Sumarlegt nesti og nammi

Jæja, þá er komið að síðasta námskeiðinu fyrir sumarið.

Að þessu sinni verðum við Margrét Leifsdóttir saman og búum til með ykkur sumarlegt nesti og nammi fyrir útilegurnar, ferðalögin, fjallgöngurnar og sportið.

Það er svo gott að geta búið til bragðgott nesti sem er líka næringarríkt.

Það sem er á dagskránni er til dæmis:

 • Múslí og súkkulaðimúslí
 • Ferðablandan
 • Kökudeigskúlur
 • Próteinkúlur
 • Súkkulaðikakaka sem ekki þarf að baka
 • Súkkulaðimúslíklattar og hnetuklattar
 • Múslístöng

Þetta verður semsagt alger veisla.

Námskeiðið verður á Zoom sem þýðir að allir eru í sínu eldhúsi og þegar námskeiðið er búið eigið þið til allt góðgætið til að gæða ykkur á.

Námskeiðið verður þriðjudaginn 16.júní kl. 18.00-21.00

Verð  4900 kr

Skráning hér: https://forms.gle/Q8816gXZVLJgRvTq8

 

 

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Kveðja,

Oddrún

 

 

 

 

 

5 uppáhaldsolíurnar mínar – við heimilisþrifin

Jæja… smá framhald af ilmkjarnaolíu umræðunni.  Síðast sagði ég ykkur frá hvaða olíur ég nota mest í eldhúsinu: https://heilsumamman.com/2020/04/09/5-uppahalds-ilmkjarnaoliurnar-i-eldhusinu/

Eins og áður sagði eru ilmolíur frábært hjálpartæki fyrir heilsusamlegan lífstíl.  Þær eru sniðugar til að þrífa heimilið þar sem sumar náttúrulega örverueyðandi og bakteríudrepandi.   Mikið af hreinsiefnum sem seld eru í stórmörkuðum eru stútfull af allskonar eiturefnum, hormónaraskandi efnum og eru bæði slæm fyrir okkur sjálf, fólkið okkar og ekki síður umhverfið.  Það eru sem betur fer til mjög góðar lífrænar hreingerningarvörur  eins og til dæmis Sonnet en það er líka gaman að nota heimatilbúið.

Þær olíur sem ég nota mest við heimilisþrifin eru þessar 5:

 1. Melaleuca (Teatree)
 2. Lemon
 3. On guard
 4. Grapefruit
 5. Wild orange

Lemon

 • Besta hreinsispreyið í eldhúsið (30 % edik – 70 % vatn – 10 dropar lemon olía) – þrífa bekki og borð, ísskápinn að utan og innan, fínt til að þrífa innréttinguna ofl.
 • Teppahreinsir:  1 dl matarsódi + 10 dropar Lemon olía –  Blandið saman, sáldrið yfir teppi, bíðið yfir nótt og ryksugið næsta morgun.
 • Setjið nokkra dropa í uppþvottavélina til að fá glans
 • Setjið nokkra dropa í þvottavélina eða þurrkarann með þvottinum fyrir góða lykt
 • Frábær til að ná límmiðum af krukkum

Melaleuca (Teatree) 

 • Gott að setja öðru hverju nokkra dropa í þvottavélina með handklæðum til að halda þvottavélinni hreinni frá bakteríum. (Sniðugt að setja lavender með svo lyktin verði betri)
 • Ef það kemur mygla í gluggana á veturna þá blanda ég nokkrum dropum af Melaleuca saman við vatn og bursta svæðið með tannbursta og þurrka vel.
 • Fyrir algerlega eiturefnalausan klósett hreinsi þá er gott að blanda 4-5 dropum af Melaleuca saman við 2-3 msk af matarsóda og dreyfa yfir svæðið (innan í klósettinu), leyfa því að bíða smá og skrúbba svo með bursta og sturta.
 • Melaleuca er svo alger bólueyðir – en meira um það í næsta pósti 🙂

Wild orange

 • Setja nokkra dropa í þvottavélina eða þurrkaran fyrir góða lykt af þvottinum – (set bara 2-3 dropa með þvottinum).
 • Setjið nokkra dropa í smá pappír og ryksugið hann upp og ryksugan sér um að dreyfa góðri lykt um húsið meðan ryksugað er.
 • Blandið saman við lyktarlausa handsápu í baðherberginu fyrir dásamlega og sumarlega lykt.

