Það er komið að því að endurtaka leikinn frá því í mars og taka saman 7 daga þar sem við brettum upp ermarnar og eldum litríkan, næringarríkan og bragðgóðan mat í heila viku. Þetta er ekki hreinsun eða detox, bara alvöru matur og fullt af grænmeti og annarri gleði.
Þetta er ekki hugsað sem einhver skammtímalausn eða “quick-fix” þó námskeiðið sé bara í viku heldur eins og nafnið gefur til kynna er það hugsað sem gott start til að halda áfram. En með því að vera saman í hóp og prófa fullt af nýjum uppskriftum komum við okkur vel af stað með nýjum hugmyndum og nýjum venjum.
Þetta námskeið var haldið í fyrsta skipti í mars. Ég hef gert nokkrar örlitlar breytingar til að betrumbæta en í grunninn er námskeiðið það sama. Það verða nokkrar nýjar sumarlegar uppskriftir þar sem við erum að sigla inn í sumarið með léttari og einfaldari matargerð.





Það sem við ætlum að gera þessa 7 daga:
Við ætlum að einbeita okkur að því að borða næringarríkan litríkan mat sem gefur okkur orku og hjálpar okkur að halda blóðsykrinum rólegum. Vonandi muntu fá fullt af nýjum hugmyndum, prófa nýjar uppskriftir og fá hugmyndir hvernig þú getur skipulegt þig betur í eldhúsinu til að spara tíma. Við ætlum að einbeita okkur að mat sem er glúteinlaus, mjólkurlaus og sykurlaus. Það sem er á matseðlunum er t.d. fiskur, kjúklingur og lambakjöt. En einnig ætlum við að prófa linsubaunir, kínóa og fleira spennandi. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan er minnsta mál að sleppa kjöti og fiski og nota í staðinn baunir eða annað prótein úr jurtaríkinu.
Við ætlum líka að einbeita okkur að því að drekka mikið vatn og jurtate og sleppa ávanabindandi drykkjum eins og orkudrykkjum og áfengi. Ég ætla ekki að biðja ykkur um að hætta drekka kaffi en hvet ykkur til þess að drekka max 2 kaffibolla og ekki eftir kl. 13.00 þessa vikuna.
Hvernig ætlum við að gera þetta ?
Allt námskeiðið fer fram á lokuðu Facebook svæði sem þið fáið aðgang að nokkrum dögum áður og 3 dögum áður við hefjumst handa mun ég halda smá fyrirlestur sem þið getið hlustað á þegar ykkur hentar. Þar förum við enn betur yfir hvað við ætlum að gera þessa 7 daga en einnig: Hvernig við getum sigrað sykurpúkann? Hvað er hollt ? Munur á grunnnæringu og annari fæðu ? Jafnvægi og heilbrigt samband við mat! og margt fleira. Þið fáið svo sendann innkaupalista og uppskriftahefti til að geta verslað inn og skipulagt ykkur. Á hverjum degi er live útsending í lokaða FB hópnum og við möllum saman. Við byrjum á sunnudeginum með smá “prepp” dag þar sem við vinnum okkur aðeins í haginn fyrir vikuna. En hinar útsendingarnar eru til skiptis kvöldmatur, morgunverður og nasl ásamt smá laugardagsnammi. Þú getur horft á útsendinguna á rauntíma eða seinna um daginn þegar það hentar þér betur.
Upphafsfyrirlestur verður aðgengilegur frá og með 27.maí, preppdagurinn verður 30.maí og svo byrjum við mánudaginn 31.maí til og með sunnudagsins 6.júní.
Ef þessi vika hentar alls ekki en mig langar mikið að vera með ?
Ef þú nærð ekki að fylgjast með öllum “kennslustundunum” getur þú gert það síðar þar sem öll myndböndin eru aðgengileg í 3-4 vikur eftir að námskeiði lýkur. Þú getur jafnvel byrjar viku síðar og tekið þá viku.
Hvað kostar og hvað er innifalið ?
Uppskriftahefti með 45 uppskriftum
Innkaupalisti
Rafbókin Sumarlegar uppskriftir (kostar 2500 kr í vefverslun)
Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
Tölvuóstur á hverjum morgni þessa viku með fróðleik fyrir daginn.
6 matreiðslunámskeið sem dreifast yfir vikuna. (30-60 mín hvert skipti) en preppdagurinn mun þó taka 1,5-2 klst
Aðgangur að námskeiðinu “sumarleg sætindi” sem haldið verður á zoom 9.júní (kostar 4900 kr)
Rafrænn fyrirlestur í lok og upphaf námskeiðis.
Námskeiðið kostar 15.800 kr
Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.
Hvernig skrái ég mig?
Hérna er linkur á námskeiðið í vefverslun: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-i-7-daga/

Fyrir ykkur sem viljið vita meira getið þið haldið áfram að lesa um það hvernig gekk hjá mars- hópnum 🙂
Það var frábært hvað gekk vel hjá hópnum í mars. Ég gerði smá könnun í lok námskeiðis og ætla að deila með ykkur niðurstöðunum.
58 % sögðu að námskeiðið hefði staðist væntingar en 36 % að það hefði farið fram úr væntingum. Þetta eru tölur sem mér þykir ekkert smá vænt um 🙂 (6 % mismunurinn sem er er vegna þeirra sem áttu ennþá eftir að fara í gegnum efnum)
100 % sögðust finna fyrir betri líðan á þessum tíma (við erum bara að tala um 7 daga) og hér ætla ég að láta nokkrar umsagnir um líðan þáttakenda fljóta með:
” Engin bjúgur, betri svefn, litið bakflæði, minni liðverkir, engin skyndiþreyta á daginn, engir magaverkir”
“Eftir vikuna hurfu verkir og stirðleiki og sykur þörfin hvarf á fyrsta degi. Orkan margfaldaðist eftir nokkra daga og bjúgurinn hvarf. Svefn varð betri, eiginlega fullkominn”
“Bætt melting”
” Ég er orkumeiri, ekki eins uppþemd og er í miklu betra jafnvægi.”
“Minna þrútin. Meiri orka.”
“mikið betri melting”
” Léttari á mér og á auðveldara með að vakna á morgnana. Hef losnað við bólgur og bjúg.”
“Ég var minna þrútin og bólgin – gekk ótrúlega vel að komast af án mjólkurvara (langaði reyndar stundum í ost) og með bara 2 kaffibolla á dag. Fann ekki fyrir því að vera sykurlaus – upplifði enga löngun í sætt.”
“Ég hafði meira orku, var ánægð með að hafa eldað og borðað vel og upplifði minna cravings”
“Svaf betur, leið betur á allan hátt, bæði líkamlega og andlega. Minni verkir, melting góð og skap betra. Fann ekki fyrir nammi þörf sem kom á óvart. Mjög góður matur og fannst þetta skemmtilegt. Hafði meiri orku og var jákvæðari.”
“Skemmtilegar, litríkar og fjölbreyttar uppskriftir! Engar ýkjur, sem mér finnst mjög jákvætt 🙂 “
” Mér fannst frábært hvað uppskriftirnar hentuðu allri fjölskyldunni.”
“Ég var mjög ánægð, takk innilega!!”
“Bara á allan hátt frábært. Mun mæla með við aðra :)”
Ég hlakka sjálf mikið til að fara aftur í gegnum námskeiðið með næsta hóp enda fullt af nýjum sumarlegum uppskriftum : )
Hér er hægt að bóka sæti á námskeiðið: https://heilsumamman.com/product/gott-start-brot-af-thvi-besta-i-7-daga-2/
Kveðja,
Oddrún