Sumarlegt nesti og nammi námskeið

Það verður fjör í næstu viku í Spírunni því ég og Margrét Leifs ætlum að vera saman með eitt sumar nammi-nestis-námskeið.

Þetta verða að mestu nýjar uppskriftir en alltaf einhverjar gamlar og góðar með.

Það er svo gott að geta útbúið bragðgott nesti sem er líka næringarríkt.

Þetta verður eins og við erum vanar, unnið á stöðvum svo allir fá að spreyta sig.

Þáttakendur fá góða hressingu á námskeiðinu auk þess að smakka það sem við búum til.

Það taka allir með sér heim smakk af námskeiðinu auk gjafapoka.

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/3wtVaShi8ZbwuvVg7

 

Spíran

Miðvikudaginn 26.júní, kl. 17.00-20.00

Verðið er 9700 kr

 

Hlakka til að sjá ykkur

Kveðja,

Oddrún

 

 

 

 

Saltkaramellu-lakkrís kökubitar

Hvað segið þið um sjúklega gott nammi sem er líka stútfullt af næringu.  Hvernig væri að græja svona fyrir næstu helgi til að njóta og leyfa sér en fá orku og kraft um leið 🙂  

 

Hráefni:

Botn: 

 • 1,5 dl mjúkar döðlur
 • 1 dl kókosmjöl
 • 1,5 dl möndlur
 • Örlítið vanilluduft eða vanilludropar og salt til að bragðbæta
 • 1 msk fínt lakkrísduft – ég nota frá Johan Bulow sem fæst í Epal 

Karamellulag:

 • 1 dl kókosmjólk (þykk úr dós – ekki drykkjarkókosmjólk)
 • 1-2 msk kókosolía eða smjör
 • 0,5 dl hlynsýróp
 • 0,5 dl kókospálmasykur
 • saltflögur og vanilluduft eftir smekk

Efsta lag: 

 • 1/ 2 dl saxaðar möndlur
 • 30-40g 70 % súkkulaði
 • Ef þið eigið til gróft lakkrísduft frá Johan Bulow (svolítið eins og danskur lakkrís á bragðið)  þá er frábær hugmynd að strá því yfir í lokin – en það þarf ekki.

 

AÐFERÐ:

 1. Byrjið á því að rista möndlur (2 dl – bæði það sem fer í botninn og ofan á kökuna) í ofni.  Það er gert með því að setja þær á ofnplötu inn í 150°c heitan ofn í 15 mín.  Þetta er ekki nauðsynlegt en þær verða mun bragðbetri.
 2. Setjið allt hráefni fyrir kökubotninn í matvinnsluvél og vinnið vel.
 3. Setjið botninn í kökumót (fínt að nota bökunarpappír í botninn)
 4. Búið karamelluna til: Sjóðið saman í potti þangað til hún er orðin seig og freyðandi.  Þetta krefst þolinmæði, ekki flýta ykkur of mikið, við viljum að karamellan verði svolítið stökk þess vegna þurfum við að bíða þangað til hún er orðin vel seig.  Það er gott að hafa bara lágan hita og leyfa henni að þykkna vel án þess að hafa áhyggjur af því að hún brenni við. (Ath. Það er góð hugmynd að bræða súkkulaðið í rólegheitunum meðan þið bíðið eftir að karamellan verði klár). 
 5. Hellið karamellunni yfir kökuna. 
 6. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir karamelluna og skreytið með söxuðum möndlum.  (Ath. ekki leyfa karamellunni að kólna of mikið áður en þið hellið súkkulaðinu yfir því þá getið þið lent í því að súkkulaðið og möndlurnar liggji laust ofan á karamellunni – við viljum leyfa þessu að harðna saman. 
 7. Kælið í ca. 30-60 mín, skerið í bita og njótið.

Geymast vel í loftþéttu boxi í frysti – ef þeir eru ekki kláraðir strax !

Uppskriftina er að finna ásamt fleirum í rafbókinni „Næringarríkt nammi“ sem fæst hér: https://heilsumamman.teachable.com/p/naeringarrikt-nammi

Einnig eru ennþá 4-5 laus sæti nammi námskeiðið mánudaginn 8.apríl nk. Skráning hér: https://heilsuborg.is/shop/nammi/

Njótið vel og njótið dagsins 🙂

Oddrún

 

Bounty molar

Geggjaðir molar fyrir helgina.  Sjáfri finnst mér best að geyma þessa í kæli og borða þá ískalda.  Það er frekar fljótlegt að búa þá til en verst hvað þeir klárast fljótt.