Onguard

Onguard er mjög kraftmikil bæði til að þrífa en einnig styrkir hún ónæmiskerfið (meira um það seinna)

Hér er uppskrift af alhliða hreinsispreyi sem gott er að nota á baðherberginu, á fituga fleti og erfið óhreinindi og ég nota Onguard olíuna í þetta sprey en það má þó alveg nota aðrar olíur.

Alhliða hreinsisprey

 • 225  ml vatn
 • 125 ml edik
 • 2-3 msk dr. Bronner sápa eða lífrænn uppþvottalögur (ef þið eigið til)
 • 20-25 dropar ilmkjarnaolíur (eftir því hvað þið eigið til)
 • Lemon og Teatree (Melaluca)(15+15)
 •  Onguard (30)
 • Eucalyptus, Peppermint og Wild Orang(10+10+10)

Grapefruit

 • Gerir svo ótrúlega góða lykt þegar hún er sett ilmolíulampann þegar verið er að gera hreint og fínt
 • Góð til að búa til lyktarsprey á baðherbergið.

Og síðast en ekki síst þegar ég nenni ekki að þrífa og taka til er algert kraftaverk að setja nokkra dropa af piparmyntu og Wild orange í ilmolíulampann – fyrir nenn til að þrífa 😉

 

Nóg í bili – næst kemur smá umfjöllun um mínar 5 uppáhalds olíur þegar kemur að heima dekrinu.

Ég sjálf nota ilmkjarnaolíurnar frá doTerra.  Ég kynnist þeim fyrir 2 árum og er mjög glöð með að hafa kynnst þessari snilld.  Best finnst mér þó að það megi taka þér inn, þ.e.a.s. nota þær í matargerð.  Þið skuluð alls ekki nota ilmolíur í matargerð nema framleiðandinn mæli með því og það er yfirleitt ekki mælt með því fyrir ódýrustu olíurnar, því miður.   Það eru margir sem framleiða ilmolíur, ég hef prófað nokkrar gerðir en af öllum sem ég hef prófað finnst mér þessar frá doTerra vera bestar.  Það er því miður ekki hægt að versla þær útí búð en mjög þægilegt að gerast kaupandi hjá þeim, þá fær maður 25 % afslátt, fær þær sendar heim að dyrum með DHL og það er engin skuldbinding um hversu mikið þarf að versla.  Ef það er eitthvað sem ykkur langar að kynna ykkur betur er ykkur velkomið að hafa samband (heilsumamman@gmail.com) og ég get aðstoðað ykkur 🙂

Vor námskeið 2020

Nú er akkúrat tíminn til að næra sig vel og borða hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft.  Langar ekki öllum að vera svolítið frísklegir í sumar ? Hvernig væri að skella sér á matreiðslunámskeið og læra einföld trix í eldhúsinu. Allt sem við búum til er næringarríkt, einfalt og bragðgott.

Þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á matreiðslunámskeið núna aðlögum okkur bara að breyttum aðstæðum og komum með matreiðslunámskeiðið heim til þín. Þú færð sendan innkaupalista og undirbúningsplan, uppskriftahefti og hittumst svo í gegnum Zoom forritið og eldum saman. (Þú færð líka leiðbeiningar varðandi zoom forritið).

Allir verða í sínu eldhúsi, með sínar græjur og þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að fylla ísskápinn af allskyns góðgæti sem þú getur notið næstu daga.

Það verða nokkur mismunandi námskeið næstu vikurnar en aðeins eitt verð 4900 kr og þú getur boðið makanum eða börnunum að vera með þér á námskeiðnu (fer auðvitað eftir plássi hjá þér hversu margir geta stússast á sama tíma).


