Matreiðslunámskeiðin færast í Heilsuborg

Hæ hó og góðan daginn,

Þó að það hafi ekki verið mikið líf hér á heimasíðunni það sem af er ári hefur þó verið mjög margt í gangi á bakvið tjöldin.   Það eru ýmsar breytingar og margt skemmtilegt framundan.

Núna í febrúar munu námskeiðin mín færst í Heilsuborg.  Það er frábær staður sem ég er mjög stolt af því að fá að tilheyra.  Við það að flytja námskeiðin hef ég líka gert heilmikla breytingu á þeim.

Hér sjáið þið hvaða námskeið eru í boði næstu 3 mánuði.  Nú fara allar bókanir í gegnum Heilsuborg og loksins er hægt að greiða með Kreditkorti í stað þess að millifæra.

Sú breyting hefur átt sér stað að í stað þess að vera með eitt námskeið þar sem þið fáið hugmyndir frá morgni til kvölds hef ég skipt námskeiðunum í tvennt og fyrir vikið verður námskeiðið ítarlegra.   Hingað til hef ég t.d. komið með frækex og múslí á námskeiðin tilbúið en hér eftir verður þetta allt gert á staðnum.   Svo verður sér kvöldmatarnámskeið þar sem þið fáið að spreyta ykkur á nokkrum réttum.   Og þar sem ekki allir eru jafnhrifnir af baunum og grænmetisréttum ákváðum við að hafa námskeið þar sem verður fiskur og kjöt.  Semsagt eitthvað fyrir alla.

Nammi námskeiðin verða svo að sjálfsögðu á sínum stað.

Aðstaðan er mjög góð, við munum nota 2 sali við námskeiðin, fyrirlestrasal og svo eldhúsið.

Ég hvet ykkur til að líka við Facebook síðu Heilsuborgar svo þið eigið auðveldara með að fylgjast með því sem er í gangi.

Ef þið eruð í vafa hvort þið eigið að drífa ykkur á námskeið gæti verið hvetjandi að lesa þessar reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum Heilsumömmunar.

Sjáumst í Heilsuborg

 

 

 

Published by

Leave a Reply