Bountymolar

Hráefni: 

 • 2,5 dl kókosmjöl
 • 2-3 msk hlynsýróp
 • 3 msk kókosolía við stofuhita
 • ½ tsk vanilludropar
 • 80g dökkt súkkulaði – til að húða

 

Aðferð: 

 1. Malið kókosmjöl í matvinnsluvél.
 2. Bætið hlynsýrópi, kókosolíu og vanilludropum saman við og blandið vel saman.
 3. Mótið kúlur og stingið inn í frysti í 10-15 mín.
 4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og temprið eftir leiðbeiningum á bls. 14-15
 5. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og látið leka af þeim. Best er að setja kúlurnar á bökunarpappír meðan súkkulaðið er að harðna. 

20-25 molar

Uppskriftina er að finna ásamt fleirum í rafbókinni “Næringarríkt nammi” sem fæst hér: https://heilsumamman.teachable.com/p/naeringarrikt-nammi

Einnig eru laus sæti á 2 nammi námskeið sem verða 1. og 8.apríl nk. Skráning hér: https://heilsuborg.is/shop/nammi/

 

 

Nammi námskeiðin í nóv/des

Tíminn flýgur og nóvember nálgast.  Það er mánuðurinn þegar nammi námskeiðin taka völdin.  Undanfarin ár hafa þessi námskeið verið mjög vinsæl og því ekki seinna vænna að tilkynna hvaða dagsetningar verða í boði þar sem fyrirspurnum fjölgar um dagsetningar.

Það er alger snilld að geta búið til nammi sem er næringarríkt, sykurlítið eða sykurlaust og rugla þar af leiðandi lítið eða ekkert í blóðsykrinum.  Nammi sem gefur okkur orku og kraft í amstri dagsins.   Við búum til allskonar nammi fyrir hin ýmsu tækifæri.  Súperhollt og líka aðeins minna hollt.  Nammi sem má fá sér í morgunmat en líka spari nammi.

Öll námskeiðin eru þannig að við höfum stöðvar og allir fá að gera sjálfir eða vinna í  4-5 manna hópum því það munar miklu að læra þannig heldur en að horfa á sýnikennslu.

 

6.nóv      Mánudagur kl. 17.00-20.00             Spíran, Garðheimum

Börn á aldrinum 10-18 ára eru  velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr

 

10.nóv      Föstudagur kl. 17.00-20.00              Spíran, Garðheimum – UPPSELT

Glas af lífrænu rauðvíni fylgir með súkkulaði smakkinu

 

15.nóv      Miðvikudagur kl. 17.00-20.00             Spíran, Garðheimum – UPPSELT 

Börn á aldrinum 10-18 ára eru  velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr.

 

17.nóv      Föstudagur kl. 17.00-20.00            Spíran, Garðheimum – UPPSELT

Glas af lífrænu rauðvíni fylgir með súkkulaði smakkinu

 

20.nóv      Mánudagur kl. 17.00-20.00             Spíran, Garðheimum  – UPPSELT

Börn á aldrinum 10-18 ára eru  velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr

 

4.des      Mánudagur kl. 17.00-20.00             Spíran, Garðheimum  –  ÖRFÁ SÆTI LAUS 

Börn á aldrinum 10-18 ára eru  velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr

 

6.des      Miðvikudagur kl. 18.30-21.30               Matarbúr Kaju,  Akranesi

Á þessu námskeiði er námskeiðisgjaldið 7900 kr í stað 8900 kr en það fylgir ekki með hressing við komu.

Það er ekki reiknað með að börnin komi með á þetta námskeið.

 

8.des      Föstudagur kl. 18.00-21.00               Hveragerði/Selfoss  (Hjarðarból, gistihús)

Á þessu námskeiði er námskeiðisgjaldið 7900 kr í stað 8900 kr en það fylgir ekki með hressing við komu.

Það er ekki reiknað með að börnin komi með á þetta námskeið.

Innifalið: 

 • Hressing við komu svo enginn byrji svangur
 • Smakk af öllu sem við gerum
 • Það fara allir með nammipoka með sér heim
 • Rafbókin „Sætindi –  sem næra, hressa og bæta“ fylgir með
 • Á föstudagsnámskeiðunum fylgir með glas af lífrænu rauðvíni

Verð: 8900 kr á öll námskeiðin

Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.