Þetta eru næstu námskeið:  

Morgunmatur og millimál – 22.apríl kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)
Ath. 20 % afsláttur af þessu námskeiði þar sem það er fyrsta námskeiðið með þessu sniði !!

Á matseðlinum verður meðal annars:

 • Frækex og pesó
 • Múslí – hnetumúslí og súkkulaðimúslí
 • Möndlumjólk og morgungrautur
 • Rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
 • Næringarríkar nammikúlur

Sumarleg sætindi – 13.maí kl. 18.00-20.00 (miðvikudagur)
– 4.júní kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Á matseðlinum verður meðal annars:

• Límónu-hindberja “ís” kaka
• Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
• Ávextir með hnetumylsnu og karamellusósu
• Brjálæðislega góður berjaís með súkkulaðisósu
• Orkubitar í ferðalögin
• Sumarlegar sítrónukúlur

 

 

Sumarleg salöt, meðlæti og sósur  – 27.maí kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)

Nýtt og spennandi námskeið.  Hérna munum við búa til allskonar meðlæti, sósur og salöt til að gera grillmatinn í sumar enn girnilegri og bragðmeiri.

Til dæmis:

 • Fallega rauðrófusalatið
 • Litríkt hirsi salat frá Mið-austurlöndum
 • Ristuð  fræblanda
 • Bakaðar paprikur
 • Romesco sósa
 • Chili „mayjo“ sósa
 • Kimchi
 • Sumarleg grænmetisnúðluskál

Skráning á námskeiðin hér: https://forms.gle/1W65LLJQ2VkiCDBf6

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Þetta er mikil breyting frá því að hittast saman í Heilsuborginni en ef tæknin bregst þér og þú nærð ekki að fylgjast almennilega með námskeiðinu færðu námskeiðisgjaldið að sjálfsögðu endurgreitt.

Ath. þrátt fyrir það að námskeiðið sé haldið í gegnum fjarfundabúnað er takmarkað hversu margir komast á hvert námskeið.

Hægt að er sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Hlakka mjög mikið til að sjá ykkur og malla með ykkur 🙂

Kveðja,

 

 

 

5 uppáhalds ilmkjarnaolíurnar – í eldhúsinu

Eitt af því sem ég gjörsamlega elska eru ilmkjarnaolíur.   Mér finnst þær vera frábært hjálpartæki fyrir heilsusamlegan lífstíl.  Þær eru unnar úr jurtum, trjám og blómum eru svo sterkustu jurtalyf sem finnast.  Það er talað um að þær sé t.d. 75-100 sinnum kraftmeiri en te.

Ilmkjarnaolíur eru stórmerkilegar, þær eru snilld í matargerð og til að þrífa heimilið þar sem þær eru náttúrulega örverueyðandi og bakteríudrepandi en einnig eru sumar bólgueyðandi og sveppadrepandi.  Sumar eru græðandi og aðrar eru mikið notaðar í snyrtivöruheiminum þar sem þær geta dregið úr hrukkum og haft jákvæð  áhrif á húðina.  Það sem mér finnst samt einna merkilegast er hvernig þær geta haft áhrif á taugakgerfið, hvort sem er að örva eða róa.  Þær geta haft áhrif á tilfinningar, t.d róað stress og kvíða, hjálpað okkur að sofa betur, sumar eru verkjastillandi, aðrar geta hresst okkur við, aukið gleði og einbeitingu.

Vinir mínir hafa ekki farið varhluta af þessum áhuga mínum og einnig hef ég fengið mikið af fyrirspurnum alltaf þegar ég hef komið með einhverja nálgun á ilmolíum á story í Instagram.  Þess vegna ákvað ég  LOKSINS að koma einhverju niður á blað.

Ég ætla að byrja á því að deila hvaða olíur ég nota mest í eldhúsinu.

