Nammi námskeið í nóvember 2016

Tíminn flýgur og nóvember nálgast.  Það er mánuðurinn þegar nammi námskeiðin taka völdin.  Undanfarin ár hafa þessi námskeið verið mjög vinsæl en í ár verða aðeins þessi fjögur námskeið.

Það er alger snilld að geta búið til nammi sem er næringarríkt, sykurlítið eða sykurlaust og rugla þar af leiðandi ekkert í blóðsykrinum.  Nammi sem gefur okkur orku og kraft í amstri dagsins.   Við búum til allskonar nammi fyrir hin ýmsu tækifæri.  Súperhollt og líka aðeins minna hollt.  Nammi sem má fá sér í morgunmat en líka spari nammi.

Öll námskeiðin eru þannig að við höfum stöðvar og allir fá að gera sjálfir eða vinna í  4-5 manna hópum því það munar miklu að læra þannig heldur en að horfa á sýnikennslu.

 

11.nóv      Föstudagur kl. 17.00-20.00              Spíran, Garðheimum

Lífrænt rauðvínsglas fylgir með súkkulaðinu  –  UPPSELT

 

15.nóv      Þriðjudagur kl. 17.00-20.00             Spíran, Garðheimum

Börn á aldrinum 8-18 ára eru  velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1000 kr. – UPPSELT

 

18.nóv      Föstudagur kl. 17.00-20.00            Spíran, Garðheimum

Lífrænt rauðvínsglas fylgir með súkkulaðinu – UPPSELT

 

22.nóv      Þriðjudagur kl. 17.00-20.00             Spíran, Garðheimum – AUKANÁMSKEIÐ

Börn á aldrinum 8-18 ára eru  velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 1000 kr

 

2.desember      Föstudagur kl. 17.00-20.00            Spíran, Garðheimum

Lífrænt rauðvínsglas fylgir með súkkulaðinu –  UPPSELT

 

6.desember    Þriðjudagur kl. 18.30-21.30                Matarbúr Kaju, Akranesi

 

Innifalið: 

  • Hressing við komu svo engin byrji svangur
  • Smakk af öllu sem við gerum
  • Það fara allir með nammipoka með sér heim
  • Rafbókin “Sætindi –  sem næra, hressa og bæta” fylgir með
  • Á föstudagsnámskeiðunum fylgir með glas af lífrænu rauðvíni

Verð: 8900 kr á öll námskeiðin nema 7900 kr á Akranesi hjá Matarbúri Kaju.

Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.

Allar bókanir á námskeið fara í gegnum heilsumamman@gmail.com

 

Það er verið að vinna í matseðlinum (lesist sem valkvíði.is og tilraunir.is).  Það verður eitthvað af fyrri námskeiðum en líka eitthvað nýtt 🙂

nammi námskeið

namminámskeið

Salthnetukaramelluæðikökubitar

Namminámskeið

Risaeðlusúkkulaði

Published by

Leave a Reply