Tíminn flýgur og nóvember nálgast. Það er mánuðurinn þegar nammi námskeiðin taka völdin. Undanfarin ár hafa þessi námskeið verið mjög vinsæl og því ekki seinna vænna að tilkynna hvaða dagsetningar verða í boði þar sem fyrirspurnum fjölgar um dagsetningar.
Það er alger snilld að geta búið til nammi sem er næringarríkt, sykurlítið eða sykurlaust og rugla þar af leiðandi lítið eða ekkert í blóðsykrinum. Nammi sem gefur okkur orku og kraft í amstri dagsins. Við búum til allskonar nammi fyrir hin ýmsu tækifæri. Súperhollt og líka aðeins minna hollt. Nammi sem má fá sér í morgunmat en líka spari nammi.
Öll námskeiðin eru þannig að við höfum stöðvar og allir fá að gera sjálfir eða vinna í 4-5 manna hópum því það munar miklu að læra þannig heldur en að horfa á sýnikennslu.
6.nóv Mánudagur kl. 17.00-20.00 Spíran, Garðheimum
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr
10.nóv Föstudagur kl. 17.00-20.00 Spíran, Garðheimum – UPPSELT
Glas af lífrænu rauðvíni fylgir með súkkulaði smakkinu
15.nóv Miðvikudagur kl. 17.00-20.00 Spíran, Garðheimum – UPPSELT
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr.
17.nóv Föstudagur kl. 17.00-20.00 Spíran, Garðheimum – UPPSELT
Glas af lífrænu rauðvíni fylgir með súkkulaði smakkinu
20.nóv Mánudagur kl. 17.00-20.00 Spíran, Garðheimum – UPPSELT
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr
4.des Mánudagur kl. 17.00-20.00 Spíran, Garðheimum – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1500 kr
6.des Miðvikudagur kl. 18.30-21.30 Matarbúr Kaju, Akranesi
Á þessu námskeiði er námskeiðisgjaldið 7900 kr í stað 8900 kr en það fylgir ekki með hressing við komu.
Það er ekki reiknað með að börnin komi með á þetta námskeið.
8.des Föstudagur kl. 18.00-21.00 Hveragerði/Selfoss (Hjarðarból, gistihús)
Á þessu námskeiði er námskeiðisgjaldið 7900 kr í stað 8900 kr en það fylgir ekki með hressing við komu.
Það er ekki reiknað með að börnin komi með á þetta námskeið.
Innifalið:
- Hressing við komu svo enginn byrji svangur
- Smakk af öllu sem við gerum
- Það fara allir með nammipoka með sér heim
- Rafbókin „Sætindi – sem næra, hressa og bæta“ fylgir með
- Á föstudagsnámskeiðunum fylgir með glas af lífrænu rauðvíni
Verð: 8900 kr á öll námskeiðin
Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.
Smelltu HÉR til að skrá þig
(ef þú ætlar að skrá barn með þér þá er best að skrifa það innan sviga fyrir aftan nafn, dæmi: Guðrún Jónsdóttir (+1 barn, 14 ára) )
Published by