Geggjuð Tíramísú “ís” kaka

Þetta er nú spennandi.   Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glöð með uppskrift eins og ég er núna og það sem mig hlakkar til að deila henni með ykkur 🙂   Ég hef alltaf haldið upp á tíramísú en það er langt síðan ég hef gert “alvöru” en maður minn, þessi er sko ekki síðri.  Ef þið hafið ekki prufað að gera hrákökur með fyllingu úr kasjúhnetum hvet ég ykkur til þess að prófa sem fyrst.  Ég hef verið með þannig kökur á sætinda námskeiðunum mínum og þær slá alltaf í gegn.  Súkkulaði pekanbakan og Límónukökurnar eru í uppáhaldi hjá mér en þessi kaka er klárlega komin í fyrsta sæti núna.  Þegar ég sá þessa girnilegu uppskrift frá Helga-gabriela.com datt mér loksins í hug að setja kaffi í þessar kökur.

Tíramísú

Ég veit að þetta gæti litið út fyrir að vera flókið, en þetta er auðveldara en þú heldur 😉

Botninn:

  • 3 dl pekan hnetur
  • 1 dl heslihnetur (má líka nota valhnetur)
  • 1 dl kókosmjöl
  • 2,5 dl döðlur (má líka setja 50/50 döðlur og apríkósur)
  • 2 msk kókosolía (brædd)
  • örlítið salt
  1. Setjið hneturnar ásamt öðrum þurrefnum í matvinnsluvél og vinnið vel, bætið svo kókosolíunni og döðlunum smátt og smátt út í. (Kannski er óþarfi að nota allar döðlurnar, skoðið aðeins áferðina á deiginu, við viljum hafa hann svolítið stökkan og alls ekki of klístraðann.) Ég nota oftast fersku döðlurnar sem fást í grænmetiskælinum, en passið ykkur bara á því að taka steinana úr þeim 😉
  2. Setjið botninn í form og kælið meðan þið búið til fyllinguna.

Þið getið bæði notað stórt mót eða mörg lítil.

IMG_1308

Fyllingin:

  • 300 g kasjúhnetur  (lagðar í bleyti í amk. 4 klst og vatninu svo hellt af þeim)
  • 1 dl hlynsýróp
  • 1,5 dl kókosolía (brædd)
  • 1 tsk vanilluduft (hreint)
  • 2 – 3 dl sterkt kaffi
  • 4-5 msk kakó (ath. þetta fer ekki í strax)
  1. Allt sett í blandara og blandað þangað til silkimjúkt.
  2. Hellið helmingnum af fyllingunni í formið og frystið.
  3. Búið til karamellusósu (uppskrift hér fyrir neðan) og hellið yfir kökuna og stingið svo aftur í frost.
  4. Bætið kakóinu við fyllinguna sem eftir er í blandaranum, blandið vel saman og hellið yfir karamellusósuna.
  5. Þegar súkkulaðifyllingin hefur náð að stífna má setja súkkulaðilag yfir kökuna en hinsvegar má líka alveg bara brytja niður dökkt súkkulaði og setja yfir kökuna þegar hún er borin fram.

Karamellusósan:

  • 2/3 dl hlynsýróp
  • 3 msk möndlusmjör
  • 1 tsk vanilluduft
  1. Allt sett í blandara og blandað vel þangað til áferðin er eins og karamella
  2. Hellið yfir kaffifyllinguna sem ætti að vera búin að harðna aðeins.

IMG_1309

 

Súkkulaði yfir:

  • 1/2 dl kakó
  • 1/4 dl hlynsýróp
  • 1/2 dl kókosolía
  • 1/2 dl kakósmjör
  • örlítið vanilluduft
  • örlítið himalayjasalt

Bræðið kakósmjörið yfir vatnsbaði, bætið öllu saman við og hrærið vel.  Smyrjið ofan á kökuna og kælið.

Það má líka bara búa til plötu úr þessu súkkulaði og saxa yfir kökurnar, þetta lítur nefnilega ótrúlega vel út en súkkulaðið var með pínu vesen þegar við vorum að gæða okkur á þessari dásemd.  Það var það hart að það var eiginlega eina í stöðunni að borða það bara sér (sem var auðvitað bara gott mál) en ég sé fyrir mér að ef það er gerð stór kaka (eins og ég ætla að gera um helgina)  þá á súkkulaðið örugglega eftir að brotna í allar áttir þegar kakan er skorin…svo næst þegar ég geri þessa köku mun ég setja súkkulaðið saxað yfir hana.

photo 3(6)

Hér sést kakan á “hlið” og þá sjást lögin: botninn – kaffi fylling – karamellusósa – súkkulaðifylling – súkkulaði ásamt hnetum og mórberjum!

Þið getið leikið ykkur með uppskriftina, til dæmis búið til 2 lög af fyllingu en borið svo karamellusósuna fram með, eða haft karamellusósuna efst… um að gera að leika sér svolítið 😉

Gangi ykkur vel og mikið væri nú gaman að heyra hvernig þessi dásemd smakkaðist!