En það eru þessar 5:  Lemon,  Wild Orange, Lime, Peppermint og Lemongrass. 

Hvernig nota ég þær í matargerð ?

 • Lime, Wild Orange og Lemon nota ég mikið í græna drykki.  Það þarf ekki nema um það bil 2-3 dropa í fulla könnu af smoothie.
 • Lemon út í volgt vatn á morgnanna.  Á tímabili var ég rosalega dugleg að drekka sítrónuvatn á morgnanna.  Mér fannst það svo hressandi og frískandi… alveg þangað til að tannlæknirinn minn hundskammaði mig og spurði hvað ég væri í ósköpunum að gera?  Það var komið svo mikil glerungseyðing að við tók tveggja ára uppbyggingarvinna með flúormeðferð.  Núna er þetta í góðum málum en ég legg ekki í sítrónuvatnið.  Hinsvegar er ilmkjarnaolían unnin úr berki sítrónunnar og því engin sýra.  Þannig að nýja sítrónuvatnið mitt á morgnanna er volgt vatn með einum dropa af Lemon olíunni.   Áhrifin á líkamann eru þau sömu, hún hreinsar alveg eins og sítrónuvatnið.
 • Peppermint nota ég aðallega í nammikúlur og allskonar nammigerð.  Marsípan kúlur með piparmyntubragði, piparmyntusúkkulaði, súkkulaðihrákaka með piparmyntubragði o.s.v.fr.
 • Wild orange nota ég líka í nammigerð.  Hnetukúlur með appelsínukeim, appelsínusúkkulaði, marsípankúlur með appelsínubragði o.s.v.fr.
 • Lemongrass nota ég út í asíska rétti og súpur.  Lemongrass er svo ótrúlega gott í tælenska rétti og tælenskar súpur en fæst ekki alltaf og yfirleitt í verslunum sem eru kannski ekki alltaf í leiðinni.  Þannig að mér finnst frábært að redda mér með 1-2 dropum í súpuna.

Næst ætla ég segja ykkur frá hvaða 5 olíur ég nota til að þrífa heimilið og hvaða 5 olíur ég nota mest í heima dekri.

 

doTerra

Ég sjálf nota ilmkjarnaolíurnar frá doTerra.  Ég kynnist þeim fyrir 2 árum og er mjög glöð með að hafa kynnst þessari snilld.  Best finnst mér þó að það megi taka þér inn, þ.e.a.s. nota þær í matargerð.  Þið skuluð alls ekki nota ilmolíur í matargerð nema framleiðandinn mæli með því og það er yfirleitt ekki mælt með því fyrir ódýrustu olíurnar, því miður.   Það eru margir sem framleiða ilmolíur, ég hef prófað nokkrar gerðir en af öllum sem ég hef prófað finnst mér þessar frá doTerra vera bestar.  Það er því miður ekki hægt að versla þær útí búð en mjög þægilegt að gerast kaupandi hjá þeim, þá fær maður 25 % afslátt, fær þær sendar heim að dyrum með DHL og það er engin skuldbinding um hversu mikið þarf að versla.  Ef það er eitthvað sem ykkur langar að kynna ykkur betur er ykkur velkomið að hafa samband (heilsumamman@gmail.com) og ég get aðstoðað ykkur 🙂

 

Epla- og hindberjakaka með marsípantopp

Sunnudagskakan um síðustu helgi var jafn góð og hún leit út fyrir að vera.  Ég sýndi frá henni á Instagram og viðbrögðin létu ekki á sér standa … svo hér kemur uppskriftin handa ykkur.   Ef þig langar að sjá hvað ég er að bardúsa í eldhúsinu máttu gjarnan fylgjast með, ég reyni að setja eitthvað í „story“ á hverjum degi eða svona hér um bil.

