Bounty molar

Geggjaðir molar fyrir helgina.  Sjáfri finnst mér best að geyma þessa í kæli og borða þá ískalda.  Það er frekar fljótlegt að búa þá til en verst hvað þeir klárast fljótt.

Bountymolar

Hráefni: 

  • 2,5 dl kókosmjöl
  • 2-3 msk hlynsýróp
  • 3 msk kókosolía við stofuhita
  • ½ tsk vanilludropar
  • 80g dökkt súkkulaði – til að húða

 

Aðferð: 

  1. Malið kókosmjöl í matvinnsluvél.
  2. Bætið hlynsýrópi, kókosolíu og vanilludropum saman við og blandið vel saman.
  3. Mótið kúlur og stingið inn í frysti í 10-15 mín.
  4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og temprið eftir leiðbeiningum á bls. 14-15
  5. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og látið leka af þeim. Best er að setja kúlurnar á bökunarpappír meðan súkkulaðið er að harðna. 

20-25 molar

Uppskriftina er að finna ásamt fleirum í rafbókinni “Næringarríkt nammi” sem fæst hér: https://heilsumamman.teachable.com/p/naeringarrikt-nammi

Einnig eru laus sæti á 2 nammi námskeið sem verða 1. og 8.apríl nk. Skráning hér: https://heilsuborg.is/shop/nammi/

 

 

Published by

Leave a Reply