Smelltu HÉR til að skrá þig

(ef þú ætlar að skrá barn með þér þá er best að skrifa það innan sviga fyrir aftan nafn, dæmi: Guðrún Jónsdóttir (+1 barn, 14 ára) ) 

Matseðillinn er ekki 100 % klár en það verða nokkrir gullmolar frá fyrri námskeiðum og en líka eitthvað nýtt 🙂

nammi námskeið

 

Salthnetukaramelluæðikökubitar

Namminámskeið

Lakkrís pipar kúlur

Þessar kúlur slóu í gegn á nammi námskeiðunum í nóvember.  Ég ákvað að vera með í lakkrís pipar nammi æðinu sem herjar á landann og hér kemur bráðholl útgáfa.  Ég nota lakkrísrótina frá Johan Bulow sem fæst í Epal og magnið í uppskriftinni er miðað við það.

piparkúlur

25 stk – frekar lítlar kúlur

Hráefni: 

 • 1,5 dl pekan hnetur
 • 1,5 dl döðlur
 • 1 dl kókosmjöl
 • örlítið hreint vanilluduft
 • 1 msk kakóduft
 • örlítið sjávarsalt
 • 2 msk vatn –ef þið notið þurrkaðar döðlur
 • 2,5-3 msk lakkrísduft (þetta er ekki prentvilla, við viljum hafa alvöru lakkrís pipar bragð)

Aðferð:

 1. Setjið allt innihaldið í matvinnsluvél og malið.
 2. Ef matvinnsluvélin er ekki kraftmikil er gott að setja döðlurnar smátt og smátt saman við.
 3. Bætið við örlitlu vatni ef deigið er of þurrt. (Þarf ekki ef þið notið mjúkar döðlur. )
 4. Mótið kúlur og veltið upp úr t.d. kakói eða kókosmjöli.

piparkúlur

Þetta er lakkrís duftið sem ég nota, það fæst hjá Epal og einnig í Gló.

piparduft

Þetta lakkrísduft er í algeru uppáhaldi hjá mér.  Lakkrís pipar popp,  lakkrís pipar karamellunammi, ristaðar hnetur með lakkrísdufti,  nefndu það bara, það verður allt betra með smá svona lakkrísdufti 😉

Snickersmolar

Þessa mola verður þú að prófa og ég meina það, allavegna ef þér finnst Snickers gott, OK, þeir eru auðvitað ekkert nákvæmlega eins og Snickers en þeir eru bara svo hrikalega góðir.   Það er ekki mikill sykur í þeim (og því alveg tilvalið að fá sér eins og einn í eftirma (og þegar ég segi einn, meina ég að sjálfsögðu 2).

Snickersmolar

(Úr þessari uppskrift fást 12 molar)

Hráefni:

 • 4 msk hnetusmjör
 • 2-3 msk hlynsýróp
 • 1 msk kókosolía (við stofuhita)
 • 4 msk möndlumjöl
 • 50g dökkt súkkulaði
 • 2-3 msk jarðhentur (til skrauts)

Aðferð:

 1. Hrærið saman hnetusmjöri, hlynsýrópi og kókosolíu svo úr verði samfelld blanda. Ef hnetusmjörið er orðið gamalt og hart gæti þetta verið pínu vesen en langbest ef það er nýtt og mjúkt.
 2. Blandið möndlumjöli saman við blönduna.  Ef hún er of blaut gætuð þið þurt að setja 1 msk í viðbót. Farið samt varlega því við viljum ekki að kúlurnar verði þurrar.
 3. Mótið kúlur og stingið inn í frysti í 15-20 mín.
 4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið aðeins.  Dýfið kúlunum í súkkulaðið og látið leka af þeim. Best er að setja kúlurnar á grind meðan súkkulaðið er að harðna.
 5. Malið jarðnhneturnar og skreytið kúlurnar.  (Gott ráð er að setja hneturnar í rennilásapoka, loka fyrir, setja hann inn í viskustykki og lema svo með buffhamri.)
 6. Best er að geyma molana í frysti og taka út einn og einn eða tvo og tvo 😉

Snickersmolar

Verði ykkur að góðu 🙂

Ég minni svo bara á namminámskeiðin, skráning er í fullum gangi, meira  um það hér