Blómkáls- og brokkolísúpa

Uppskerusúpa sumarsins.  Þessa gerði ég nokkrum sinnum í sumar og heppnaðist alltaf jafnvel.  Hún verður auðvitað lang best ef notað er glænýtt íslenskt blómkál og brokkolí.  Með því að sjóða hluta af grænmetinu fyrst og mauka svo verður súpan þykk og matarmikil.

blómkálssúpaHráefni:

 • 1 blómkálshaus (stór)
 • 1 brokkolíhaus (stór)
 • 1 laukur
 • 2-3 kartöflur
 • 1 sellerístöngull
 • 2 grænmetisteningar (ég nota gerlausa frá Rapunzel)
 • 8 dl vatn
 • 2 dl þykk kókosmjólk
 • salt og pipar eftir smekk

 

Aðferð:

 1. Brytjið niður 1/2 haus af blómkáli (gróflega)
 2. Skerið niður laukinn (þarf ekki að vera smátt)
 3. Skerið kartöflurnar í nokkra bita
 4. Skerið sellerístöngulinn niður í nokkra bita
 5. Setjið allt í pott ásamt 3-4 dl af vatni (nóg þannig fljóti yfir)
 6. Sjóðið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
 7. Hellið súpunni í blandarann (ef hann þolir sjóðandi vökva) og maukið súpuna.  Þið getið líka notað töfrasprota.
 8. Bætið nú  restinni af blómkálinu, brokkolíinu og grænmetiskraftinum út í pottinn ásamt 4-5 dl af vatni.
 9. Sjóðið í 5-6 mín eða þangað til blómkálið og brokkolíð er orðið mjúkt.
 10. Bætið kókosmjólkinni saman við og kryddið með salt og pipar.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s