elda mat sem viðheldur góðri blóðsykurstjórnun og minnkar sykurlöngun?
Langar þig að öðlast meiri sjálfsöryggi í eldhúsinu?
Langar þig að skipuleggja þig betur í eldhúsinu, nýta afganga og hætta allri matarsóun?
Þetta er ekki neinn kúr sem við erum að fara í, heldur ætlum við einfaldlega að elda alvöru mat, nota mikið af grænmeti, mikið af góðum kryddum og allskonar góðgæti fyrir kroppinn.
En námskeiðið snýst um það að bæta inn góðum venjum, hugmyndum og uppskriftum til frambúðar.
Þú færð sendann innkaupalista og uppskriftahefti áður en við hefjumst handa.
Í hverri viku er lifandi útsending í lokaða FB hópnum sem þið fáið aðgang að og við eldum saman. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna þegar það hentar þér betur. Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 2-3 mánuði eftir að námskeiði lýkur.
Uppskriftirnar innihalda bæði grænmeti, fisk, kjúkling og lambakjöt. Þú aðlagar matarplanið að því hvort þú borðir fisk og kjöt eða ekki. Allar uppskriftirnar í heftinu eru án glútens, mjólkur og sykurs (fyrir utan smá 70 % súkkulaði og smá kókospálamsykur). Þú ræður hvort þú ferð alveg eftir matarskipulaginu eða aðeins að hluta til.
Innifalið í námskeiðisgjaldinu:
– Uppskriftahefti með rúmlega 70 uppskriftum
– Innkaupalisti
– Tölvupóstur á hverjum virkum degi með fræðslu og hvatningu.
– Rafbókin “Súpur, pottréttir og fleira góðgæti”
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
– 5 sýnikennslur sem dreifast yfir 4 vikur.
– Rafrænn fyrirlestur í upphafi og í lok námskeiðis.
Námskeiðið hefst með upphafsspjalli 3.október og lýkur 1.nóvember með lokaspjalli
Sýnikennslurnar verða á þessum tíma en athugið að ef þessir tíma henta ekki er alltaf hægt að horfa seinna, um leið og sýnikennslan er komin inn á FB hópinn er hægt að horfa á hana hvenær sem er.
Sunnudaginn 8.október kl. 12.00-14.00 (undirbúningur fyrir mánuðinn, kínóa, múslí, flatbrauð, nammi ofl.)
Þriðjudagin 10.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 17.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 24.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Þriðjudaginn 31.október kl. 18.00-19.00 (Eldum saman kvöldmat)
Námskeiðið kostar 19.900.- En þeir sem bóka snemma frá 20 % afslátt. (bóka þarf í síðasta lagi 25.september)
Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.
Smelltu hér til að bóka : https://heilsumamman.com/product/gott-start-oktober-2023/
