Himnesk hollusta

Það urðu ýmsar breytingar um áramótin hjá Heilsumömmunni.  Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að námskeiðin eru komin með nýtt heimili, fóru úr Spírunni eftir mjög ánægjulegan tíma þar og fluttu yfir í Heilsuborg.

En það er líka fleira sem breyttist og það er ánægjulegt að greina frá því að Heilsumamman og Himnesk hollusta hafið farið í samstarf saman.  Himnesk hollusta býður upp á lífrænar vörur á mjög góðu verði.  Einnig er lítið mál að finna þær í Krónunni, Nettó og Fjarðarkaup (og sennilega víðar),  þær eru mjög bragðgóðar og standa á allan hátt algerlega undir væntingum.   Ég er mjög ánægð með að nota þessar vörur framvegis á námskeiðunum mínum og í eldhúsinu heima.

Hér eru nokkrar myndir sem ég smellti af á síðasta námskeiði og þar sjáið þið bæði vörurnar í notkun en einnig fáið þið smá innsýn inn í hvað við vorum að brasa.

 

 

 

 

Ég smellti einnig af nokkrum myndum á síðasta námskeiðinu í Spírunni:

 

 

 

Og 1/10  hluti af afrakstrinum:

 

Yfirleitt er það mikill hasar á námskeiðunum að ég er ekki nógu dugleg að taka myndir – bara af því að ég er á fullu að aðstoða og græja og gera og áður en ég veit af eru diskarnir tómir og fókið farið.

Hér eru svo upplýsingar um næstu námskeið:  https://heilsuborg.is/heilsumamman/

Það eru allskonar skemmtileg námskeið framundan 😉

 

Njótið dagsins

 

Published by

Leave a Reply