Ofurhollar smákökur fyrir þá sem nenna ekki að baka

Snilldar smákökur frá vinkonu minni henni Steinunni Aðalsteinsdóttur, oftast kennd við Heilsuhótelið í Reykjanesbæ.  Í síðustu viku var þar haldin mjög fróðlegur fyrirlestur um meltinguna.  Fyrirlesarinn var Chad Keilen sem vinnur á Heilsuhótelinu.  Hann er með BSc í Heilsuvísindum og alger sérfræðingur sem gaman er að hlusta á.  Hann útskýrði hlutina á mannamáli og var t.d. með kaðal til að sýna okkur hversu langur ristillinn er, mjög sjónrænt og fræðandi.  Hann gaf okkur mörg góð ráð hvernig hægt er að styðja við betri meltingu með einföldum ráðum.

Í hléinu bauð hún Steinunn upp á þessar sérlega hollu smákökur sem þarf ekki að baka og tekur mjög stuttan tíma til að búa til og bragðlaukarnir verða ekki fyrir vonbrigðum.

photo (3)

Hráefni:

  • Perur (mjög sniðugar þessar litlu lífrænu sem fást á mörgum stöðum núna)
  • Hnetusmjör (eða möndlusmjör)
  • Hampfræ
  • Dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Skerið peruna í sneiðar (Hér má að sjálfsögðu skipta út perunum fyrir epli)
  2. Setjið ca hálf teskeið af hnetusmjöri
  3. Stráið hampfræjunum yfir (ef ykkur þykir þau spes á bragðið ein og sér, passa þau dásamlega í þessari samsetningu)
  4. Skerið súkkulaði í litla bita og setjið einn bita ofan á hverja “köku”
  5. Borðið strax 🙂

Ofangreindur fyrirlestur var liður í fjáröflun fyrir Helenu og Emelíu en þær eru dætur Chad og Rutar, eiginkonu hans.  Þær eru mjög mikið veikar, þurfa aðstoð allan sólarhringin og nú er það orðið svo að Emelía fær allt að 100 flog á dag.  Ástæða söfnunarinnar er Ameríkuför fjölskyldunnar til að leita frekari lækninga úti þar sem ekki er hægt að gera meira fyrir þær systur hér á Íslandi.  Þau þurfa sjálf að leggja út fyrir þessari kostnaðarsömu ferð.  Ég hvet ykkur til að kíkja á síðu söfnunarinnar!

Lime kökur

Hér er á ferðinni virkilega góð og sumarleg kaka, eða kökur, eftir því hvort þið setjið uppskriftina í eitt stórt mót eða mörg lítil.  Ykkur gæti þótt þetta flókin uppskrift því það þarf að leggja hnetur í bleyti, en ekki láta blekkjast, þetta er mjög einfalt og síðast en ekki síst gott 🙂

lime kaka

Hráefni:

  • 2 dl pekan hnetur
  • 1 dl valhnetur
  • 2 msk kakó (val, má sleppa og hafa botn ljósan, það er líka mjög gott)
  • 1 1/2 dl döðlur
  • örlítið himalayjasalt

Fylling:

  • 4 dl kasjúhnetur (ath. Leggjið í bleyti í ca. 4 klst)
  • 1 dl kókosmjólk
  • 1 lime – safinn og smátt rifin börkur (smakkið fyllinguna til og setjið meira lime ef þið viljið hafa meira lime bragð)
  • 4 msk hlynsýróp
  • 1 tsk hrein vanilla (frá Rapunzel)
  • 6 msk kókosolía (brædd)

Aðferð:

  1. Leggjið döðlur í bleyti í smástund
  2. Malið hnetur í matvinnsluvél og bætið kakói og salti saman við.
  3. Bætið döðlunum saman við, einni í einu (ekki vatninu)
  4. Þrýstið deiginu í botn á einu stóru móti eða í lítil eftirréttarform.
  5. Hellið vatni af kasjúhnetunum og setjið í blandara.
  6. Bætið kókosmjólkinni, lime safanum, hlynsýrópinu og kókosolíunni saman við.
  7. Þið gætuð þurft að stoppa blandarann nokkrum sinnum og skafa niður hliðarnar.
  8. Blandið alveg þangað til fyllingin er orðin silkimjúk.
  9. Hellið fyllingunni ofan á botninn og setjið í frysti. Takið kökuna/kökurnar út u.þ.b. 20 mín áður en þið ætlið að bera fram. Kakan frýs á u.þ.b. 3-4 tímum en litlu kökurnar á klukkutíma.

Þessar kökur voru á leiðinni á nammi námskeið í vikunni, hrikalega sæt sílíkonmót sem ég fann í Kitchen Libary í Smáralind og ég á eftir að nota mikið í sumar.

