Morgunmatur og millimál – Miðvikudaginn 27.mars

Viltu auka fjölbreytni í mataræðinu yfir daginn og læra að gera einfalda og bragðgóða rétti sem henta í morgunmat og sem millimál.

Notalegt andrúmsloft þar sem þátttakendur taka virkan þátt.
Á námskeiðum Heilsumömmunnar er hámarksfjöldi 20 manns og unnið er á stöðvum. Allir þátttakendur spreyta sig á að elda réttina sem eru teknir fyrir á hverju námskeiði. Námskeiðin fara fram í eldhúsi Heilsuborgar og hvert námskeið er aðeins ein kvöldstund. Í lok námskeiðs borða þátttakendur saman matinn sem þeir elduðu eða taka með sér heim.

Verð kr. 9.900
Börn og unglingar á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með og greiða 50 % af námskeiðisgjaldinu.
Skráning hér:  https://heilsuborg.is/shop/morgunmatur-og-millimal/

Matseðillinn:

Avókadó morgunverðarskál
Epla nachos
Grænn smoothie
Frískandi rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
Heimagert múslí
Heimatilbúið frækex
Pestó og hummus
Kanil latte
Mismunandi morgungrautar
Nærandi múslíkúlur

Ath. að mörg stéttafélög endurgreiða félögum sínum allt að helming af námskeiðisgjaldinu.

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

 

Published by

Leave a Reply