Í síðustu viku var námskeiðið Súperhollt í haust haldið í Spírunni. Eins og alltaf var mikið fjör og gaman og allir fóru saddir og sáttir heim með fullt af nýjum hugmyndum í farteskinu. Það verður annað svona námskeið fyrir áramót, miðvikudaginn 18.október. Eftir það byrja nammi námskeiðin af fullum krafti.
Þetta námskeið hentar fyrir alla sem vilja bæta meiri næringu inn í daglegt líf. Finnst þér þú alltaf gera sömu hlutina og langar að fá nýjar hugmyndir ? Eða veistu kannski bara ekkert hvar þú átt að byrja ? Þetta námskeið hentar alveg jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bættum lífstíl og líka lengra komnum.
Við vinnum á 5 stöðvum og það eru ca. 4 í hóp. Það fara allir á allar stöðvar. Það er svo miklu skemmtilegra að malla og bralla sjálfur heldur en að horfa á sýnikennslu.
Matseðillinn er eftirfarandi:
- Grænn “nammi” drykkur
- Avókadó “jógúrt” og múslí
- Frækex og rautt pestó
- Kínóa með ristuðu möndlukurli
- Kínóabollur með heitri masala sósu og regnbogasalsa
- Poppaðar lakkrískúlur og súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
Námskeiðið verður í Spírunni, Garðheimum, miðvikudaginn 18.október kl. 17.00-20.00
Verð: 8900 kr
Hjónaafsláttur: annar aðilinn greiðir 50 % og það sama gildir ef unglingar koma með foreldri (miðað við 11-18 ára)
Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi.
Til að bóka sæti á námskeiðið, skráðu þig HÉR
Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá: heilsumamman@gmail.com
(Á facebook síðunni má finna nokkrar myndir sem teknar voru á síðasta námskeiði.)
Hlakka til sjá ykkur 🙂
Published by