IMG_7928

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftarheftinu góða sem hægt er að kaupa á síðunni 🙂 

Hnetulausa hrákakan

Flestar hrákökur innihalda hnetur en hér er hún komin, hnetulausa hrákakan.  Hún er bráðholl og hrikalega góð.  Mágkona mín sem býr í Noregi er með hnetuofnæmi en þegar hún kom í heimsókn í vor langaði mig að gera hráköku en allar uppskriftir sem ég átti voru með hnetum svo þá voru góð ráð dýr.  Niðurstaðan kom öllum á óvart og ég er búin að gera þessa köku reglulega síðan.

hnetulausa hrákakan

Hráefni:

  • 1 bolli Döðlur
  • 1//2 bolli Hampfræ
  • 1/2 bolli Graskersfræ
  • 1/2 bolli Kakó
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 1 msk Kókosolía (má sleppa)
  • 1 msk hlynsýróp (má sleppa)

Krem:

  • 5 msk hlynsýróp
  • 5 msk kókosolía (við stofuhita)
  • 5 msk kakó
  • örlítið salt og vanilla

Aðferð án matvinnsluvélar:

  1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smástund og maukið svo með töfrasprota.
  2. Malið graskersfræin.
  3. Blandið öllu saman.
  4. Setjið í mót og inn í ísskáp.

Aðferð með matvinnsluvél:

  1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smá stund.
  2. Malið graskersfræin í matvinnsluvélinni.
  3. Bætið öllum þurrefnunum útí og blandið vel saman.
  4. Setjið eina og eina döðlu út í í einu.
  5. Setjið að lokum olíuna og sýrópið út í.
  6. Setjið í mót og inn í ísskáp.

Kremið:

  1. Blandið öllu saman og smyrjið ofan á kökuna.
  2. Skreytið með berjum, kókos eða öðrum ávöxtum og njótið í botn 🙂

Góða helgi  🙂

Súkkulaðikaka sem þarf ekki að baka

Þessa köku gerðum við mæðgurnar um síðustu helgi þegar önnur þeirra fékk vinkonu í heimsókn.  Klukkan var að verða fjögur, ég mátti ekki vera að neinu eldhúsveseni en öllum langaði í eitthvað gott.  Hér kemur afraksturinn.  Þetta tók okkur uþb. 15 mín frá því við byrjuðum og þangað til kakan var komin á borðið.

IMG_4471

Vinkonunni og stelpunum fannst kakan svo góð að þær fengu sér allar 3 sneiðar sem mér finnst nú bara frábær meðmæli 🙂

Hér kemur uppskriftin:

  • 1 bolli döðlur
  • 1 bolli kókos
  • 1 bolli pecan hnetur
  • 4-5 msk kakó
  • dash af vanillu og himalayja salti
  1. Döðlurnar lagðar í bleyti í smá stund og svo maukaðar með töfrasprota.
  2. Pecan hneturnar malaðar
  3. Öllu hrært saman.
  4. Kakan mótuð, við ákvaðum að leyfa hugmyndafluginu að ráða og mótuðum hana sem hjarta.

Krem ofaná:

  • 5 msk kókosolía
  • 5 msk hlynsýróp
  • 5 msk kakó
  • örlítið af vanillu og smá himalayjasalt

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman, ekki bræða kókosolíuna, heldur hafið hana við stofuhita.
  2. Smyrjið kreminu á kökuna og kælið.
  3. Skrautið ofan á er kókosflögur og mórber (mulberry) en gæti verið hvað sem er t.d. fersk jarðaber nammi namm 🙂

Hér koma fleiri myndir af kökunni sem er sú allra vinsælasta

 

IMG_4518

IMG_4945

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Snickerskaka

Þessi kaka er alveg dáááááásamleg. Segi ekki meira 🙂  Hún virkar kannski eitthvað flókin en ég myndi segja svona max 20 mínútur í undirbúning.  Fyrirmyndin af þessari köku er uppskrift frá Heilsuhúsinu en ég er búin að gera þónokkrar breytingar og birti hér mína útgáfu.

IMG_4349

Botn:

  • 1 bolli döðlur
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 1/2 bolli möndlur
  • 1/2 bolli pecan hnetur

Millilag:

  • 2 dl hnetusmjör (án sykurs)
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk hlynsýróp

Ofan á:

  • 6 msk kakó
  • 6 msk hlynsýóp
  • 6 msk kakósmjör
  • 6 msk kókosolía
  • 3 msk jarðhnetur

IMG_4385

Aðferð:

  1. Leggjið dölurnar í bleyti í smástund og maukið svo með töfrasprota.
  2. Malið hneturnar og möndlurnar og blandið saman við döðlurnar ásamt kókosmjölinu.
  3. Setjið botninn í kökumót (fínt að nota bökunarpappír í botninn).
  4. Blandið vel saman hnetusmjöri, kókosolíu og hlynsýrópi  og dreifið ofan á botninn og kælið.
  5. Bræðið kakósmjörið við mjög lágan hita og blandið öllu saman, bætið jarðhnetunum út í súkkulaðið og hellið yfir kökuna.
  6. Kælið í ca. 30 mín og njótið 🙂

Það er líka sniðugt að skera hana í litla bita og hafa sem nammi. 

Það eru örugglega margir sem fara að spá hvað sé mikið af hitaeiningum í svona köku en það flotta er að maður er pakksaddur eftir eina sneið svo magnið verður aldrei mikið!

Verði ykkur að góðu og eigið góðan sunnudag 🙂