Súperhollt í haust – nýtt námskeið

Jæja, það er mál til komið að vekja síðuna úr dvala eftir notalegt og langt sumarfrí.   Ekki það að ég hafi setið auðum  höndum höndum því í september hef ég verið upptekin að vinna við “10 daga mataræði” sem er námskeiðið hennar Margrétar Leifs, Heilsumarkþjálfa.  Ég er svo heppinn að fá að sjá um matreiðslunámskeiðin fyrir hana og í september vorum við með 3 matreiðslunámskeið.

Það er mikið um að fólk sé að fara aftur og aftur á 10 daga námskeiðið og þess vegna er svo mikilvægt að hafa alltaf nýjar uppskriftir.  Það þýðir að við verðum að leggja hausinn í bleyti og koma með nýjar hugmyndir amk. 2 á ári.  En það er að sjálfsögðu bara skemmtilegt og heldur manni við efnið 🙂

En nú er komið að ykkur að koma og læra allskonar nýtt og fá nýjar hugmyndir fyrir haustið.

Þetta námskeið hentar fyrir alla sem vilja bæta meiri næringu inn í daglegt líf.  Finnst þér þú alltaf gera sömu hlutina og langar að fá nýjar hugmyndir ? Eða veistu kannski bara ekkert hvar þú átt að byrja ?   Þetta námskeið hentar alveg jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bættum lífstíl og líka lengra komnum.

Við vinnum á 5 stöðvum og það eru ca. 4 í hóp.   Það fara allir á allar stöðvar.  Það er svo miklu skemmtilegra að malla og bralla sjálfur heldur en að horfa á sýnikennslu.

Matseðillinn er eftirfarandi:

  • Grænn drykkur
  • Avókadó “jógúrt” og múslí
  • Frækex og rautt pestó
  • Kínóa með ristuðu möndlukurli
  • Kínóabollur með heitri masala sósu og regnbogasalsa
  • Poppaðar lakkrískúlur

Námskeiðið verður í Spírunni, Garðheimum, miðvikudaginn 4.október kl. 17.00-20.00

Verð:  8900 kr

Hjónaafsláttur: annar aðilinn greiðir 50 % og það sama gildir ef unglingar koma með foreldri (miðað við 11-18 ára)

Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi.

Til að bóka sæti á námskeiðið, skráðu þig HÉR

Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá: heilsumamman@gmail.com


Spíran


Spíran

 

Hlakka til sjá ykkur 🙂

Published by

Leave a Reply