En aftur að kökunni.  Ég veit ekki hvort megi kalla þessa köku „köku“, sennilega er þetta meira svona pæ … en samt er þetta ekki löglegt pæ því þá þyrfti skelin að vera hörð.  En nóg um tækimálin…  Ég elska eplakökur og bakaði eina slíka um þar síðustu helgi.  En í henni var vel af kanil og staðan er bara þannig að miðdóttirin hatar kanil.  Já, hún HATAR kanil, það er ekkert minna!   Svo ég lofaði að gera aftur eplaköku án kanils.  Það hljómaði eitthvað bragðlaust svo ég ákvað að poppa hana upp með hindberjum og smá heimatilbúnu marsípani.  Ég var með smá áhyggjur af því að hindberin myndu verða að safa en það gerðist ekki, ég setti þau á kökuna beint úr frysti og nánast beint inn í ofn og þau héldu sér svona fallega.

 

 

Hráefni: 

Botn: 

 • 100 g smjör (eða kókosolía fyrir mjólkurlausa útgáfu)
 • 2 dl möndlumjöl
 • 2 dl haframjöl
 • 1,5 dl kókospálmasykur

Fylling: 

 • 4-5 stór epli
 • 2 dl frosin hindber

marsípan : 

 • 2 dl möndlumjöl
 • 3-4 msk hlynsýróp
 • 1/2 tsk möndludropar

Aðferð: 

 1. Hitið ofninn í 180°(blástur)
 2. Hrærið saman hráefnið í botninn og setjið í mót, ég var með 28 cm hringmót og botninn er frekar þunnur.
 3. Brytjið niður eplin í litla bita og setjið í mótið.
 4. Takið hindberin úr frysti og setjið ofan á eplin.
 5. Búið til marsíðan með því að hnoða saman möndlumjöli, hlynsýrópi og möndludropum og dreyfið því ofan á kökuna.  Það á að vera það blautt að það sé auðvelt að móta það en það má ekki molna niður.
 6. Bakið kökuna í 15-20 mín – fyglist vel með að hún verði ekki of dökk.  Ofnar eru misjafnir og gott að stilla fyrst á 15 mín og svo lengja tímann ef það þarf.

Verði ykkur að góðu og njótið vel

 

 

 

 

 

Heilsuátak anyone ??

Hvað ætli margir hafi slegið leitarorðið „detox“, „heilsuátak“ eða önnur heilsutengd orð inn í leitarvafrann hjá sér fyrsta mánuð ársins.  Ég veit allavegna að inboxið mitt er að fyllast af allskonar gylliboðum um tilboð í hin og þessi heilsutengdu prógramm sem öll eiga að það sameiginlegt að gera líf mitt ennþá betra 2020!… og til þess að vera alveg hreinskilin þá viðurkenni að ég var búin að googla 2.janúar  hvernig ég kæmis í toppform á 12 vikum þegar fjölskyldan ætlar í smá frí til Spánar… en batnandi fólki er best að lifa, er það ekki ?

Það er ekkert skrítið að í byrjun árs líði okkur þannig að „nú þurfum við nú aldeilis að gera eitthvað í okkar málum“.  Flestir hafa lifað aðeins hærra en venjulega síðustu vikurnar á árinu með tilheyrandi mat og drykk.  Það er ekkert skrýtið að margir upplifa það að vera útþandir og bólgnir eftir frí.  En lífið snýst um jafnvægi, stundum leyfum við okkur meira en annars,  en aðalmálið er hvað við gerum dags daglega.  Þegar fríið er búið er tími til að taka upp betri siði.  Fylla ísskápinn af fersku grænmeti og hætta að hreinsa upp síðustu konfektmolana sem þér þykja ekki góðir undir venjulegum kringumstæðum !

En er heilsuátak endilega málið ?  Nýtt ár þýðir auðvitað ákveðin tímamót og þar af leiðandi góður tími til að tími til að taka upp betri venjur og setja sér ný markmið.  En hvað liggur að baki, ertu að refsa þér fyrir hegðunina síðustu vikurnar eða langar þig í átak af því að þú vilt virkilega það besta fyrir þig og þarft hvatningu til að koma þér af stað og ná markmiðunum.

