Snickersmolar

Þessa mola verður þú að prófa og ég meina það, allavegna ef þér finnst Snickers gott, OK, þeir eru auðvitað ekkert nákvæmlega eins og Snickers en þeir eru bara svo hrikalega góðir.   Það er ekki mikill sykur í þeim (og því alveg tilvalið að fá sér eins og einn í eftirma (og þegar ég segi einn, meina ég að sjálfsögðu 2).

Snickersmolar

(Úr þessari uppskrift fást 12 molar)

Hráefni:

 • 4 msk hnetusmjör
 • 2-3 msk hlynsýróp
 • 1 msk kókosolía (við stofuhita)
 • 4 msk möndlumjöl
 • 50g dökkt súkkulaði
 • 2-3 msk jarðhentur (til skrauts)

Aðferð:

 1. Hrærið saman hnetusmjöri, hlynsýrópi og kókosolíu svo úr verði samfelld blanda. Ef hnetusmjörið er orðið gamalt og hart gæti þetta verið pínu vesen en langbest ef það er nýtt og mjúkt.
 2. Blandið möndlumjöli saman við blönduna.  Ef hún er of blaut gætuð þið þurt að setja 1 msk í viðbót. Farið samt varlega því við viljum ekki að kúlurnar verði þurrar.
 3. Mótið kúlur og stingið inn í frysti í 15-20 mín.
 4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið aðeins.  Dýfið kúlunum í súkkulaðið og látið leka af þeim. Best er að setja kúlurnar á grind meðan súkkulaðið er að harðna.
 5. Malið jarðnhneturnar og skreytið kúlurnar.  (Gott ráð er að setja hneturnar í rennilásapoka, loka fyrir, setja hann inn í viskustykki og lema svo með buffhamri.)
 6. Best er að geyma molana í frysti og taka út einn og einn eða tvo og tvo 😉

Snickersmolar

Verði ykkur að góðu 🙂

Ég minni svo bara á namminámskeiðin, skráning er í fullum gangi, meira  um það hér

 

 

 

 

Published by

Leave a Reply