Næringarríkt nammi

Í nóvember var allt uppselt en nú er aftur tækfæri til að skella sér á nammi námskeiðin vinsælu.

Það er alger snilld að geta búið til nammi sem er næringarríkt, sykurlítið eða sykurlaust og rugla þar af leiðandi ekkert í blóðsykrinum. Nammi sem gefur okkur orku og kraft í amstri dagsins. Við búum til allskonar nammi fyrir hin ýmsu tækifæri. Súperhollt og líka aðeins minna hollt. Nammi sem hentar vel hversdags en líka spari nammi.

Öll námskeiðin eru þannig að við höfum stöðvar og allir fá að gera sjálfir eða vinna í 3-4 manna hópum því það munar mikIð að læra þannig heldur en að horfa á sýnikennslu.

Dagsetningar:

1. apríl Mánudagur kl. 18.00-20.00
8. apríl Mánudagur kl. 18.00-20.00

Innifalið:

Hressing við komu svo enginn byrji svangur
Smakk af öllu sem við gerum
Það fara allir með nammipoka með sér heim
Rafbókin „Sætindi – sem næra, hressa og bæta“ fylgir með –  (Hana er hægt að kaupa hér ef þið komist ekki á námskeiðið.)

Verð: 8900 kr en börn á aldrinum 10-16 ára velkomin með og greiða aðeins 2500 kr
Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.

Það sem er á matseðlinum er til dæmis: marsípan konfekt, karamellunammi, heimagert súkkulaði, súkkulaðikúlur og ýmislegt fleira. Aðallega lærið þið samt aðferðirnar og fáið verkfærin til að fara heim og leika ykkur að útfæra ykkar eigið heilsunammi.

Allt sem búið er til á námskeiðinu er mjólkurlaust og glúteinlaust.

Hér er linkur fyrir bókanir 🙂

Í nóvember kíkti sjónvarpsstöðin Hringbraut í heimsókn á namminámskeið – r sjáið þið innleggið og fáið þið smá innsýn inn í hvað býður ykkar 🙂

Published by

Leave a Reply