Það að hugsa um heilsuna sína ætti ekki að vera áhugamál heldur einfaldlega hluti af lífinu sjálfu.  Það hvernig okkur líður dagsdaglega hefur í raun áhrif á hver við erum.  Hvaða orku við höfum til að takast á við lífið okkar og verkefnin okkar.  Næringin okkar hefur áhrif á hvort við nennum hinu og þessu.  Þannig að okkar dagsdaglega líðan fer mikið eftir því hvernig við hugsum um okkur sjálf.  Fáum við nægan svefn ?  Fáum við góðan svefn?  Nærum við okkur vel ? Erum við að borða nóg, erum við að borða of mikið eða er það sem við borðum næringarríkt og litríkt?   Hreyfum við okkur nóg ?  Hreyfing er lífsnauðsynleg og ætti ekki að vera einhverskonar möguleiki fyrir áhugasama!

Það að taka málin í sínar hendur í byrjun árs og ákveða að hugsa vel um sig á nýju ári þarf ekki endilega að vera það að kaupa nýtt kort í ræktinni, skrá sig í einhverskonar átak og setja markið á það að vera komin í toppform um páskana.

Það getur verið það að byrja strax í dag að taka góðar ákvarðanir til þess að þér líði betur á morgun.

 • Til dæmis það að fara í góða gönguferð (það er reyndar snjóstormur og appelsínugul viðvörun þegar þetta er skrifað og mögulega þegar þú lest þetta).  Ganga er frábær heyfing, þú þarft ekki sérstakan útbúnað, hún kostar ekkert,  það er lítil hætta á meyðslum og hún hefur góð andleg áhrif auk þess að bæta svefn (nema gönguferðin sé tekin seint á kvöldin gæti það haft öfug áhrif) og góð áhrif á meltingu.
 • Það gæti verið það að fara fyrr upp í rúm á kvöldin, ekki með símann heldur góða bók.
 • Það gæti verið það að drekka 2-3 auka glös af vatni yfir daginn.
 • Það gæti verið það að skipta 2 kaffibollum í vinnunni út fyrir te.
 • Það gæti verið það fara í gott bað í stað þess að vafra um í símanum á kvöldin.
 • Það gæti verið það að sleppa verkefnum öðru hverju til að fara á vinkonudeit.

Allt sem við gerum hefur áhrif.  Það ætti ekki að snúast um allt eða ekkert.  Stundum er gott að bara byrja í dag á einhverju einu eða tvennu frekar frekar en að setja háleit markmið sem er ekki víst að við náum.  Þegar þú hefur prófað það í nokkra daga að fá þér daglega gönguferð, fara fyrr upp í rúm eða slaka í baði í stað þess að vafra um í símanum finnur þú hvað það gerir þér gott að þá er auðveldara að setja markmið fyrir næstu daga.  Í upphafi er fínt að setja niður markmið fyrir eina viku í einu þannig verður verkefnið ekki óyfirstíganlegt, erfitt eða fráhrindandi.

Nú hef ég nefnt, hreyfingu, svefn og slökun… en ekki má gleyma mataræðinu.   Besta ráðið er auðvitað það að venja sig á hreinan og næringarríkan mat allt árið.  Þannig að þó svo að við nælum okkur einstöku sinnum í einn eða tvo konfektmola, tertusneið eða bara stingum okkur beina leið ofan í Ben and Jerry’s ísdolluna þá er grunnurinn alltaf góður.  Maturinn sem við borðum ætti að vera hreinn og næringarríkur en ekki verksmiðjuframleiddur pakkamatur.  Við þurfum alvöru mat, nægt prótein, góða fitu, flókin kolvetni og nægar trefjar. Vítamínin fáum við svo í litríku grænmeti.

Ef þig vantar hugmyndir með mataræði þá er nú aldeilis góð hugmynd að skella sér á eitt eða fleiri matreiðslunámskeið.  Allt um það hér:  Námskeið vor 2020 

Gangi ykkkur vel í að hugsa vel um ykkur á hverjum degi 🙂